Dagblaðið - 07.01.1980, Blaðsíða 31

Dagblaðið - 07.01.1980, Blaðsíða 31
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR7: JANÓAR 1980,- (i Útvarp 31 Sjónvarp » ÞJÓFUR í PARADÍS - útvarp kl. 21.45: SAGAN UMDÐLDA LOKS A ÖLDUM UÓSVAKANS „Þessi saga er búin að vera hila- og dómstólamál í fjögur ár. Ég hef bara ekki þrek til að tala meira um hana,” sagði Indriði G. Þorsteinsson i samtali við DB. Indriði hefur í kvöld lestur á sögu sinni Þjófur í Paradís. Sagan kom fyrst út árið 1967. Indriði var beðinn að lesa hana í út- varp 1975 og að afloknum fyrsta lestri var sett á hana lögbann. Hæstiréttur felldi svo lögbannið nú fyrir skömmu en sagan hefur ekki komizt í gegnum útvarpsráð fyrr en fyrir rúmri viku. Hún slapp þá naumlega i gegn, með fjórum at- kvæðum gegn þremur. ,,Mér finnst nóg um þessa sögu hafa verið talað,” sagði Indriði ennfremur. — Hvers vegna var sett á hana lögbann? „Ég hef nú aldrei skilið það. Það er eitthvert fólk, sem telur að sagan fjalli um einhvern forföður þess, en það get ég bara ekki skilið.” — Er ekki sagan skáldsaga? ,,JÚ, hún er skáldsaga. Útvarpið bað um þennan lestur 1975 og strax eftir fyrsta lesturinn var sett á hana lögbann. Bókin seldist i fjögur þúsund eintökum þegar hún fyrst kom út svo ég held að hún sé öllum kunn sem á annað borð hafa áhuga á henni. Hún kom aftur út í fyrra og ég held að hún fáist meira að segja enn í búðum.” Aðspurður um hvort hann héldi ekki að sagan ætti eftir að vekja al- hygli i útvarpi sagði Indriði: ,,Það er mér nákvæmlega sama um." Lesturinn hefst kl. 21.45 í kvöld. -ELA. Indriði G. Þorsteinsson: Ég hef ekki þrek til að tala meira um þessa sögu. Júgóslavneskir flugumferðarstjórar voru taldir bera ábyrgð að minnsta kosti að hluta á hinu mikla flugslysi. Hér sjást horfa á skerma með flugumferð. þeir FEIGÐARFLUG - sjónvarp kl. 21,10: □n MESTA FLUGSLYSID í kvöld verður sýnd brezk sjón- flugfélagsins British Airways. í júgó- Myndin mun ugglaust varpa varpskvikmynd undir nafninu slavnesku vélinni, sem var á leið til nánara Ijósi á þetta mikla slys. Bretar Feigðarflug. Er þar um að ræða Tyrklands, var mikið af Tyrkjum en eiga ennþá um sárt að binda vegna, mynd sem byggð er á einu mann- mest Englendingar í brezku vélinni. slyssins og verður farið mjúkum skæðasta flugslysi allra tima, er tvær i kjölfar slyssins fylgdu uppsagnir höndum um efnið. Leikstjóri er stórar þotur rákust saman og hröp- flugumferðarstjóra i Júgóslavíu þar Lesley Woodhead en aðalhlutverk uðu yfir Zagreb í Júgóslaviu. eð sannað þótti að mistök þeirra eru í höndum Anthony Sher, David Slysið, sem í fórust 176 manns, er hefðu valdið slysinu. Þoturnar tvær de Keyser, Nick Brimble og David eitt mannskæðasta slys sem orðið flugu í sömu hæð, sem þó á að vera Beames. Þýðandi er Kristmann Eiðs- hefur i lofti. Önnur flugvélanna var útilokað ef flugumferð er stjórnað son. júgóslavnesk en hin í eigu brezka rétt. -DS. HVAD ER VITSMUNAÞROSKI? — útvarp M. 22.35: Hefur umhverfið áhrif á greindina? „Erindinu um vitsmunaþroska skipti ég í þrennt. Fyrst ræði ég um hvaða skilning megi leggja í hugtakið. Sumir miða við námsárangur, aðrir nota hugtakið greind en ég mun aðal- lega styðjast við kenningu svissneska fræðimannsins Piaget um vitsmuna- þroska,” sagði GúðnýGuðbjörnsdóttir sálfræðingur um erindi sitt Hvað er vitsmunaþroski? Erindið verður flutt í útvarpi i kvöld kl. 22.35. „Hjá Piaget er greind eða vitsmunir og hugsun nánast samheiti og kjarninn i kenningu hans gengur úl á að lýsa og skýra hvernig hugsanahæfileiki barnsins breytist frá fæðingu til fullorðinsára. Annar hluti erindisins fjallar ui>. þennan feril vitsmunaþroskans sem skiptist í fjögur meginskeið. Að síðustu ræði ég um örvun vits- munaþroskans. Piaget leggur mikla áherzlu á, að vitsmunir þroskist vegna stöðugs samspils á milli lifverunnar og umhverfisins. Þar reynir mikið á virkni og athafnir einstaklingsins sjálfs,” sagði Guðnýennfremur. - „Við samningu erindisins hef ég haft hinn almenna uppalanda i huga, þ.e. foreldra og alla þá sem hafa með börn að gera,” sagði Guðnýað lokum. -ELA. Guðný Guðbjörnsdóttir lektor flytur erindi I kvöld i útvarpi um vitsmunaþroska.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.