Dagblaðið - 13.03.1979, Blaðsíða 11

Dagblaðið - 13.03.1979, Blaðsíða 11
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 13. MARZ 1979. notuð fjölmörg sjálfvirk tæki sem starfa stöðugt ogaf miklu öryggi. _ Að tempra hitastigið og varðveita vinnuskilyrði inni í geimstöðinni er þó e.t.v. erfiðasta viðfangsefnið. Hitastigið er breytilegt frá sól til skugga frá mínus 150 stigum til plús 130 stiga á Celsius. Temprun þess krefst því sívakandi aðgæzlu geim- faranna. Geimstöðin er varin fyrir þessum miklu hitabreytingum með Soyusflaug skotið frá Baikonur í Sovétrikjunum. þykkri einangrun, sem komið er fyrir áður en hún fer á loft. Sviti og útöndun endurunnin Hitastillingin er framkvæmd með hringlaga pípukerfi, sem fyllt er með vökva. Pípurnar eru annaðhvort svartar eða hvítar. Svörtu pípurnar hitna frá sólarhitanum og vökvinn ber hitann til hinna ýmsu staða í geimfarinu en hvítu pípurnar einangra frá hita. Hvítu pipurnar eru einnig i þeim hluta geimfarsins þar sem matvæli eru geymd. Mannslíkaminn gefur frá sér 1,5 til 2 lítra af vatni gegn um útöndum og svita, svo að andrúmslóftið inni i geimstöðinni yrði of rakt ef þessum gufum væri ekki safnað saman í leiðslur, þær einangraðar og gerðar aðvatni á ný. Diskarnir borðaðir Vel búin matstofa er í geimstöð- inni. Tvö færanleg borð eru notuð sem matborð og tvær rafmagnselda- vélar ásamt heitu og köldu vatni gera matseldina þægilega. Máltíðir eru skipulagðar í sex daga í einu. Allir diskar eru gerðir úr einhverri fæðu- tegund, svo hægt sé að borða þá, brauð er í svo smáum bitum, að borða má það í einum munnbita tii þess að það molni ekki og ávaxta- drykkir og kaffi er þynnt út með heitu vatni. Geimfararnir sofa í svefnpokum, pokarnir eru festir með þar til gerðum þráðum sem festir eru í gólf geimstöðvarinnar, svo þeir svífi ekki í lausu lofti. Raunar er erfitt að ákveða hvað er gólf leða loft stöðvarinnar i þyngdarleysinu. Geimfararnir þvo sér með sérstök- um „einnota” bréfþurrkum og bómull, sem geymd er í sérstakri upplausn og úðuð með vatni fyrir notkun. Þeir nota tannkrem sem framleiðir enga froðu og rafmagns- rakvélar sem sérstaklega eru gerðar fyrir notkun úti í geimnum. Að litast um inni í geimstöðinni er eins og að sjá skuggamynd. Vatninu þar inni er úðað gegnum úðara og sogdæla safnar saman þeim dropum sem ná ekki að falla á gólfið. Læknar sem fylgj-ast með líðan geimfaranna segja að þeim líði á allan hátt eðlilega í þyngdarleysinu. I. marz framkvæmdi áhöfn geim- farsins fyrstu mælingarnar á tækjum þeim er fyrrverandi áhöfn hafði notað og unnu þau öll á eðlilegan hátt. Verkefni geimfaranna er að rannsaka hvort nokkuð af tækja- búnaði geimfarsins hefur gengið úr sér af notkunarleysinu, og einnig að undirbúa nýjar rannsóknir. Geimfararnir sem nú dveljast um borð i Salyut-6 geimstöðinni, Vladimir Lyakov og Valery Ryumin. verði þessum stofum fjölgað að ráði, því ætlunin mun vera að fullgera aðeins 3 slíkar stofur á árinu. Nú er svo komið, að kanna skal í snarhasti, hvort ekki megi leggja skóla niður, þar sem skólahald sé orðið óhagkvæmt og börnum hafi fækkað verulega. Óhagkvæmni hér merkir einvörð- ungu, að kennslan kostar meira i 4— 500 barna skólum en í 1000—1400 barna skólum. Auðvitað kostar kennslan og rekstur skóla meira, þar sem