Dagblaðið - 23.01.1980, Blaðsíða 24

Dagblaðið - 23.01.1980, Blaðsíða 24
íslendingum úthýst úr hermannaklúbbum: ISLENMNGAHATUR ■>A BJÓRDRYKKJA? Þann I. febrúar gengur í gildi bann við þvi að islendingar snæði í klúbb- um bandarískra hermanna á Kefla- víkurvelli. Bannið er þó ekki algilt því að verkstjórar eða þeim æðri menn mega áfram borða í klúbbun- um hádegismat. íslendingar sem vinna á vellinum mega eftir mánaða- mótin aðeins borða í matsal hersins. Helgi Ágústsson deildarstjóri i utanrikisráðuneytinu var spurður um ástæðuna til þessa. Hann sagði að málið væri nýtt í sínum augum og gæti hann ekki útskýrt það til fulln- ustu að svo stöddu. Hitt væri sér kunnugt um að ástæðan fyrir þessu banni væri kæra frá Áfengisvarnar- ráði Suðurnesja um að íslendingar keyptu bjór í þessum klúbbum. Þetta. hefði verið kært til lögreglunnar á Keflavíkurvelli sem farið hefði fram á bannið. Heimildir DB á Keflavíkurvelli telja þó ástæðuna aðra. „Eftir að Benedikt lokaði Bandaríkjamennina inni eftir að vera einu sinni búinn að hleypa þeim út, vilja þeir ekkert með íslendinga hafa að gera. Leigubíl- stjórar sem i mörg ár hafa getað keypt sér mat á vellinum geta það nú ekki lengur nema hafa til þess leyft. Hálfgert íslendingahatur virðist sprottið upp,” sagði ónafngreindur starfsmaður á Vellinum sem útilok- aður er með hinum nýju reglum frá þvi að borða í klúbbum hermann- anna. - DS Kreditkort hf.: „Fregnir af gjaldþroti koma mér á óvart” — segir fulHrúi Euro- card fyrírtækisins „Þessar fregnir, að cinn hluthafa i islenzka fyrirtækinu Kreditkortum hf. eigi i gjaldþrotamálum, koma mér mjög á óvart,” sagði Carl Martin, fulltrúi Eurocard fyrirtækis- ins, i viðtali við DB i gær þar sem hann var á skrifstofu sinni i Brussel, Martin var hér á landi l'yrir nokkrum dögum vegna stofnunar hlutafélagsins Kreditkorta, sem hyggst stofna til viðskipta með lána- kortunt hér á landi. Fyrirtækið á auk þess að vera umboðsaðili Eurocard fyrirtækisins, sem er alþjóðafyrir- tæki mcð lánakort viða um lönd. Carl Martin sagði að ráðamenn hjá Eurocard mundu að sjálfsögðu kanna hvort áðúrsögð gjaldþrotamál eins stjórnarmanna tslcnrka fyrir- tækisins hel'ðu einhver áhrif á af- stöðu Eurocard til þess. Hattn tók þó fram i siðara símtali að hann hel'ði l'cngið fregnir af þvi frá íslandi að viðkontandi hluthafi og stjórnar- maður ætti ckki persónulega i gjald- þrotamáli heldur væri þarna um að ræða hlutafélög þar sem hann væri hluthafi. Eurocard fyrirtækið mun hafa ritað I.andsbankanum bréf i nóvem- ber síðastliðnum og farið fram á upp- lýsingar um væntanlega hluthafa i hlutafélaginu Kreditkortum. i gær, tæpum tveim mánuðuni cftir að bréfið var dagsett, hafði ekki bori/t svar frá bankanum. Slíkar upplýsing- ar á milli fjármálastofnana eru mjög algengar og fara eftir vissum reglum sem þó aö sjálfsögðu byggjast á þvi að bréfum sé svarað. -ÓC — Sjá einnig á bls. 5 „Hann er greinilega háifgerður óviti þessi, ” virðast börnin hugsa er þau horfa inn i myndavélina hans Harðar. Og þao er' skiljanlegt að óvitar vœru þeim ofarlega I huga þvi myndin er tekin við sýningu á leikriti Guðrúnar Helgadóttur, Óvitum. Uppselt er á það leikrit dag eftir dag og skólar bœði úti á landi og I Reykjavík senda heilu hópana til að sjá leikritið. Eins og Ólafur Jónsson sagði og frœgt er orðið, „Guðrún getur allt. ” -DS.