Dagblaðið - 23.01.1980, Blaðsíða 6

Dagblaðið - 23.01.1980, Blaðsíða 6
I 6 . Hundruð þúsunda fbúa f Afganistan hafa flúið til nágrannarfkisins Pakistan. Myndin sýnir flutningabifreiðir hlaðnar fólki á leið þangað. □lefu féllu í San Salvador Að minnsta kosti ellefu féllu og þrjátiu særðust i óeirðum i Mið- Ameríkuríkinu E1 Salvador i gær- kvöldi. Varð þetta þegar hópi vinstri manna á mótmælagöngu lenti saman við öryggislögreglu landsins. Sjónarvottar segja að upphaf óeirðanna hafi verið i höfuðborginni San Salvador við þjóðarhöllina. Þar var hópur námsmanna að skrifa ýmis slagorð á veggi er skotbardagar hóf- ust. Að sögn talsmanna öryggislög- reglunnar hóf einn úr þeirra liópi skothríð þegar hann taldi að einn námsmannanna væri að koma fyrir sprengju. Átta lik fallinna fundust í anddyri höfuðdómkirkju borgarinnar. Þau voru borin þangað af námsmönnun- um. Aðgerðir þeirra voru ætlaðar til að lýsa andstöðu við herstjórnina I landinu. Ástandið i E1 Salvador hefur verið mjög ótryggt um langt skeið. Þykir líklegast að þar verði næsta uppreisn i svipuðum dúr og í nágrannarikinu Niearagua. Washington: Þingið stöðvar hunguraðstoð Deila í fulltrúadeild bandariska þingsins hefur nú um nokkuð skeið komið í veg fyrir að nokkrar fátækustu þjóðir hetnis fái fjárhagslega aðstoð frá Alþjóðabankanum. Nemur þessi upp- hæð að sögn talsmanna bankans 400 milljónum dollara. Ríkin sem ættu að fá þessa peninga cru Pakistan, Kenya, og Bangladesh. Að sögn sérfræðinga i Washington hefur nú verið settur sérstakur kraftur I að tryggja aðstoð við tvö fyrstnefndu löndin vegna ihlutunar Sovétríkjanna í Afganistan. Bandaríkjastjórn mun hafa hug á að koma sér upp herstöðv- unt í báðunt þessum ríkjunt, til að styrkja stöðu sína í Suðvestur-Asíu. DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 23. JANÚAR 1980. GULUÐ HRAPAR í670 DOLLARA Gullverð hrapaði í verði á alþjóð- legum mörkuðum í gærkvöldi. í Hong Kong datt verðið niður um 164 dollara og var 670 dollarar er gull- markaðnum var lokað. Fylgdi hrapið I Hong Kong í kjölfar ört lækkandi gullverðs á mörkuðum í London og New York. Hæst komst verðið í gær I Hong Kong í 834 dollara hver únsa. í New York var verðið á gulli orðið 678.5 dollarar hver únsa er markaðnum var lokað og hafði þá lækkað um 144 dollara frá því að lokað var á mánudag. í London var verðið orðið 690 dollarar er lokað var, en var síð- degis 737.5 dollarar hver únsa. Sérfræðingar voru ekki á eitt sáttir I gær, hve neðarlega gullverðið færi. Einn gullkaupmaðurinn sagði að vegna ótta út af ástandinu i Íran og Afganistan hefði gullverðið rokið óeðlilega hátt upp og hefði það aðeins verið byggt á lofti. En þrátt fyrir verðfallið töldu margir gull- kaupmenn gullið enn öruggara en hina ýmsu gjaldmiðla. Slík væri óvissan i heimsmálum. Verðfallið nú kemur i kjölfar stöð- ugra hækkana undanfarnar þrjár vikur og komst verðið hæst í 875 dollara hver únsa í New York á mánudag. Orðrómur gekk i gær um að bandarísk bankayfirvöld myndu grípa inn í og „kæla markaðinn”. í kjölfar lækkunar gullverðs styrktist staða dollarans gagnvart öðrum gjaldmiðlum. Verð á silfri, kopar, áli og nikkel féll einnig I gær í kjölfar gullverðs- lækkunarinnar. Hagnaður Norðmanna af olíunni i Norðursjónum hefur aukizt mikið jafnhliða sihækkuðu verði á henni. Samkvæmt fregnum frá Noregi hefur rikisstjórnin þar hækkað öll framleiðslugjöld vegna þessa. Myndin er frá vinnslusvæði Philipsfyrirtækisins. Bftillinn les skáldsögur Fyrrum bítillinn McCartney, sem situr nú i gæzluvarðhaldi i Tókíó vegna ákæru fyrir að hafa smyglað 220 grömmum af hassi inn til Japan, eyðir stundunum við að lesa visinda- skáldsögur að sögn eiginkonu hans, Lindu. Hún fékk leyfi til að heimsækja eiginmann sinn í gær og dveljast hjá honum i þrjátíu mínútur. „Ég lét hann hafa heilmikið af bókum, aðal- lega vísindaskáldsögum,” sagði hún við fréttamenn I gærkvöldi. „Hann getur þá dreift huganum en þeir hafa ekki leyft honum að hafa gítarinn sinn eða segulbandið í fangaklefan- um.” McCartney var handtekinn á Tókíóflugvelli síðastliðinn miðviku- dag og fannst hass i fórum hans. Erindið til Japan var að halda ellefu hljómleika með hljómsveit hans, Wings. Öllum slíkum ráðagerðum hefur nú verið kastað fyrir róða. Búið var að selja fyrirfram unt það bil eitt hundrað þúsund miða á hljómleikana. 220 grömmin af hassi ætla aö veröa afdrifarík fyrir Paul McCartney, sem enn situr í fangelsi í Tókíó. Ástralía fylgjandi banni á ólympíufara Malcolm Fraser forsætisráðherra Ástralíu lýsti í gær yfir stuðningi við til- lögur Jimmy Carters Bandaríkjaforseta um að ríki heims sniðgangi ólympíu- leikana í Moskvu á sumri komanda vegna íhlutunar Sovétrikjanna i Afgan- istan. Aðrir vestrænir þjóðarleiðtogar hafa látið málið kyrrt liggja að undan- tekinni Margréti Thatcher, forsætis- ráðherra Bretlands. Fregnir frá Peking hernta að ráða- menn þar séu að hugleiða að hætta við að senda sína iþróttamenn. Ólympiu- leikarnir i Moskvu verða hinir fyrstu sem Kínverjar sækja eftir að Mao og fylgismenn hans komust til valda í Kína. Áður voru það iþróttamenn frá Taiwan, sem kepptu fyrir hönd Kina á leikunum.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.