aðbúnaður er góður og bekkjar- deildir ekki yfirfullar, enda kennslan þar betri og nemendur fá samfellda stundaskrá og alla lögboðna kennslu. Þegar stærð skóla er í kringum 500 nemendur, sem mörgum skóla- mönnum finnst heppileg skólastærð, þá finnst valdhöfum nú rétt að leggja einhvern þeirra niður og dreifa nemendum á aðra skóla svo enn megi þétta í bekkjunum. Ætli það verði til þess, að barna- fólk komi til með að flytja í gamla borgarhlutann og glæða hann lífi að nýju, að leggja niður skóla? Hvernig væri að hinkra ögn við og sjá hver framvindan verður? Óvist er að til baka verði snúið, ef skóli er lagður niður og húsnæðinu hugsan- lega breytt til annara nota, því ærinn kostnaður hlýst af viðamiklum breytingum. Reynslan sýnir að best er að flýta sér hægt. Hvert stefnir? Það hefur verið stefna sjálfstæðis- manna í Reykjavík að sjá fyrir full- nægjandi skólahúsnæði, auka sam- felldni í skóladvöl, auka einsetningu, styðja við tilraunakennslu, veita sál fræðilega og félagslega aðstoð byggja upp félags- og tómstunda- starfsemi, koma á skólasöfnum og tryggja sem jafnastan rétt einstakl- inga til náms. Enri er langt i land til að öllum markmiðum sé náð þó gríðarlega margt hafi áunnist og munu flestir geta verið því sammála að skólar Reykjavíkur hafi ekki verið síður búnir til kennslu en best gerist annars staðar á landinu, þótt ætíð geti gott batnað. Sú happa og glappa stefna, sem einkennir vinnubrögð núverandi borgarstjórnarmeirihluta, ekki ein- vörðungu á skólamálum, heldur á öllum sviðum, á án efa eftir að skilja eftir djúp óheillaspor í málefnum Reykjavíkur, sem erfitt verður að má út. Þeir sem iofa gulli og grænum skógum, en svíkja síðan allt og alla, eiga ekkert skilið annað en rækilega áminningu, enda mun sá dagur koma, er núverandi meirihluti áttar sig á því að Reykvikingar hafa lítinn áhuga á sjónhverfingum. Sigurjón Fjeldsted skólastjóri. Þegar Jónas Kristjánsson leggur út af ruglingi Reynis Hugasonar verk- fræðings og sérfræðings Rann- sóknarráðs ríkisins í þróun atvinnu- veganna, þá er ekki von á góðri niðurstöðu. Það sannaðist i rit- stjómargrein í Dagblaðinu mánu- daginn 26. febrúar sl. Þess er ekki að vænta að lesendur blaðsins muni hver kenningin var í umræddri ritstjórnar- grein svo nauðsynlegt er að endur- taka hér tvær málsgreinar, sem öll vitleysan er byggð á. Jónas skrifar „Við skulum hugsa okkur, hvernig ástandið væri, ef við hcfðum verið nærri eins heppnir og Svíar. Bændum hefði fækkað um 40% í stað 14% og þeir væru nú 3000 í stað 4400. Þeir mundu framleiða 10 þúsund tonn af kindakjöti og 80 þúsund tonn af mjólk.” Nokkru síðar í þessari grein var eftirfarandi. „Ef þróunin síð- ustu fimmtán árin hefði verið hin sama hér og í Sviþjóð, væri land- búnaðurinn ekki langstærsta vanda- mál þjóðarinnar. Þá nvtu bændur betra almcnningsálits. Þá væri landið ekki eins ofbeitt. Og þá væru lifs- kjörin hér mun betri.” Það er ekki eingöngu vitnað um fækkun þ.rnda '-S-tþjðð ng hversu blessunarrikt það hefur reynst, held- ur einnig tíunduð fækkun í bænda- stétt í Norcgi og Danmörku. Niður- staða þeirra félaga er, að hefði hliðstæð fækkun átt sér stað hér á landi, þá framleiddu bændur aðeins hæfilegt magn fyrir innanlands- markaðinn. Nú er það vafalaust vonlitið að ætla sér að fræða