Dagblaðið - 13.03.1979, Blaðsíða 8

Dagblaðið - 13.03.1979, Blaðsíða 8
8 DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 13. MARZ 1979. Þarf að ganga f skrokk á selnum? — „Etur 100 þúsund tonn af fiski í ár” — segir Gunnlaugur Finnsson(F) Etur selurinn svo mikinn þorsk, að ákveðinna aðgerða sé þörf? „Að áliti fiskifræðinga er gróft áætlað, að sela- stofninn neyti um 100 þúsund tonna af sjávarfangi á ári, þar af um 30 þúsund tonn þorskafla,” segir Gunnlaugur Finnsson (F), sem nú sigur á þingi í fjarveru Steingríms Hermannssonar. „Þar við bætist, að hér er yfirleitt um ungfisk að ræða og því í reynd mun meira magn, þó ekki nema hluti hans næði fullum þroska,” segir Gunn- laugur. Gunnlaugur Finnsson lagði í gær fram þingsályktunartillögu um könnun á stærð íslenzka selastofnsins og áhrifum hans á fiskveiðar og vinnslu sjávarafla. Sem kunnugt er hefur sel- veiði farið minnkandi hér við land í kjölfar verðhruns á selskinnamarkaði. Þetta á einkum við um veiði útsels- kópa, sem hefur lagzt niður að kalla. Auk veiða á fiski má nefna, að útselur er mun meiri sýkingarvaldur nytjafiska en landselur, segir þingmaðurinn. í öll- um tilvikum hafa fundizt kynþroska Gunnlaugur Finnsson. Hvað mundi Brigitte Bardot segja? þorskormar í maga útsela og í meira mæli en landsel, þar sem ormar fund- ust í 75% tilvika, segir hann. „Þurfi að takmarka selastofna með veiði, þyrfti að skipuleggja hana og ef til vill leita til þeirra, sem mesta reynslu hafa í slíkum aðgerðum, það er Norð- manna. Þá þyrfti að athuga, hvort og hvernig hægt er að nýta kjöt og spik af selnum, til dæmis til minkafóðurs. Hugsanlega yrði arðbært að verka skinnin og framleiða innanlands ýmsar vörur, svo sem minjagripi,” segir Gunnlaugur Finnsson. -HH. Ólöf var Nedda f flýtinum á sunnudag varð undirrituðum á að rugla með nöfn þeirra ágætu söngkvenna sem skiptast á um hlutverk Neddu í Pagliacci, líkast til vegna til- færslu á frumsýningardegi. Á frumsýningunni á sunnudag var það að sjálfsögðu Ólöf K. Harð- ardóttir sem stóð sig með svo miklum ágætum i hlutverkinu, en Elín Sigurvinsdóttir tekur við á næstu sýningu. Biður undirrit- aður söngkonurnar forláts og heitir því að láta þetta ekki koma fyrir aftur . . . Hér fylgir svo mynd af Ólöfu. A.I. Fermingar- úr blaðber- ans hvarf í Vals- heimilinu Það fór illa fyrir einum blað- bera DB sl. föstudagskvöld. Hann var þáá körfuboltaæfingu í Valsheimilinu um sexleytið og vildi koma nýja fermingarúrinu sínu og veski í geymslu hjá hús- verðinum. Húsvörðurinn var hins vegar ekki viðlátinn þá stundina, svo pilturinn stakk úrinu og veskinu inn í klefa hans. Þegar hann kom svo aftur að æfingu lokinni, var úrið horfið. Grunur leikur á, að pörupiltar, sem taldir eru hafa verið í húsinu á þessum tíma, hafi tekiðúriðmeðsér. Um er að ræða tölvuúr af gerð- inni Century, gulllitað með gylltri festi. Þeir sem hafa úrið undir höndum, eru vinsamlegast beðnir að skila því aftur á sama stað. -ÓV. „Vélaherdeildarmenn” í Bláfjöllum segja: „Skíöaiðkendur fara allt of stressaðir í fjöllin” — 30 útaf keyrslur um fyrri helgi og óhöpp eru tíð vegna óskiljanlegs hraðakapphlaups fólks ,,Ef fólk sem fer á skíði í Bláfjöllin væri ekki svo „stressað” sem raun er á, gengi ferðin þangað og þaðan miklu betur,” sögðu snjóruðningstækja- mennirnir Ólafur Hauksson og ísak Möller sem við hittum á Bláfjallavegi á mánudag. „Þegar um 30 bílar fara útaf um eina og sömu helgina er eitthvað meira en lítið að í sambandi við aksturinn og aksturshæfileikana. Það er eins og allir vilji ryðjast áfram, hver sem betur getur og svo lýkur alltof mörgum öku- sprettum með útafakstri eða óhöpp- um,” sagði Ólafur sem þarna er vanur maður, hefur rutt veginn í 3 ár. „Ef fólk vildi sýna okkur svolitla biðlund gengi allt betur. Til þess að ryðja veginn með oddplógnum þurfum við að fara veginn á nokkurri ferð ef koma á snjónum út fyrir veginn sinn hvorum megin. Við getum illa mætt bílum á þessari ferð, en svo mikið liggur sumu fólki á, að það gefur okkur ekki tíma til verskins, en treðst móti okkur, ætlast til að við stoppum og bíðum. Skynsamlegra væri að leyfa okkur að opna veginn vel og þá gengi umferðin greiðlega.” Ólafur nefndi okkur sem dæmi að hann hefði verið tvo tíma að komast um kílómetra leið um fyrri helgi, vegna þess að umferðin uppeftir tróðst svo áfram, að ruðningsbíllinn fékk ekki frið til starfa. Ólafur skoraði á skíðaiðkendur að haga ferðum sínum eftir upplýsingum I Btllinn með oddplóginn er eins og hraðbátur i sjó er hann þeytir snjónum af veginum á báða bóga. Hann ekur með 40— 50 km hraða — EF HANN FÆR FRIÐ og er þá ekki lengi að ryðja allan veginn. Litla innsetta myndin er af Ólafi Haukssyni (t.v.) og ísak Möller. DB-myndir Bjarnleifur. Jarðýtan er ekki lengi að ryðja hlössunum af Bláfjallaveginum. Hón tekur nokkur tonnin i senn. símsvara og hlýða skilti niður við Suðurlandsveg um hvort opið væri eða lokaö I Bláfjöll. Upplýsingum á þessum tveimur stöðum mætti trúa og væri opið en ekki greiðfært væri betra að bíða svolítið og lofa tækjunum að ryðja veginn. Margir myndu þá sleppa við óhöpp og færri beyglur á bretti og hurðir. „Byrjið skíðaferðina ekki með kappakstri upp Bláfjallaveg og ljúkið henni ekki með blindakstri þar sem ekki sést til vegar,” sagði Ólafur. „Vélahersveitin” I Bláfjöllum er vel búin tækjum og það er betra að hún fái að fara fyrst um veginn en þurfi ekki að grafa upp bíla fasta í sköflum á vegi eða utan vegar. -ASt. Þessu skilti við Suðurlandsveg — og simsvara Bláfjalla eru skiðaiðkendur beðnir að hlýða.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.