Dagblaðið - 07.01.1980, Blaðsíða 17

Dagblaðið - 07.01.1980, Blaðsíða 17
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 7. JANÚAR 1980. Þriðji landsleikurinn við Pólland: íþróffir Sóknamýtingin ákaflega slæm hjá íslenzka liðinu og Pólland sigraði með fímm marka mun í Laugardalshöll í gær, 20-15 „Þaö er staðreynd, sem ekki verður litið framhjá, að Pólverjar eru einfald- lega sterkarí en við,” sagði Jóhann Ingi landsliðsþjálfarí eftir að Pólland sigraði ísland með 20—15 í þriðja iandsleik þjóðanna í handknattleik í Laugardalshöll i gær, sunnudag. Þetta var lakasti leikur þjóðanna i landsleikj- unum þremur — og nú brást sóknar- leikur íslenzka liðsins illa. Sóknarnýt- ing aðeins um 33% og það er allt of litið gegn jafnsterkrí handknattleiks- þjóð og Pólverjar eru. Hins vegar var vörnin ekki eins slök og það var til þess að Pólverjar skoruðu færri mörk en í fyrri leikjunum. ekki vafi á þvi að betra liðið sigraði. Það er óþarfi að fara mörgum orðum um frammistöðu einstakra leikmanna ísl. liðsins — og vísast í því tilfelli til töfiunnar um leikinn. Ólafur fyrirliði var bezti maður íslenzka liðsins þótt hann fengi ekki minútu hvíld allan leik- inn. Þá komst Þorbjörn vel frá leikn- um. Ákaflega sterkur varnarmaður og kom á óvart með tveimur mörkum. Sóknarleikurinn verður þó oft vand- ræðalegur, þegar Þorbjörn á að leika þar meiriháttar hlutverk. Kristján stóð i marki í f.h. Varði fjögur skot. Brynjar í þeim síðari og varði sex. íslenzka liðið var þannig skipa: Kristján Sigmundsson, Brynjar Jens- son, Ólafur Jónsson, Þorbjörn Jens- son, Steindór Gunnarsson, Friðrik Þorbjörnsson, Þorbergur Aðalsteins- son, Bjarni Guðmundsson, Viggó Sigurðsson, Sigurður Sveinsson, Sig- ,urður Gunnarsson og Guðmundur Magnússon. Viggó var markhæstur með 5 mörk og Kuleozka hjá PóIIandi, einnig með fimm mörk. Klempel skoraði aðeins þrjú — tvö úr vitum. Leikurinn var harður, oft grófur, og komust Gunnlaugur Hjálmarsson og Óli Olsen þolanlega frá dómgæzlunni. Það hlýtur að vera erfitt fyrir íslenzka dómara að dæma slíkan landsleik i Laugardalshöll. Fyrsta markið í síðari hálfleik skoraði pólski markvörðurinn — kastaði knettinum yfir allan völlinn og yfir Brynjar, sem hætt hafði sér of .framarlega. Hann reyndi slíkt siðar í leiknum svo það jafnaði sig upp,- hsím. Annar landsleikurínn við Pólland: Það er líka staðreynd að það hefur verið lagt of mikið á hið unga íslenzka landslið siðustu vikuna. Þrír Iandsleikir við Pólverja, tveir við Bandaríkja- menn auk tveggja leikja við sterk íslenzk úrvalslið og ungu piltarnir hafa enn ekki þrek til að standa í slíkri eld- raun. Auk þess hvilir þunginn nær ein- göngu á sömu leikmönnunum — of margir leikmenn liðsins komu litið við sögu í leikjunum. Eru enn varla lands- liðsmenn. Þó „bylting” Jóhanns Inga hafi að mörg leyti verið jákvæð hefði verið raunhæfara að hafa 2—3 „gamta jaxla” með. En úr þvi sem komið er verður ekki til baka snúið með Baltic- cup að minnsta kosti. Landsliðið hélt utan í morgun til þátttöku í þeirri keppni. Einnig settu meiðsli Iykilmanna nokkurn svip á landsleikinn i gær. Þeir Sigurður Gunnarsson og Þorbergur Aðalsteinsson, sem voru aðalmenn liðsins í tveimur fyrstu leikjunum, nutu sin ekki i gær. Meiðsli í baki tóku sig upp hjá Þorbergi og gat hann lítið leikið með — en allt of mikið var lagt á Sigurð, þótt hann væri greinilega ekki heill. Það var fyrst og fremst slakur leikur íslenzka