Dagblaðið - 23.01.1980, Blaðsíða 13

Dagblaðið - 23.01.1980, Blaðsíða 13
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 23. JANÚAR 1980. Iþróttir Iþróttir D 13 dega vaxið, : millj. króna k ársþings knattspymusambandsins leiki næsta haust, einn leik gegn Tyrklandi og sennilega einn leik gegn Wales. Leik- dagar gegn þessum þjóðum, svo og gegn Tékkóslóvakiu árið 1981, eru þegar að mestu ákveðnir. Þá munum við leika gegn Noregi 14. júlí og Sviþjóð 17. júlí úti og gegn Finnum hér heima í júni. Ráðgert er að leita eftir einum landsleik hér heima til viðbótar. Þá hafa Grænlendingar óskað eftir landsleik gegn íslendingum á næsta ári og íslendingar eiga að bjóða þá vel- komna til sins fyrsta landsleiks. Enn hefur ekki verið gengið frá þjálfara- málum fyrir landsliðið en ljóst er að Sovét- maðurinn Juri Ilitschev verður ekki með okkur á næsta ári. Þessi ágæti þjálfari og mikli íslandsvinur hefur reynzt knatt- spyrnuíþróttinni hér á landi drjúgur liðs- maður. Við erum þakklátir honum og sendum honum okkar beztu kveðjur. Það er söknuður að brottför hans og þó bæði hann og KSÍ hafi ekki óskað eftir þeirri þróun mála sem orðið hefur verður ekki við það ráðið þegar menn eru ekki frjálsir ferða sinna. Þetta skiljum við ekki alltaf, Íslendingar, en mættum þó vera þess minn- ugir á stundum að frelsið er það dýrmæt- asta sem við eigum. Óþarfi er að halda því leyndu að framkvæmdastjórn KSÍ hefur leitað hófanna hjá Guðna Kjartanssyni, margreyndum landsliðsmanni og viður- kenndum þjálfara, að hann taki að sér þjálfun landsliðsins og er raunar aðeins eftir að undirskrifa samning sem af eðlileg- um ástæðum hefur verið dregið þar til ný stjórn hefur tekið við. Sú ráðning yrði jafnframt hugsuð sem þáttur í frekari upp- byggingu í fræðslu- og unglingastarfi. Ágætu þingfulltrúar. Vitaskuld eru það mörg mál sem okkur getur greint á um. Engin ákvörðun er einhlít. En það er hafið yfir allan vafa að ákvarðanir eru allar teknar, bæði af framkvæmdastjórn sem og öðrum, með framgang knattspyrnunnar i huga. Við skulum leysa málin af velvild og vináttu og starfa saman í bróðerni og trausti hver á öðrum. Það er KSÍ og áhugamáli okkar.allra, knattspyrnunni, fyrir beztu. Það er skylda okkar og áreiðanlega vilji allra. Ég býð alla gesti velkomna, sérstaklega þá sem hafa sýnt okkur þá virðingu að sitja þetta þing í sérstöku boði okkar. Þeir eru allir velunnarar okkar og samherjar. Ég segi þetta 34. ársþing KSÍ sett. uiftdöðnr en hann er likahoUur því að í honum eru öll næringarefni mjólkurinnar og flest í mun ríkara mæli. Próteinið Ellert B. Schram, formaður KSÍ, i ræðustól á KSÍ-þinginu. DB-mynd Bjarnleifur. Undanúrslit í deildarbikamum enska: Liverpool féll á vítaspymu Það á ekki af Liverpool að ganga i leikj um sínutn við Nottingham Forest. Í fyrri leik liðanna i gærkvöld í undanúrslitum enska deildabikarsins sigraði Forest á heimavelli sínum 1—0. Sigurmarkið var skorað örfáum sekúndum fyrir leikslok úr umdeildri vítaspyrnu. Markvörður Liver-j pool, Ray Clemence, felldi þá Gary Birtles og dómarinn benti á stundinni á vítapunkt- inn. Hann var alveg við atburðinn og John Robertson skoraði af öryggi úr vitaspyrn- unni. ,,Þetta var strangur dómur — en varnar- menn Liverpool hefðu átt að koma í veg fyrir að Birtles kæmist frír að markinu,” sagði Dennis Law, sem var meðal þeirra, sem lýstu leiknum í BBC í gærkvöld. Clemence mótmælti dómnum mjög svo og aðrir leikmenn Liverpool en það kom fyrir ekki. Enn einu sinni hafði Liverpool fallið á City Ground. Siðan Forest komst aftur i I. deild 1977 hefur liðið leikið 10 leiki við Liverpool. Unnið fjóra, fimm jafntefli en Liverpool aðeins unnið einu sinni. Leik- menn Liverpool fóru illa að ráði sínu í gær- kvöld. Þeir fengu tækifærin — höfðu yfir- burði á miðjunni og voru betra liðið. Kenny Dalglish fékk tvö opin færi til að skora en tókst ekki. Hann hefur ekki skorað gegn Forest síðan hann hóf að leika með Liverpool — eða i níu leikjum við Forest. Síðari leikur liðanna verður á An- field 12. febrúar og þá spurning hvort Forest tekst að halda fengnum hlut. Það hefur liðinu áður tekizt í svipaðri stöðu — t.d. i Evrópubikarnum 1978 en kom þá reyndar með tveggja marka forskot til An- field. Liverpool var með óbreytt lið 16. leikinn í