þá félaga um þróun landbúnaðarins í þessum löndum, ef það sýndi sig að fram- leiðslan hefði lítið minnkað við fækkun bænda. Því samkvæmt kenningunni á sú fækkun, sem er umfram þá fækkun sem átt hefur sér itað í bændastétt á íslandi að leiða til amdráttar i framleiðslunni. Það má orðast á annan veg, að þeir bændur.sem hætt hafa búskap fram að þessu hér á landi og jarðir þeirra lagst í eyði, hafa ekki framleitt nokkurn skapaðan hlut. Skilningur ritstjórans á landbúnaði er álíka og hjá manni, sem ekkert vit hefur á blaðamennsku. Hann gæti haldið því fram að ef fækkað yrði á Dagblaðinu um einn blaðamann, þá mundu tveir dálkar í blaðinu verða auðir. Hér á eftir mun verða birt yfirlit um þróun landbúnaðarins a Norður- löndum þetta árabil, sem þeir félagar miða við. Danmörk Á árunum frá 1960 ti! 1976 hefur jörðum í ábúð fækkað úr 196.000 i 124.000. Aðallega hefur þeim jörðum fækkað sem voru með minna en 20 hadands en býlum hefur fjölgað, sem hafa meira en 60 ha. ræktaðs lands. Árið 1%0 voru 91.486 jarðir með minna en 10 ha. en árið 1976 voru það 36.945. Á sama tíma hefur árs- verkum i landbúnaði fækkað úr 260 þúsund í 125 þús. Dráttarvélum fjölgaði úr 135 þúsundum í 183 þúsund.Dráttarklárum hefur fækkað úr 108 þús í 12 þús. Hcildar- Hagfræði á æðra plani framleiðsla búfjárafurða hefur aukist um 2% á þessu árabili. Mjólkurframleiðslan minnkaði um tæp 300 þúsund tonn. Svína- og ali- fuglakjötsframleiðslan hefur aukizt verulega eða um 104 þús. tonn. Árið 1976 fengu Danir fyrir útfluttar land- búnaðarafurðir 13.566 milljónir d. kr. en til viðbótar fékk danskur land- búnaður greitt úr landbúnaðarsjóði Efnahagsbandalagsins 2.177 milljónir kr., sem aðallega voru út- flutningsbætur. í Danmörku er og hefur verið sú stefna ríkjandi að auka landsneyslunni, svínakjöt 9% yfir og egg 66% umfram neysluna innan- lands. Reynt er að sjálfsögðu að koma umframframleiðslunni í sölu á erlendum mörkuðum. Sovétmenn hafa keypt einna mest, sérstaklega af eggjum og smjöri. Verðið hefur verið langt undir framleiðslukostnaði. Finnar telja það verð sem fæst fyrir smjör, sem þeir flytja út til Sviss um þessar mundir, mjög hagstætt miðað við það sem Rússar greiða, en í Sviss fá þeir um 1/4 af skráðu heildsölu- verði í Finnlandi. Árið 1977 voru fluttar út búfjárafurðir fyrir 553 milljónir f. marka. Sama ár greiddi ríkissjóður til landbúnaðarins 476 millj. marka til verðjöfnunar. Þrátt fyrir mikla erfiðleika vegna um- framframleiðslu og mikilla út- flutningsbóta telja stjórnvöld skyn- samlegra að halda uppi óbreyttri framleiðslu í stað þess að auka enn á atvinnuleysið, með þvi að fækka bændum. Einnig er sú stefna í Finnlandi að viðhalda byggð og styrkja þá fram- leiðendur sérstaklega þar sem búskaparskilyrði eru verst. leiðslunni sérstaka uppbót á hvern mjólkurlítra. Svíþjóð Frá árinu 1%3 og fram til ársins 1977 fækkaði starfsmönnum í land- búnaði um 43%. Stórbýlum hefur fjölgað í Svíþjóð en mikil fækkun hefur orðið á smábýlunum og þá sérstaklega í afskekktari sveitum. Á þessu árabili minnkaði mjólkin um 6%, en heildarframleiðsla búfjár- afurða hefur aftur á móti aukist um 19%. Árið 1977 fluttu Svíar út 9750 tonn af smjöri, 1950 tonn af ostum og 5800 tonn af undanrennudufti. Þessar vörur voru seldar úr landi fyrir verð, sem