Dagblaðið - 23.01.1980, Blaðsíða 20

Dagblaðið - 23.01.1980, Blaðsíða 20
20 DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 23. JANÚAR 1980. Veðrið Spóð er norðaustanátt á öllu land- inu ( dag. Kaldi eða stinningskaldi á vestanverðu landinu. Allhvasst eða hvasst vfða á austanverðu landinu. Norðan- og norðaustanlands eru ól en úrkomulftið á Suöur- og Vestur- landi. Gera má ráð fyrír að 1—5 stiga frost verði á landinu f dag. Minnst frost sunnan- og vestanlands en mest á Norður- og Austuriandi. Klukkan sex f morgun var fimm stiga frost á Akureyrí, Stórhöfða f Vest- mannaeyjum og Raufarhöfn. Veður klukkan sex f morgun: Reykjavik norðnorðaustan 5, létt- skýjað og —4 stig, Gufuskálar norð- norðaustan 5, skýjað og —3 stig, Galtarviti norðaustan 2, léttskýjað og —3 stig, Akureyri norðan 2, snjókoma og —5 stig, Raufarhöfn norðan 3, snjókoma og —5 stig, Dalatangi noröan 6, snjókoma og —4 stig, Höfn f Hornafirði norðan 6, lóttskýjað og — 4 stig og Stórhöfði f Vestmannaeyj- um noröan 7, heiðskfrt og —5 stig. Þórshöfn f Fœreyjum norðan 2, slydda og 2 stig, Kaupmannahöfn suðsuðvestan 2, skýjað og 0 stig, Osló noröan 1, snjókoma og — 3 stig, Stokkhólmur austsuðaustan 2, snjó- koma og 0 stig, London sunnan 2, hálfskýjað og 4 stig, Hamborg hœg- viðri, lóttskýjað og 2 stig, Madrid suö- suðvestan 3, hálfskýjað og 9 stig, Parfs suösuðvestan 2, léttskýjað og 3 stig, Lissabon sunnan 3, hálfskýjað og 12 stig og New York vestan 2, Jón Slefán GuAmundsson frá Branda- gili, sem lézl 15. jan. sl., var fæddur 4. júli 1907 á Geithól i Hrútafirði. For- eldrar hans voru Guðmundur Þórðar- son bóndi og kona hans, Margrél Jónsdóttir. Jón missti móður sína er hann var á fyrsta ári og fór þá i fóstur til Jóns Aðalsteins Jónassonar og Kristinar Jónasdóttur í Jónsseli i Bæjarhreppi. — Er Jón Aðalsteinn lézl nokkrum árum siðar fór Jón aftur til föður sins sem þá var kvæntur öðru sinni, Ragnheiði Guðbjörgu Sigurðar- dótlur. Eignaðist Jón tiu hálfsystkini sem öll eru á lífi. Jón kvæntist eftirlifandi konu sinni, Sigrúnu Sigurbjörnsdóttur frá Branda- gili, árið 1939 og eignuðust þau eina dóttur barna. .lón var búsettur i Reykjavik frá árinu 1956 og hóf árið eflir störf hjá Trésmiðjunni Víði þar sem hann starfaði æ siðan. I.ára Mugnúsdótlir, Garðastræti 2, er látin og hefur útför hennar þegar farið fram. Sigrún Guðmundsdóttir, Eskihlið 6B, lézt i Borgarspítalanum 22. jan. sl. Sigurður J. Hulldórsson, Hjarðarhaga 27, er látinn. Jóhunnu Ingihjörg Sigurðardóllir, Reynimel 68, sem léz.t ll. jan. sl. verður jarðsungin frá Bústaðakirkju á morgun fimmtudagkl. 13.30. Lára Þorsteinsdóllir, Karlagötu I6, lézt í I.andspitalanum 10. jan. sl. Úlför hennar hefur farið fram i kyrrþey. Svanhildur Guðmundsson, Reynimel 43, lézt 2I. jan. sl. Útför hennar verður gerð frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 30. janúar kl. 13.30. Aðalfundur verður haldinn í skurðhjúkrunarfélaginu fimmtu- daginn 24. jan. á Landspitalanum (hliðarsal v/matsal) kl. 20.00. Jöklarannsóknarfélag íslands Aðalfundur félagisns verður haldinn í Domus Medica jiriðjudaginn I2. febrúar ] 980 kl. 20.30. Dagskrá: 1. Venjulegaðalfundarstörf. 