Iiðsins í byrjun hvors hálfleiks, sem réð úrslitum. Pólverjar skoruðu þrjú fyrstu mörk leiksins — og þeir skoruðu fjögur fyrstu mörkin i þeim siðari. Sjö mörk án svars. Slík forgjöf í byrjun hálfleikja, þegar menn ættu að vera óþreyttir, gengur ekki — ekki gegn liði á heimsmælikvarða. íslenzka liðið gerði sig í byrjun sekt um fjórar slæmar villur upphafsminút- ur leiksins — og Pólverjar komust í 3— 0. Það var ekki fyrr en á sjöundu min- útu að islenzka liðið skoraði. — Eins og góðum fyrirliða sæmir reif Ólafur Jónsson sig í gegnum pólsku vörnina og skoraði. Einstaklingsframtak — en það nægði ekki til að hrífa aðra leik- menn til dáða. Póíverjar komust í 5— 1. En þá fór isl. liðið að saxa á for- skotið. Sigurður Sveinsson skoraði með tveimur þrumuskotum — síðan Bjarni eftir fallega sendingu Ólafs. Staðan um miðjan hálfleikinn 6—4 og siðan tókst íslandi að minnka muninn í eitt mark, 7—6 og síðan 8—7. En þá sögðu Pólverjar hingað og ekki lengra. Skoruðu þrjú síðustu mörkin í hálf- leiknum. Það var óþarfi. ísland fékk vítakast en Sigurður Sv. skaut gróflega framhjá. Staðan í hálfleik 11—7. Byrjun s.h. var hroðaleg. Pólverjar skoruðu og skoruðu — og aftur skaut Siggi Sveins framhjá úr vítakasti. Staðan varð 15—7 og það virtist stefna i mikinn yfirburðasigur Póllands. En Þorbjöm Jensson var á öðru máli — skoraði tvö góð mörk — og Ólafur og Viggó fylgdu þessu eftir. Fjögur mörk íslands í röð — en þá var Friðriki Þor- björnssyni vikið af velli. Pólverjar komust í 17—11 og þó varði Brynjar Kvaran víti frá sjálfum Klempel en þessi risi pólska liðsins var litið með í leiknum. Lasinn. Aftur kom góður sprettur hjá Islandi — bilið minnkaði í þrjú mörk 17—14 og sex mínútur eftir. Pólska liðið lék beinlinis illa og mögu- leiki var að jafna þennan mun alveg. En tvö dauðafæri voru misnotuð og fleira misfórst. Lokakaflann skoruðu Pólverjar þrjú mörk gegn einu — tvö þeirra á síðustu mínútunni. Pólskur sigur þvi í höfn, 20—15, og Harkan réð ríkjum — og Pólland sigraði með 24-21 á laugardag Það var gríðarleg harka í öðrum landsleik íslands og Póliands á laugar- dag í Laugardalshöllinni. Gífurleg átök og Póiverjar voru sterkari i þeirri viðureign. Sigruðu með þríggja marka mun, 24—21, eftir að íslenzka liðið hafði veríð heldur slakt í fyrri hálf- leiknum en náð sér hins vegar nokkuð vel á strík i þeim síðari. Hélt þá jöfnu við Pólverja en hafði möguleika til að ná afgerandi forustu eftir að hafa komizt yfir, 15—14, um miðjan hálf- lcikinn. En gæfan var íslenzku strákun- um ekki hliðholl — Pólverjar sigu fram úr undir lokin og unnu verðskuldaðan sigur. Aðalmaðurinn bak við sigur Pól- verja var Jerzy Klempel eins og svo oft áður. Þessi frægasti handknattleiks- maður heims var hreint óstöðvandi. Skoraði níu mörk í leiknum og það merkilega var að hann Iék lasinn. Læknir pólska liðsins hafði þvertekið fyrir að Klemepl léki — en þeir sem ráða hjá pólskum Iétu það ekki á sig fá. Létu Klempel leika og það er um leið talsverð viðurkenning fyrir íslenzkan handknattleik. Pólverjar voru ekki öruggir um sigur nema Klempel væri á fjölum Laugardalshallarinnar. Þó er það skoðun mín að islenzka liðinu hefði átt að geta áskotnazt sigur í leiknum. Stjórnun liðsins var ekki alveg eins og bezt hefði getað verið — allt of mikið um skiptingar í fyrri hálf- leik. Örar skiptingar og margir leik- menn, sem ekki teljast til hinna sterkari í islenzka liðinu, langtimum