Dagblaðið - 23.01.1980, Blaðsíða 12

Dagblaðið - 23.01.1980, Blaðsíða 12
12 DAGBLAÐIÐ. MIÐVl KUDAGUR 23. JANÚAR 1980. Hannerékki svofeitur eftiraUt. Vissir þú að 45+ osturinn er aðeins 26% feitur? Gömlu merkingar ostanna sýndu fitu- hlutfall í þurrefnum þeirra. Nú eru merkingarnar í samræmi við merkingar annarrar matvöru í neyt- endaumbúðum. merking áöur 20+ 30+ 48+ mi n% 17% 36% Iþróttir iþróttir Iþrótf Starfsemi KSÍ stc heildarvettan 122 — Ræða Blerts B. Schram, formanns KSÍ, við setningu 34 Forseli ÍSÍ, góðir gcslir og fulltrúar. Ég býð ykkur alla velkomna til þessa síð- búna ársþings KSÍ fyrir árið 1979. Sam- kvæmt lögum KSÍ skal þingið haldið eigi siðar en í desember ár hvert en vegna al- þingiskosninga í desember tók fram- kvæmdastjórn sér það bessaleyfi að fresta þinginu þar til nú. Vonast ég til þess að þingfulltrúar hafi á því skilning og hreyfi ekki athugasemdum. Nú fyrr í vikunni var ég staddur í Róm á fundi framkvæmdanefndar Evrópukeppni landsliða þar sem fram fór dráttur í riðla úrslitakeppninnar. Um 350 fréttamenn voruviðstudiht ! aathöfn og til fróðleiks vil ég nefna að buið er að ganga frá samning- um við Eurovision, Evrópusjónvarpið, um útsendingar frá úrslitakeppninni sem fram fer i júni næstkomandi. í þeim er gert ráð fyrir að sjónvarpsstöðvarnar greiði 3,2 milljónir svissneskra franka eða um 900 milljónir íslenzkra króna. 950 blaðamenn hafa nú þegar óskað eftir fréttamannapöss- um vegna keppninnar og reiknað er með aðsókn að leikjunum frá 50—90 þúsund nianns á hvern leik. Þetta nefni ég til að minna á hve knatt- spyrnan og keppni af þessu tagi vekur mikla athygli, hve miklir fjármunir eru í húfi og hversu ótrúlegum vinsældum knattspyrnuíþróttin hefur náð. Við, sem störfum að knattspyrnumálum hér á íslandi, getum þvi miður ekki státað af miklum fjármálaumsvifum en vinsældir knattspyrnunnar hér á landi eru í sömu hlutföllum og annars staðar. Við erum þátttakendur i þeim samtökum, þeirri keppni og þvi starfi sem gerir mögulegt að íslenzkir æskumenn leiki knattspyrnu, bæði innbyrðis sem og við erlenda keppi- nauta. Það hefur verið sagt að árið 1979 hafi ekki verið markvert ár i sögu knattspyrn- unnar. Um það má deila en við getum látið okkur það vel líka ef það starf sem KSÍ og aðildarsambönd þess hafa lagl af mörkum telst ekki til stórviðburða, þrátt fyrir þau umsvif og þann árangur sem fyrir liggur. Reikningar KSÍ bera það með sér að starf- semin hefur stórlega vaxið og i heild er velta KSÍ krónur 122 milljónir. Aðsókn jókst að 1. deildarleikjum um 35% eða úr 61 þúsund manns í 84 þúsund. Íslendingar Jéku gegn fjórum af sterkustu knattspyrnu- þjóðum heims; ekki ráðizt á garðinn þar sem hann er lægstur, og enda þótt við höfum ekki riðið feitum hesti frá þeim viðureignum var frammistaðan til sóma fyrir land okkar og þjóð. Valsmenn og Akurnesingar geta borið höfuðið hátt eftir viðureign við tvö af frægustu knattspyrnufélögum heims, Hamburg og Barcelona, og Keflavik komst í aðra umferð Evrópukeppninnar. íslenzka drengjaliðið náði jöfnu gegn franska Iands- liðinu á heimavelli hins síðarnefnda. Og þau tiðindi gerðust að Vestmannaeyj- ar unnu meistaratignina og sæmdarheitið „Bezta knattspyrnufélag Íslands”. Um leið og við óskum þeim innilega til hamingju með þann sigur fögnum við því og að getan hjá þeim og fjölmörgum öðrum liðum er slik að þessi úrslit eru möguleg og skemmti- leg staðfesting á aukinni breidd í íslenzkri knattspyrnu. Blómlegt starf Aldrei hefur unglingastarf á vegum KSÍ verið með eins miklum blóma, né heldur fræðslustarf. Til unglingamála einna var varið um 20 milljónum króna. Mikil gróska og lifandi starf