Dagblaðið - 07.01.1980, Blaðsíða 16

Dagblaðið - 07.01.1980, Blaðsíða 16
16 DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 7. JANÚAR 1980. Iþróttir Iþróttir Iþróttir Iþróttir Tvö heimsmet í 60 m hlaupum Bandarísku hlaupararnir Houston McTear og Evelyn Ashford settu ný heimsmet innanhúss í 60 metra hiaupum í gær á móti á Lönguströnd í Kaliforníu. McTear tvíbætti heims- metið í karlafiokki. Hljóp fyrst á 6,53 sek. í undanrásum og i úrslitum bætti hann heimsmetiö i 6,38 sek. í kvenna- flokki hljóp Ashford á 7,04 sek. Eldra metið átti Marlies Gohr, Ausfur- Þýzkalandi, 7,10 sek. McTear átti sjálfúr eldra heimsmetið í karlaflokki — 6,54 sek. sett 1978. Fleiri góð afrck voru unnin á mótinu. Franklin Jacobs stökk 2,27 metra í hástökki en fyrrum heimsmet- hafinn Dwight Stones stökk 2,24 metra. Það var fyrsta keppni hans eftir að hann hlaut áhugamannaréttindi sin á ný. Heimsmethafinn i 400 m hlaupi, John Smith, keppti i fyrsta sinn sem áhugamaður eftir 30 mánuði. Hann sigraði i sinni grein á 47,2 sek. í 3000 m hlaupi setti Steve Smith nýtt ameriskt met. Hljop á 7:43,2 mín. Anna-María komin í ef sta sætið Anna-Maria Moser Pröll byrjaði ólympíuárið vel. Sigraði þá í fjóröu brunkeppni heimsbikarsins í alpagrein- um í Pfronten i Vestur-Þýzkalandi í gær. Við það náði hún forustu í stiga- keppni heimsbikarsins. Úrslit í keppn- inni urðu þessi. 1. Anna-Maria Moser, Aust. 2. M.T. Nadig, Sviss, 3. Hanni Wenzel, Lichtenst, 4. Irene Epple, V-Þýzkal. 5. Caroline Attia, Frakkl. 6. Cindy Nelson, USA, 7. Evi Mittermaier, V-Þ. 1:19.84 1:21.21 1:21.58 1:21.92 1:22.41 1:22.49 1:22.91 Staða efstu ■ stigakeppninni er nú þannig. 1. Anna-Maria, Austurriki, 148 2. Maria-Theresa Nadig 145 3. Hanni Wenzel 138 og þessar stúlkur eru í algjörum sér- flokki. Síðan koma Jana Soltysova, Tékkóslóvakíu, með 65 stig, Perrine Pelen Frakklandi, með 63 stig. Cindy Nelson, USA, með 57 stig. Fabienne Serrat, Frakklandi, með 55 stig. Irene Epple, V-Þýzkalandi, með 46 stig. Lokeren tapaði Lokeren tapaði í gær í 1. deildinni belgisku fyrír Belgíumeisturunum Beveren og við það minnkaði forusta liðsins niður í tvö stig. Standard Liege vann stórsigur á Waregem á útivelli. Ekkert var leikið í Hollandi um helgina vegna veðurs og slæmra vallarskilyrða. Úrslit í Belgíu. Anderlecht— CS Brugge 3—0 FC Brugge — Charleroi 7—0 Berchem — Hasselt 1—0 Waregem — Slandard 0—4 Beveren — Lokeren 1—0 FC Liege — Beerschot 2—1 Antwerpen — Winlerslag 1—2 Beringen — Molenbeek 1—1 Leik Waterschei og Lierse var frestað vegna vatnselgs. Staöa efstu liða: Lokeren 28, FC Brugge 26, Molenbeek og Standard 23, Anderlecht 22, Beveren 21 og CS Brugge 20. Real Madríd í efsta sæti Úrslit í 1. deildinni á Spáni i gær urðu þessi. Vallecano — Barcelona 0—0 Valencia — Ameria 1—1 Bilbao — Zaragoza 3—1 Atl. Madrid — Real Mad. 1—1 Sevilla — Salamanca 2—0 Malaga — Sociadad 0—0 Burgos — Hercules 1—1 Espanol — Sporting Gijon 1—0 Real Madríd er efst með 24 stig. Real Sodadad i öðru sæti með 23 stig. Siðan kemur Gijon með 19 stig og Valencia 16. 