saman inn á. Greinilegt að Jóhann Ingi vill gefa öllum leikmönnum sinum sem mest tækifæri — gera þá reynslunni ríkari. Kannski er það líka rétt í ekki þýðing- armeiri leik en þessum — vináttuleik — en íslenzka liðið hefur þó nokkrum skyldum að gegna gagnvart áhorfend- um, sem fjölmenntu á alla leikina þrjá. Þeir studdu vel við bakið á strákunum, þegar einhverjir möguleikar voru — og þeir voru mestir í þessum leik. Þá fannst mér einnig misráðið i stöðunni 19—19 og sjö mínútur til leiksloka að láta Bjarna Guðmundsson taka Alfred Kaluzinski úr umferð. Það hafði gengið vel fram að þeim tíma — mikið jafnræði með liðunum. En við þessa ráðstöfun losnaði mjög um Jerzy Klempel. íslenzku leikmönnunum tókst ekki að stöðva hann. Á aðeins tveimur mín. skoraði þessi snjalli leikmaður þrjú mörj< í röð án svars frá íslenzka liðinu. Staðan breyttist i 22—19 og úr- slit voru ráðin. Frábært mark Leikurinn var skemmtilegur í byrjun og fyrsta mark íslenzka liðsins er eitt hið fallegasta, sem nokkru sinni hefur verið skorað af ísl. landsliði. Klempel hafði skorað fyrsta mark leiksins — Stefán Halldórsson síðan látið verja frá sér víti. En íslendingar náðu knettinum aftur — Þorbergur og Viggó tættu í sig pólsku vömina áður en Viggó gaf háa sendingu til Bjarna Guðmundssonar inn í teiginn. Bjarni gaf á Steindór á línuna og knötturinn Iá síðan í mark- inu. Pólverjar vissu bókstaflega ekki sitt rjúkandi ráð — aldrei i leikjunum þremur var vörn þeirra jafn sundurspil- uð. Bjarni Felixson verður bókstaflega að sýna þetta mark i sjónvarpinu. Það var jafnræði með liðunum upp í 3—3 — fyrstu átta mínúturnar. Siðan komust Pólverjar i 5—3 en þegar Klempel var vikið af velli vegna mót- mæla iafnaði isl. liðið í 5—5. Pólland komst yfir 6—5 og Jens stöðvaði hraðaupphlaup þeirra. Bjarni komst frír að pólska markinu en lét verja frá sér. Pólverjar upp og skoruðu. Þeir komust i 8—5 og um tíma var orðinn 5 marka munur, 12—7. Staðan þá orðin vonlitil. En ísland skoraði tvö síðustu mörkin i hálfleiknum. Staðan 12—9 í leikhléinu. í síðari hálfleiknum hélzt þessi þriggja marka munur framan af — en þá fór landsliðseinvaldurinn að keyra á þeim Ólafi Jónssyni og Bjarna í horn- unum, Steindóri á linu, Sigurði Gunn- arssyni, Þorbergi og Viggó fyrir utan og sóknarleikurinn varð mjög sannfær- andi. Ólafur fyrirliði jafnaði i 14—14 á elleftu minútu og minútu síðar kom Bjarni íslandi yfir i 15—14. Það var í eina skiptið i leiknum, sem ísland hafði yfir. Klempel jafnaði — síðan var jafnt 17—17, 18—18 og 19—19. Sjö mínútur til leiksloka, þegar reynt var að taka Alfred Kaluzinski úr umferð. Það mis- tókst gjörsamlega og Klempel naut sín við það aukna frjálsræði, sem það skapaði honum. Skoraði þrívegis, 22— 19. Sigurður Gunnarsson skaut inn marki — en þá var gripið til þess ráðs að taka Klempel einnig úr umferð. Það tókst ekki heldur og Pólverjar unnu öruggan sigur. Steindór Gunnarsson var bezti maður íslands i leiknum — snjall á lín- unni og virkari í vörn en oftast áður. Einhver bezti landsleikur, sem hann hefur leikið. Þá var Ólafur Jónsson að vanda sterkur og ég er ekki á þeirri skoðun, sem margir hafa látið í ljós, að fyrirliðastaðan sé honum einhver fjötur um fót. Síður en svo og það sannaðist kannski enn betur i síðasta leiknum við Pólverja. Fimm leikmenn skoruðu nær öll mörk íslands — Steindór, Sig. Gunnarsson, Þorbergur og Viggó eða fjögur hver. Viggó gerði marga