-DB-mynd Hörður. Mr Jmr «r' ’ c J wrjim—wiLJ1 ? < HR 4 jr * * jbK " & 3% P & ' S L • J LfáRí „Fjölmiðlamir hafa dæmt sakbomingana” — sagði Guðmundur Ingvi Sigurðsson hrlv verjandi Erlu Bolladóttur „Tveir þættir gera Guðmundar- og Geirfinnsmál að næsta sérstæðum málum,. þar sem likin vantar,” sagði Guðmundur Ingvi Sigurðsson hrl., verjandi Erlu Bolladóttur, i ræðu sinni í Hæstarétti í gær. „Ekkert mál sem þannig er vaxið hefur komið hér upp siðastliðin 100 ár eða svo,” sagði Guðmundur. Hann kvað þetta eina ástæðuna til þess, hversu víðtæka umfjöllun þessi mál hefðu fengið í íslenzkum fjöl- miðlum. „Einmitt vegna þess að þetta er svo mikið fjölmiðlamál, er það til muna vanddæmdara,” sagði Guðmundur Ingvi. „Fjölmiðlarnir hafa dæmt sakborningana,” sagði hann. Hann kvað rannsókn málsins hafa verið snúna og af þvi hefði leitl hættu á því fyrir metnaðargjarna rann- sóknarmenn að misstíga sig undir þrýslingi. „Þetta mál er mikil brotagáta — púsluspil. Ákærðu fengust ekki til að raða saman brotunum fyrr en eftir langvarandi gæzluvarðhald og ein- angrun. Auðvitað var þeim raðað undir þrýstingi.” Hann sagði að Erla Bolladóttir, skjólstæðingur sinn, hefði verið átján og hálfs árs þegar Guðmundur Einarsson hvarf og nítján og hálfs árs þegar Geirfinnur Einarsson hvarf. Vék nú Guðmundur Ingvi að lífs- hlaupi Erlu og einstökum þáttum þess. Verður því ekki neitað að það hefur á köflum verið nokkuð storma- samt hjá henni og hennar nánustu. En ef til vill ekki með öllu alveg frá- brugðið þvi sem mörg dæmi má rekja um. Þá vaknar spurningin um hvernig einstaklingurinn er búinn undir bár- urnar sem risa án þess að hann geti nokkru þar um ráðið. Rakti Guðmundur Ingvi skýrslur, sem liggja í gögnum málsins, um sál- gerð Erlu og eiginleika. Taldi hann að af mætti ráða nokkuð ástæðurnar fyrir því sem hún er sökuð um í þessu máli. Guðmundur Ingvi lauk ekki flutn- ingi varnarræðu sinnar í gær og hélt henniáfram kl. lOimorgun. -BS. frjálst, úháð daghlað MIÐVIKUDAGUR 23. JAN. 1980. „Pétur er hæfastur” — segir Davíö Scheving „Það er ekkert leyndarmál, að af þeim frambjóðendum sem hafa kotnið fram styð ég Pétur Thorsteinsson, sendiherra,” sagði Davíð Scheving Thorsteinsson er Dagblaðið spurði hann hvern hann hygðist styðja i kom- andi forsetakosningum. Það er alls ekki vegna þess að ég sé að kasta rýrð á hina frambjóðendurna sem ég þekki mjög vel. Ég tel þá mjög hæfa til aðgegna sínum störfum. Ég tel hins vegar að Pétur Thorsteinsson sé hæfastur í þetta embætti.” -GAJ. Ármann Snævarr í forseta- framboð? „Það er ekkert að frétta af því,” sagði dr. Ármann Snævarr, hæsta- réttardómari, er Dagblaðið spurði hann hvort hann hefði gert upp hug sinn varðandi forsetaframboð. Háværar raddir hafa að undanförnu verið um að dr. Ármann hygði á frant- boð. Aðspurður um . hvort yfirlýsingar væri að vænta frá honum á næstunni sagði hann það ekki vera og benti á að framboðsfrestur rennur ekki út fyrr en um miðjan maí. -CAJ. Wijk an Zee-mótið: Guðmundur enn í neðsta sæti Guðmundi Sigurjónssyni vegnar illa á hinu sterka skákmóti í Wijk aan Zee i Hollandi. Hann tapaði i 6. umferð fyrir Hollendingnum Van der Wiel og er nú i neðsta sæti með 1,5 vinníng. Það er huggun harmi gegn að Timman, einn öflugasti stórmeistari heimsins, deilir neðsta sætinu með Guðmundi. Heimsmeistari unglinga, Seirawan frá Bandaríkjunum, er efstur með 5 vinninga. í 2. sæti er landi hans Alburt með 3,5vinninga og biðskák. Þá koma Kortsnoj, Biyiasis, Ree, Byrne og Kovacevic með 3,5 vinninga. -GAJ. LUKKUDAGAR: 23. JANÚAR 21677 Hljómplötur að eigin vali frá Fálkanum fyrir kr. 10.000.- Vinningshafar hringi í síma 33622.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.