'Dr. Janus Ccrwinski medal leikmanna eftir landsleikinn á laugardag. Lengst til vinstri er Jens Einarsson markvörður. DB-mynd Bjarnleifur. „Útilokað að Island komist í ak fremstu röð við slíka aðstöðu” — sagði dr. Janusz Cerwinski, aðalforustumaður pólska handknattleiksins „Eg veit að íslenzku landsliðsmenn- irnir sumir hverjir verða að leggja mjög hart að sér við vinnu — vinna allt að tíu klukkustundum á dag og þurfa svo að stunda æfingar á eftir. Það er útilokað að ísland komist í alfremstu röð hand- knattleiksþjóða heims við slikar aðstæður, því leikmenn annarra þjóða vinna lítið sem ekkert með handknatt- leiknum,” sagði dr. Janusz Cerwinski, fyrrum landsliðsþjálfari íslands, en hann er nú aðaistjórnandi i pólskum handknattleik — á blaðamannafundi eftir þiðja landsleik íslands og Póllands i gær. Janusz gjörþekkir íslenzkan handknattleik — og einnig handknatt- leik fremstu þjóða heims á þvi sviði. Á fundinum kom fram að leikmenn pólska iiðsins eru stúdentar, sem þurfa ekki aðstunda vinnu með námi sinu og íþrótt — og þessir íþróttastúdentar eru oft 2—3 árum iengur i námi vegna handknattleiksins. Pólverjum er víða spáð miklum frama á næstu ólympiu- leikum — en þegar forustumenn Pól- verja voru i gær spurðir að því hvar Pólland stæði meðal hinna fremstu, sögðu þeir að það væri erfitt að segja. Það væri gott að aðrir hefðu áiit á þeim en þeir vildu ekki vera með yfirlýsingar um það. En væru miklir möguleikar til að þróa taktískan handknattieik og Klempel, sem lengi hefur verið talinn bezti handknattleiksmaður heims, er nú ekki lengur aðalmaður pólska liðsins, sem allt byggist á. Dr. Janusz var spurður um áiit á þeim miklu breytingum, sem gerðar hafa verið á ísl. landsliðinu. Hann sagði. ,,Éf ykkar takmark er B-keppni heimsmeistarakeppninnar 1981 þá er rétt að farið. Helzti veikleiki isl. liðsins nú er að það hefur ekki langskyttur. Ég vil ekkert um það segja hvort eldri menn ættu að vera í liðinu”. Jóhann Ingi landsliðsþjálfari var ekki alveg á sama máli hvað langskyttum viðkemur. Benti á þá Sigurð Gunnarsson og Sig- urð Sveinsson í því sambandi. Talið barst að Baltic-cup, sem hefst á morgun í V-Þýzkalandi. ísland og Pólland eru meðal þátttakenda. Pól- verjarnir spáðu því að ísland mundi keppa um 5.—6. sætið þar. Þýzku liðin, það vestur- og austur-þýzka, væru of sterk fyrir ísland en Pól- verjarnir spáðu þvi að island myndi sigra Noreg auðveldlega i sínum riðli. Þá voru Póiverjarnir spurðir að þvi hvað ísland þyrfti að gera til að ná góðum árangri i B-riðli heimsmeistara- keppninnar 1981 og svarið kom fljótt. Leika 25—30 landsleiki fyrir þá keppni og sem flesta erlendis. Landsleikir erlendis fyrir ísland væru miklu þýðingarmeiri en hér í Laugardalshöll. -hsím. -Hef ekki tekið ákvöiðun hvort ég held áfram með landsliðiðr — sagði Jóhann