2. Kaffidrykkja. 3. Sigfús Johnsen eðlisfræðingur talar um rannsóknir á ískjörnum úrGrænlandsjökli. Aðalfundur íþróttafélagsins Leiknis verður haldinn laugardaginn 26. janúar kl. Seljabraut 54, í húsi Kjöts og fisks. Dagskrá: 1. Venjulegaðalfundarstörf. 2. Lagabreytingar. 3. önnur mál. Framsóknarfélag Kjósarsýslu Aðalfundur félagsins verður haldinn i ÁNINGU fimmtudaginn 24. janúar kl. 8.30. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Félagar. Mætið vel ogstundvislega. Aðalfundur Félags framsóknar- kvenna i Reykjavík verður haldinn að Rauðarárstíg I8 (kjallara) fimmtudaginn 24. janúar kl. 20.30. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. önnur mál. Athygli skal vakin á þvi að tillögur um kjör i trúnaðar stöður á vegum félagsins liggja frammi á skrifstofu félagsins. Rauðarárstig I8. Mætið vcl! Fulltrúaráð Sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík Aðalfundur fulltrúaráðsins verður haldinn að Hótel Sögu, Súlnasal, fimmtudaginn 24. janúar og hefst kl. 20.30. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Ræða — Geir Hallgrimsson. formaður Sjálfstæðis flokksins ræðir stjórnmálaviðhorfið og stjórnar myndunarviðræðurnar. Fulltrúaráðsmeðlimir 'eru hvattir til að fjölmcnna og minntir á að framvisa skírteinum við innganginn. Norðurland eystra Framsóknarfélögin við Eyjafjörð halda þorrablót i Hlíðarbæ föstudaginn 25. janúar nk. og hefst það með borðhaldi kl. 19.30. Steingrímur Hermannsson, formaður Framsóknar flokksins, og kona hans, Edda Guðmundsdóttir, verða gestir kvöldsins. Jóhann Danielsson syngur einsöng. Jóhannes Kristjánsson skemmtir. Hljómsveit Stein gríms Stefánssonar leikur fyrir dansi. Miðasala frá kl. I4—18 21.—24. janúar í Hafnarstræti 90. Simi 21180. liiiii Kvenfélag Kópavogs Hátíðarfundurinn verður fimmtudaginn 24. jan. kl. 20.30 i Félagsheimilinu. Fjölbreytt skemmtiatriði. Féalgskonur fjölmennið og takið með ykkur gesti. Stjórnin. Arshátíð ABK Árshátið Alþýðubandalagsins i Kópavogi verður haldin í Þinghóli laugardaginn 2. febrúar nk. Þorra matur. Skemmtiatriði og dans. Nánar auglýst síðar. Árshátíð félags Snæfellinga og Hnappdæla vcrður haldin laugard. 26. þ.m. i Domus Medica og hefst kl. 18.30. Heiðursgestur verður Stefán Jóh. Sigurðsson framkvæmdastj., Ólafsvik. Aðgöngumiðar hjá Þorgilsi miðvikudagog fimmtudag frá kl. 16—19. Árshátíð FÍS Árleg árshátíð Félags islenzkra stórkaupmanna verður haldin laugardaginn 26. janúar nk. i Lækjar hvammi Hótel Sögu og hefst kl. 19. Dagskrá: Lystauki á barnum Borðhald Skemmtiatriði Dans. Sérstaklega er vel vandað til matseðils og skcmmtiat riða. Meðarskemmtikrafta cr Ómar Ragnarsson. Árshátíð Stangaveiði- félags Hafnarfjarðar verður haldin í Gafl-Inn laugardaginn 26. janúar. Nánarauglýst síðar. t Unglingameistaramót í sundi Unglingameistaramót Reykjavikur verður haldið i Sundhöll Reykjavíkur þann 27. janúar nk. Þátttöku tilkynningar skulu hafa borist SRR fyrir 23. jan. Skráningargjald er 400 kr. fyrir hverja grcin. Keppt er í eftirtöldum grcinum: 1. gr. 100 m flugsundstúlkna. 