var langt undir fram- leiðslukostnaði. Svíar fluttu út tæp 40 þúsund tonn af kjöti en fluttu inn rétt um 23 þúsund tonn. AgnarGuðnason Noregur Ársverk í landbúnaði og skóg- rækt voru 283 þúsund árið 1960, en árið 1976 voru þau 150 þúsund. „..hefur framleiðsla landbúnaðarafurfla aukizt á öllum Norðurlöndum þrátt fyrir mikla fækkun í bændastétt og þá ekki síður fækkun starfsfólks í sveitum.” framleiðsluna, þrátt fyrir sölutregðu og lágt verðá búfjárafurðum. Finnland Árið 1%9 voru 297 þúsund jarðir í ábúð, en 7 árum síðar hafði þeim fækkað um 55 þúsund. Mest hefur smábýlum fækkað, sem voru með minna en 5 ha. lands. Nokkur aukning i fjölda jarða með meira en 15 ha. ræktaðs lands varð á sama tímabili. Mjólkurkúm fækkaði úr 889 þúsundum í 752 þúsund (árið 1977) en mjólkin minnkaði ekki nema um 2%. Heildarkjötframleiðslan hefur aukist úr 223 þús. tonnum árið 1970 í 262 þúsund tonn árið 1977. Mjólkurframíeiðslan var 28% umfram þarfir innanlandsmark- aðarins, brauðkorn var 25% umfram, nautakjöt 1% undir innan- Á árabilinu 1969 til 1977 fækkaði jörðum i ábúð um 27%. Jörðum sem voru stærri en 10 ha. fjölgaði á jressum árum, en mest varð fækkun jarða, þar semræktaðland var minna en 2 ha. Árið 1959 var-reiknað með 22.7 ársverkum á hverja 100 ha. ræktaðs lands, en árið 1976 voru árs- verkin metin 12.7 á 100 ha. Ef miðað er við árið 1963 og aftur árið 1977 hefur mjólkin aukist um 16%, heildarframleiðsla allra búfjárafurða hefur aukist um 25%, en starfsmönn- um í landbúnaði hefur fækkaðum 46%. Norðmenn flytja inn smá- vegis af kjöti, þar á meðal dilkakjöt frá íslandi. Þeir flytja út osta og smjör. Á sl. ári fluttu þeir út smjör til Rússlands fyrir verð, sem var um 1/5 af innlenda verðinu. Mjólkurframleiðslan hefur verið iitið eitt meiri en þörf er fyrir innanlands og þess vegna fá mjólkurframleið- endur sem draga úr mjólkurfram- Fjöldi bænda og framleiöslan Eins og kemur fram í þessu yfirliti hér að framan hefur framleiðsla landbúnaðarafurða aukist á öllum Norðurlöndunum þrátt fyrir mikla fækkun í bændastétt og þá ekki siður fækkun starfsfólks í sveitunum. Aukningin í framk iðslunni byggist á aukinni tækni, afurðameira búfé og stærri bújörðum. Það er mun auðveldara að auka framleiðsluna heldur. n aðþurfa að draga úr henni. Íslenskii hændur cru á engan hátt frábrugðnir stéttarbræðrum sínum á hinum Norðurlöndunum, fram- leiðsluaukningin hefur verið hliðstæð og fækkun í bændastétt áþekk. Á árunum frá 1960 til 1977 hefur heildarframleiðsla i íslenskum land- ’búnaði aukist um 60%, en fram- leiðsla á hvern starfsmann i land- búnaði aukist um 120%. Á síðast liðnum 38 árum hefur heildarfram- leiðsla í landbúnaði meira en þrefald- ast en á sama tima hefur hún nær sjöfaldast á hvern starfsmann. Nú veit ég ekki af hvaða hvötum þeir Reynir og Jónas reyna að gera minna úr islenzkum bændum en bændum í öðrum löndum, sennilega eru þeirra skrif eingöngu byggð á vanþekkingu, en ekki óvild i garð bænda. Vandamál landbúnaðarins verða auðvitað ekki leyst á siðum Dag- blaðsins, það er Alþingis að taka ákvörðun í samræmi við vilja samtaka bænda, þegar lagt er til að fara leiðir, sem eru til hagsbóta fyrir alla þjóðina. Agnar Guðnason blaðafulltrúi bændasamtakanna.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.