einkennir knatt- spyrnudeildir og félög um allt land og það er undantekningarlaust til sóma hvernig er að forystu- og félagsmálum staðið í knatt- spyrnuhreyfingunni. Það er ykkur sjálfum að þakka, ágætu þingfulltrúar, KSÍ dregur dám af þessari staðreynd og ef knatt- spyrnusambandið er stórt og öfiugt sam- band þá er það ykkar árangur og í ykkar þágu. Sambandið og framkvæmdastjórn þess veitir að sjálfsögðu knattspyrnuhreyf- ingunni forystu en er þó fyrst og fremst þjónustuaðili. Félögin og knattspyrnuráðin mega og eiga ekki að hika við að notfæra sér þá þjónustu sem sambandsskrifstofan getur látið í té. í fyrsta skipti á sl. ári réðst maður í fullt starf hjá KSÍ. Framtíðin verður að skera úr um það hvort unnt verður að hafa mann á fullum launum áfram en ljóst er að á slíkum starfskrafti er full nauðsyn vegna þeirra vaxandi umsvifa sem koma til okkar kasta. Ríki og borg græðir Fjármál iþróttahreyfingarinnar eru oft á dagskrá og þau eru okkur hjá KSÍ jafnerfið og öðrum sérsamböndum og íþróttafélög- um. Ef reikningar KSÍ eru skoðaðir kemur í Ijós að af 122 milljón króna veltu nema styrkir frá hinu opinbera 3,6 milljónum króna og á sama tíma og iþróttahreyfingin berst í bökkum fjárhagslega greiðir KSÍ á síðasta ári vegna fjögurra landsleikja 13 milljónir króna í vallarleigu. Með öðrum orðum: Riki og Reykjavíkurborg hafa 10 milljón króna hagnað af starfsemi KSl einu sér, á sama tíma og sífellt verður erfiðara að láta enda ná saman, 17 milljónir ef hlutur ÍBR er meðtalinn, og i þessu dæmi er auðvitað ekki gerð tilraun til að reikna til peninga þá ótrúlega miklu vinnu sem forystumenn leggja fram til heilla fyrir þjóðfélagið. Slíkt verður aldrei metið til fjár. Fjárhagsáætlun næsta árs, sem lögð verður fram á þessu þingi, gerir ráð fyrir rúmlega 80 milljóna nettóveltu og 6 milljón kr. hallarekstri. Sannleikurinn er sá að skilningur hins opinbera, fjárveitingavalds, sveitarfélaga o.fl., er skammarlega litill og stendur fyrir þrifum stórkostlegu æsku- og uppeldisstarfi sem íþróttahreyfingin er al- búin til að inna af höndum. Við förum ekki fram á að hið opinbera standi undir starfi okkar en við ætlumst til skilnings og lágmarksfyrirgreiðslu ef íslendingar vilja á annað borð að íþróttir séu hér stundaðar og æskan fái útrás i heil- brigðu tómstundastarfi. Afrekin og árang- urinn í landsleikjum er mikilvægur en þó ekki allt heldur hið almenna starf, sú að- staða og sú forysta sem hundruð áhuga- samra íþróttaleiðtoga leggja af mörkum fyrir þúsundir íþróttamanna. Á sl. sumri lagði ég leið mína til fimmtán kaupstaða og kauptúna á Norður- og Vesturlandi og kynnti mér aðstöðu og vinnubrögð knattspyrnudeildanna á við- komandi stöðum. Það var lærdómsrik för og sannaði enn betur fyrir mér en áður út- breiðslu knattspyrnunnar og vinsældir hennar, fórnfúst og óeigingjarnt starf. Þar er ekki spurt um fjármuni eða tíma og víst er aðopinber eða rikisrekin íþróttahreyfing getur aldrei leyst það hlutverk af hendi, jafnvel þótt ómælt fé væri til staðar, heldur áhugi, starfsgleði og frumkvæði einstaklinganna og hinna frjálsu félaga sem ávallt verður aflgjafinn. Aðstæður og að- búnaður eru víða takmörkum háð en kraft- urinn og framtakið fiytur fjöll og eru for- senda þess að íþróttir og ekki sízt knatt- spyrna blómstra á íslandi. Spennandi verkefni Á næsta ári blasa spennandi verkefni við. Við hefjum þátttöku í forkeppni heimsmeistarakeppninnar og nú þegar er ákveðið að leika gegn Sovétríkjunum tvo Séð yftr hluta fundarsalarins á Loftleiðahótelinu. Hermann Guðmundsson i stólnum en hann var þingforseti 15. áriðiröð.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.