2. gr. 100 m flugsund drengja 3. gr. 100 m bringus. telpna 4. gr. 100 m skriðs. svcina 5. gr. 200 m fjórs. stúlkna 6. gr. 200 m fjórs. drengja 7. gr. 100 m baksund telpna 8. gr. 100 m baksund sveina 9. gr. 100 m skriðs. stúlkna. 10. gr. 100 m bringus. drengja 11. gr. 4 x 100 m fjórs. stúlkna 12. gr. 4 x 100 m fjórs. drengja Reykjavíkurmeistaramót i Sundknattleik Reykjavíkurmeistaramót i sundknattleik á að hefj- ast samkvæmt mótaskrá þann 30. janúar nk. Þau félög sem hafa hug á að taka þátt í þesssu móti eru beðin aöskila þáttlökutilkynningum til SRR fyrir 24. janúar. Þátttökugjald sem er 7.000 kr. fyrir hvert þátt tökulið. skal greiða um leið. Stefánsmót Skíðadeildar KR verður haldið í Skálafelli dagana 26/l og 27/l Spila- og skemmtikvöld Skaftfellingafélagsins Skaftfellingafélagið verður með spila- og skemmti Skaftfellingafélagið verður með spila- og skemmti kvöld föstudaginn 25. janúar kl. 2I í Hreyfilshúsinu viðGrensásveg. Myrkir músíkdagar i kvöld kl. 20.30 í Félagsstofnun stúdenta. Nemendur i Söngskólanum, Þuríður Pálsdóttir og undirleikarar. Flytjendur: Ásrún Daviðsdóttir, Baldur Karlsson, Elisabet F. Eiriksdóttir, Hrönn Hafliðadóttir, Jórunn Viðar, Krystyna Cortes og Valgerður J. Gunnars- dóttir. Sönglög eftir Sveinbjörn Sveinbjörnsson. Markús Kristjánsson, Inga T. Lárusson, Sigvalda Kaldalóns, Emil Thoroddsen, Karl O. Runólfsson, Pál ísólfsson og Jórunni Viðar. Kirkjustarf Óháði söfnuðurinn Eftir messu kl. I4 nk. sunnudag verða kaffivcitingar i Kirkjubæ til styrktar Bjargarsjóði. Guðrún Ásmunds dóttir leikkona les upp. Fjölmennið og takið með ykkur gesti. Danskur fyririesari leiðbeinir um hundaræktun Hundaræktarfélag íslands gengst fyrir fræðslufuni næstkomandi föstudagskvöld um hundaræktun og viðavangsþjálfun veiðihunda. Fyrirlesari á fundinum verður þekktur danskur dýralæknir, Jens Erik Sönderup. Hann er kunnur i heimalandi sinu fyrir ræktun veiðihunda. Jens Erik er einnig formaður danska veiðihunda- ræktunarráðsins. Fundurinn verður haldinn, eins og áður sagði. næstkomandi föstudagskvöld, 25. janúar og hefs.' klukkan 20.30 i stofu I0l i Lögbcrgi, húsnæði Laga- deildar Háskóla íslands. Áhugafólk um hundahald og hundaræktun og eig- endur hunda allra tegunda eru hvattir til að notfæra sér þetta tækifæri. Sigurður H. Richter líffræðingur verður fundarmönnum, sem þess þurfa, til aöstoðar við þýðingu fyrirspurna. Á laugardaginn 26. mun Jens Erik Sönderup skoða retriverhunda í húsnæði Dýraspítala Watsons milli klukkan !4og I8 oggefa ráðleggingar um ræktun. Læða og högni í óskilum Hjá Kattavinafélaginu eru tvær læður. hvitar og svartar, i óskilum. Einnig er gulbrúnn og hvitur högni. Sími Kattavinafélagsinser 14594. Ekki nóg að hafa bara hálsól Kattavinafélag Islands vill benda kattaeigendum á að ekki er nóg að hafa ketti með hálsól með engu sima númeri né hcimilisfangi. Kattaeigendur eru þvi beðnir að merkja ketti sina vel með heimilisfangi og síma númeri á hálsólina. Ályktun framkvæmda- stjórnar INSÍ vegna kröfugerðar ASÍ í komandi samningum Framkvæmdastjórn Iðnnemasambands Islands ályktar i samræmi við kjaraályktun síðasta þings sam bandsins, en þar segir að rangt sé að verkalýðshreyf ingin kaupi félagsleg réttindi með skerðingu á kaupi. að ofreiknuð séu þau félagslegu