skin andi fallega hluti í leiknum — átti frá- bærar linusendingar — en honum urðu líka á mistök í slakara lagi. Þá skoraði Ólafur 3 mörk. Klempel skoraði níu mörk Pólverja, þrjú viti. Kosma kom næstur með fimm mörk. Karl Jóhanns- son og Björn Kristjánsson dæmdu mjögerfiðan leik. - hsim, OTI3mr autaf t l&O&tM Hvað vilt þú upp á deltk? er eins og Jerzy Klempel, frægasti leikmaður Pólverja, segi við Atla Hilmarsson (til vinstri) þegar Atli tók Klempel úr umferð á laugardag. iþróttir Annar leikur- inn í tölum í öðrum landsleiknum við Pólland á laugardag var sóknarnýting íslenzka Iiðsins 43%. Ef litið er á árangur einstakra ieikmanna islenzka liðsins var hann þannig — fyrst mörk, síðan mistök, það er misheppnuð skot eða knetti tapað. Þcssar töflur eru ekki unnar af blaðamönnum DB heldur þær tölur, sem Jóhann Ingi landsliðs- þjálfari fékk frá aðstoðarmanni sínum. Steindór Gunnarsson 4/6 Viggó Sigurðsson 4/13 Sigurður Gunnarsson 4/9 Ólafur Jónsson 3/5 Þorb. Aðalsteinsson 4/7 Andrés Kristjánsson 1/2 Bjami Guðmundsson 1/4 Atli Hilmarsson 0/2 Friðrík Þorbjörnsson 0/0 Stefán Halldórsson 0/1 Jens Einarsson var í marki fyrstu 20 minúturnar. Varði fjögur skot þar af tvö með úthlaupum. Síðan lék Kristján Sigmundsson í markinu. Varði 9 skot. Þriðji leikur- inn í tölum Það var mikið um mistök í þriðja landsleiknum við Pólland i gær. Sókn- arnýting aðeins 33% og segir það sína sögu. Ef litið er á árangur einstakra leikmanna kemur þetta út — fyrsl mörk þeirra, síðan mistök. Það er mis- heppnuð skot — bolta glatað. Ólafur Jónsson 3/6 Þorbjörn Jensson 2/4 Steindór Gunnarsson 1/4 Friðrik Þorbjörnsson 0/0 Þorb. Aðalsteinsson 0/2 Bjarni Guðmundsson 1/4 Viggó Sigurðsson 5/13 Sig. Sveinsson 3/6 Sig. Gunnarsson 0/8 Guðm. Magnússon 0/1 ísland fékk fimm vítaköst — Viggó skoraði úr tveimur en i eitt sinn var varíð hjá honum. Pólland fékk þrjú vitaköst, tvö nýtt. Fimm Pólverjum var vikið af velli i tvær mín. hverjum — einum íslending, Friðríki. Krístján Sigmundsson varði fjögur skot í fyrrí hálfleik — Brynjar Jensson sex í þeim síðari. Ellefu sinnum í leiknum glataði islenzka liðið knettinum — oft á klaufalegan hátt. -hsím. K Heimsmet í fjórsundi Tracy Caulkin, Bandarikjunum, bætti eigið heimsmet í 200 metra fjór- sundi á móti i Austin í Texas í gær. Caulkin, sem aðeins er 16 ára, synti vegalengdina á 2:13,69 min. og stór- bætti met sitt. Það var 2:14.07, sett i heimsmeistarakeppninni í Vestur- Beriin 1978. Þá náði hún frábærum árangri i 100 metra flugsundi, synti vegalengdina á 59.98 sek. Það er mörgum sekúndum betra en íslenzka karlametið á vegalengdinni. Margir keppendur frá Austur-Þýzka- landi kepptu á mótinu en það er af sem áður var. Barbara Krause varð eini sigurvegari A-Þýzkalands á mótinu. Sigraði i 100 m skriðsundi á 55.93 sek. Keppni var þar mjög hörð. Caren Metschuck, A-Þýzkalandi, varð önnur á 56.06 sek. Jill Sterkel, USA, þriðja á 56.61 sek. og Chynthia Woodhead, USA, fjórða á 56.61 sek. í fimmta sæti kom Agneta Ericsson, Svíþjóð, á 57,30 sek. í 200 metra bringusundi voru fjórar sovézkar stúlkur í fyrstu sætunum. Lina Kachushite sigraði á 2:30.55 mín. — langfyrst — en Sveta Varganova varð önnur á 2:33.60 mín. í 400 m skríðsundi sigraði Kim Linehan, USA, og náði frábærum árangrí 4:07.84 mín. Woodhead varð önnur á 4:11.85 min. Carmela Schmidt, Austur-Þýzkalandi, þríðjaá 4:13.16 mín.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.