Ingi landsliðseinvaldur eftir leikina við Pólland „Það c| enn allt á huldu hvort ég verð landsljðseinvaldur næsta leiktíma- bil. Samningur minn við Handknatt- leikssamband ísiands rennur út í vor og það er ekkert víst hvort hann verður endurnýjaður. Ég hef ekki tekiö ákvörðun hvort f held áfram með landsliðið,” sagði Jóhann Ingi Gunnarsson, landsliðseinvaldur, eftir leik íslands og Póllands i gær. Það yrði áreiöanlega mikið áfall fyrir íslenzkan handknattleik ef hinn geðþekki piltur og mikli ræðusnillingur, Jóhann Ingi, hyrfi úr forustusveit handknattleiksins hér — maöur, sem greinilega hefur mikla hæfileika á því sviði þar sem hann hefur haslað sér völl. Auðvitað spila peningar þarna inn í. ,,Ég er orðinn langþreyttur á þessu peningaleysi og veit ekki hvað verður — og íslenzku landsliðsmennirnir eru það einnig. HSÍ á enga peninga og það er ekki von að piltamir séu ánægðir eins og málum er nú háttað með þátt- töku okkar i Baltic-cup. Hver þeirra 20 þúsund krónur í vinnutap meðan öðrum þátttakendum er borgað upp í topp. Til dæmis fá dönsku leik- mennirnir stórpeninga fyrir að keppa þar fyrir hönd Danmerkur,” sagði Jóhann lngi ennfremur. Þá var hann spurður um landsleikina við Pólland. „Sá síðari var erfiðastur. Leikmann liðanna gjörþekktu þá hverjir aðra og þá kemur í ljós munur- inn á þjálfuninni. Það stóð ekki steinn yfir steini hjá okkur í byrjun siðari hálfleiks en þaðva; ánægjulcg; að ekki var gefizt upp. I lokin hrönnuðust mistök aftur upp og því tapaðist leikur- innmeðþetta miklummun. Ég hef verið misánægður með leikina. Fyrsti leikurinn var beztur og annar leikurinn var e nig góður að mínu mati. Sveiflukenndur en ísleqzka liðið gafst ekki upp. Fimm mínútum fyrir leikslok hafði það jafnað í 19—19 og hafði möguleika á að sigra. Það tókst ekki og við vorum heldur óheppnir í tveimur fyrstu leikjunum. Þar skipti reynslan líka miklu máli — Pólverj- arnir mjög leikreyndir þó ungir að árum séu flestir og nýttu sér það til fullnustu lokakaflann,” sagði Jóhann Ingi. ,,Ég vona að okkur takist vel upp í Baltic-cup og að við getum látið hinar þjóðirnar vita að ísland er enn á landa- kortinu í handknattleiknum. Ég tel að erfiðasti leikur okkar þar verði við Norðmenn. Þar fara allir fram á að við sigrum — og auk þess verður það þriðji leikurinn í keppninni hjá okkur á þremur dögum,” sagði Jóhann Ingi að lokum. íslenzka liðið hélt utan í morgun og meðal þess var Sigurður Sverrisson, blaðamaður DB. Hann mun skrifa um leikina og skýra frá því sem á fjörurnar rekur. Fyrstu greinar hans verða i blaðinu á morgun. Landsliðsmennirnir 16, sem að undanförnu hafa leikið við USA og Pólland, voru allir með í förinni. Nokkrir þeirra eiga þó við litilsháttar meiðsli að striða — verst meiðsli Þorbergs Aðalsteinssonar en hann ætti þó að geta leikið. Jóhann Ingi Gunnarsson landsliðsein- valdur. Hættir hann i vor?

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.