réttindi i kröfugerð ASÍ, sem komu til framkvæmda á gildistíma siðustu samninga. Af þeim sökum telur stjórnin 5% grunn kaupshækkun engan veginn vega upp þá kaupskerð ingu sem launþegar þurftu að þola á síðasta ári. 15% væru nær lagi sem grunnkaupshækkun einungis til þess að halda i horfinu. Þá itrekar framkvæmdastjórn INSÍ þá kröfu sam- bandsins, að tryggt sé að ákvæði þau sem svokölluð vinstristjórn kom á um tengsl launa við viðskiptakjör verði numin úrgildi. Framkvæmdastjórn INSÍ vill einnig benda á i sam bandi við visitölumál. að samkvæmt útreikningi hag stofn cr framfærslukostnaður fjögurra manna fjöl skyldu rúmlcga 400 þús. kr. á mánuði, og fráleitt sé að sctja vísitöluþak á laun. undir |x*im mörkum á þeirri lorsendu að þar sé um há laun að ræða. Hálaunamörk liggja talsvert hærra. Framkvæmdastjóm INSÍ hvetur verkalýðshreyf- inguna til þess að gaumgæfa leiðir til frekari grunn- kaupshækkunar sem brúi það bil sem orðið hefur milli launa og verðlags. Einnig hvetur stjórnin verkalýðs- félögin til að vanda gerðsérkrafna. Að lokum bendir framkvæmdastjórn INSÍ launa- fólki á, að launabætur eru i réttu hlutfalli við þá bar áttu sem lögðer af mörkum. Fyrstu viðbrögð VSÍ við kröfugerð ASÍ opinbera þau sannindi, að atvinnurek- endur telja sig aldrei geta borgað mannsæmandi laun. Hvert er hlutverk starfsstjórna? — Rœtt ó fundi Lögfrœðingafólagsins. Lögfræðingafélag íslands mun taka efnið Um starfs- stjórnir og valdsvið þeirra til umræðu á fundi sem haldinn verður fimmtudaginn 24. janúar. Að undan förnu hafa nokkrar umræður átt sér stað um það hvert vald starfsstjórnir, svo sem stjóm Alþýðuflokks ins sem nú situr, geti farið með i þjóðmálum. Eru um það nokkuðskiptar skoðanir. Framsögumaður á fundinum er Björn Bjarnason lögfræðingur, en að erindi hans loknu verða frjálsar umræður. Fundurinn verður haldinn i Lögbergi, stofu 101, og hefst kl. 20.30. Ályktun framkvæmda- stjórnar INSÍ um málefni farandverkafólks Framkvæmdastjórn Iðnnemasambands íslands styður að fullu baráttu farandverkafólks fyrir réttind- um sinum. Telur stjórnin kröfur þær er farandverka- fólk hefur sett fram sjálfsagðar mannréttindakröfur og lýsir furðu sinni á þvi að sú aðstaða er þetta fólk hefur þurft að búa við skuli hafa viðgengizt. Stjórnin fagnar þvi að ASÍ skuli hafa að nokkru tekið upp kröfur þessa fólks og skorar á verkalýðs- hreyfinguna að standa fast á þessum kröfum sem og að veita þvi viðtækari réttindi innan verkalýðshreyf ingarinnar. Jafnframt skorar stjórnin á verkalýðsfélög um allt land að gæta hagsmuna þessa fólks til jafns við með limi félaganna á viðkomandi stöðum og tryggja far andverkafólki sömu réttindi. Fjöltefli í Fellahelli Skákfélagið Mjölnir stendur fyrir fjöltefli i Fellahelli laugardaginn 26. janúar kl. 13. Jón L. Árnason, al- þjóðlegur skákmeistari, teflir. Þátttökugjald er krónur I000. Allir skákáhugamenn eru velkomnir. Leikflokkurinn á Hvammstanga sýnir nýtt íslenzkt leikrit Undanfarnar vikur hafa staðið yfir æfingar á leik ritinu Sunnefa og sonur ráðsmannsins hjá Leikflokki Hvammstanga. Höfundur leikritsinser Rögnvaldur Erlingsson. Var það frum flutt á Egilsstöðum síðastliðið vor og er þvi nýtt i safn íslenzkra leikrita. Leikritið fjallar um svokallað „Sunnefumál” sem upp kom austur á fjörðum árið 1739 og .tók allt yfir til ársins 1757. Einnig má segja að leikritið fjalli öðrum þræði um hvernig embættismenn þess tíma gátu ráðskazt með og ráðið örlögum fátæklinga og litilmagna.' í leikritinu eru 14 hlutverk sem ll leikarar fara með. Leikstjóri er Þröstur Guðbjartsson. Frumsýning er fyrirhuguð á Hvammstanga kringum 20. febrúar. Síðan verður farið í leikför um nágrannahéruð. 1. deildin í skák: Akureyringar með forystu Akureyringar eru nú efstir í 1. deildar- keppninni í skák og hafa hlotið 32,5 vinninga að loknum 6 leikjum. Taflfélag Reykjavíkur er í 2. sæti með 31,5 vinn- inga að loknum 5 leikjum. Um helgina sigraði Taflfélag Reykja- vikur Taflfélag Akureyringa með 5—3. Keflavík vann Kópavog með 5—3, Akureyri vann Hafnarfjörð með 7—1 og Mjölnir og Seltjarnarnes gerðu jafn- tefli 4—4. Helgi Ólafsson teflir nú með Akur- eyringum og er hann félaginu mikill styrkur. Hann sigraði Margeir Péturs- son örugglega á I. borði í viðureign efstu félaganna. -GAJ ísland styrkir flóttamenn: Afganir og Ródesíumenn fá tíu milljónir Islenzka ríkisstjórnin hefur ákveðið að styrkja flóttamenn frá Afganistan og Ródesiu. Er þetta gert að beiðni flótta- mannafulltrúa Sameinuðu þjóðanna. Styrkurinn til flóttamanna frá Afganist- an nemur sem svarar 7,2 milljónum íslenzkra króna. Flóttamenn frá Ródesíu fá hins vegar sem svarar 2,8 milljónum króna. -DS. Aðalfundur Félags háskólakennara Nýlega var haldinn aðalfundur Félags háskóla- kennara, en félagsmenn eru allir fastir kennarar við Háskóla Islands, tæplega 300 talsins. Á fundinum var fjallað um ýmis helztu mál, sem eru á dagskrá innan félagsins, svo sem kjaramál og bygg ingu orlofsheimilis. Ný stjórn var kjörin á aðalfundin- um. Hana skipa: Gunnar G. Schram, forseti laga deildar, formaður Jónas Hallgrimsson prófessor. vara formaður, María Jóhannsdóttir deildarritari. gjald- keri, Guðlaugur Tryggvi Karlsson fulltrúi. ritari og Jón Bragi Jónsson dósent, meðstjórnandi. Fulltrúar félagsins í háskólaráði voru kjörnir þeir Arnór Hanni balsson lektor og Þorgeir Pálsson dósent. Gengið GEIMGISSKRÁNING Ferðmanna- NR. 14 — 22. JANÚAR 1980 gjaldeyrir Eining Kl. 12.00 Kaup Sala Sala 1 Bandarfkjadollar 398,40 399,40 439,34 1 Sterlingspund 908,55 910,85* 1001,94* 1 Kanadadollar 343,15 344,05* 378,46 100 Danskar krónur 7361,05 7379,55- 8117,51* 100 Norskar krónur 8097,60 8117,90* 8929,69* 100 Sœnskar krónur 9584,25 9608,35* 10569,19* 100 Finnsk mörk 10779,20 10806,30* 11886,93* 100 Franskir frankar 9817,60 9842,30* 10826,53* 100 Belg. frankar i4lb,75 1419,35* 1561,29* 100 Svissn. frankar 24865,05 24927,45* 27420,20* 100 Gyllini 20847,75 20900,05* 22990,06* 100 V-býzk mörk 23002,35 23060,05* 25366,07* 100 Lfrur 49,39 49,51* 54,46* 100 Austurr. Sch. 3203,90 3211,90* 3533,09* 100 Escudos 797,60 799,60* 879,56* 100 Pesetar 602,90 604,40* 664,84* 190 1 Yen Sérstök dráttarróttindi 165.78 525.79 166,20* 527,11* 182,82* * Breytíng frá sfðustu skráningu. Sfmsvari vegna gengisskráningar 22190

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.