röð í gærkvöld en hjá Forest komu þeir Martin O’Neil og lan Bowyer í stað Bowles og Charlie George, sem ekki máttu leika. Þá hélt Dave Needham stöðu sinni sem miðvörður en Kenny Burns komst ekki liðið. Forest, sem sigrað hefur í deildabikarn- um tvö síðustu árin, átti i vök að verjast framan af leiknum í gærkvöld til mikilla vonbrigða fyrir 32.244 áhorfendur, mesti áhorfendafjöldi á City Ground á leiktíma- bilinu. Þó ekki þau sjö þúsund, sem komu frá Liverpool. Peter Shilton, sem mjög átti eftir að koma við sögu i leiknum, bjargaði snilldarlega á fyrstu mín. og rétt á eftir átti Graeme Sounesá skot i þverslá marks Forest. Um miðjan hálfleikinn fór Forest-liðið hins vegar að sýna klærnar. Á 23. mín. lék Trevor Francis fyrirliðann John McGovern frían innan vitateigs Liverpool. Alan Kennedy tókst á síðustu stundu að bjarga en felldi McGovern. Ekk- ert dæmt en fréttamenn BBC voru á því að þarna hefði verið um vitaspyrnu að ræða. Leikmenn Liverpool gerðu mjög í því að reyna að halda knettinum sem lengst. Eitt sinn, eftir 13 sendingar milli Liverpool- leikmanna, var gefið aftur til Clemence markvarðar. „Leikmenn Liverpool ætla ekki að brenna sig á sömu mistökunum og þegar þeir töpuðu hér i Evrópubikarnum. Ekki hægt að ásaka þá fyrir að fara sér rólega og halda knettinum, þó það fari í taugarnar á áhorfendum,” sagði Dennis Law og i hálf- leik bætti hann við. „Þetta var mjög jafn leikur en dómarinn er ekki nógu ákveðinn i sínu hlutverki.” Liverpool átti sjö skot á mark i f.h. — öll frá tengiliðunum því Dalglish og Johnson komust lítið áleiðis gegn Lloyd og Needham. Larry Lloyd á alllaf stórleik gegn sínum fyrri félögum hjá l.iverpool. Völlurinn varð erfiður fyrir leikntenn i s.h. enda hafði rignt gríðarlega i Notting- ham sólarhringinn fyrir leikinn. Síðari hálfleikurinn byrjaði þó mjög fjörlega. Á 48. min. komst Dalglish i færi en Shilton varði snilldarlega „færi, sem Dalglish skorar úr í niu tilfellum af 10,” sagði Law. Tveimur mín. síðar komst Francis frjr að marki Liverpool — Clemence hljóp gegn honum og Érancis spyrnti framhjá mark- inu. Griðarleg fagnaðarhróp urðu þó — áhorfendur héldu að Francis hefði skorað. Liverpool gaf tóninn því leikur tengiliða Forest var engan veginn nógu góður. Um miðjan hálfleikinn komst Dalglish I opið færi en spyrnti framhjá — greinilega ekki á skotskónum, þegar Forest á í hlut. Þegar hér var komið hafði Liverpool átt 12 skot á mark — Forest sex, en Forest aftur fengið fleiri hornspyrnur. „Leikmenn Liverpool eru greinilega ánægðir með hvernig leikur- inn þróast — ánægðir með jafntefli,” sagði Law. En leiknum var ekki lokið. Leikmenn Forest hættu á allt síðustu tíu mín. — reyndu að knýja fram sigur en undir lokin hljóp þó nokkur örvænting í leik þeirra. Liverpool náði skyndisóknum og Shilton, sem miklu meira hafði að gera i markinu en Clemence, bjargaði vel á 85. min. með því að hlaupa út úr vítateignum og slá knöttinn frá Johnson. Hættuleg aukaspyrna á vítateigsbrúninni, sem Liver- pool tókst ekki að nýta. Áhorfendur voru farnir að tinast af vellinum — greinilega búnir að sætta sig við jafntefli, þegar Birtles brauzt i gegn og vítaspyrnan var dæmd — misskilningur milli Clemence og Hansen gaf Birtles tækifærið og sigurinn varð Forests. Á laugardag leika liðin aftur á City Ground, þá i 4. umferð FA-bikars- ins — síðan tvivegis á Anfield í deild og deildabikar. Fjórir innbyrðisleikir þessara sterkul iða á tæpum mánuði — og gælu orðið fleiri. í úrslitum deildabikarsins 1978 sigraði Forest Liverpool á vítaspyrnu Robertson. - hsím. Daglegur skammtur af því er nauðsyn- legur til uppbyggingar og viðhalds frumum líkamans. Ostur er mun pró-^ teinríkari en t. d. kjöt eða fiskur. Dagleg þörf af próteini er áætluð um 45—65 g en í 100 g af osti eru 27—32 g af próteini. Mjólkurostur er bestí kalkgjafinn í venjulegu fæði. En kalkið á mestan þátt í myndun og viðhaldi tanna og beina. Af því þurfa börnin mikið og allir eitthvað. Auk þess er í osti msQ nmara Ulfamir betri — töpuðu samt sem auka orku og létta lund Bikarliðið mikla úr 3. deild, Swindon Town, hefur enn möguleika að komast í úrslit í enska deildabikarnum. Liflirt sigrafli Úlfana 2—1 á heimavelli sinum í gærkvöld í fyrri leik liflanna. Þafl voru ekki sann- gjöm úrslit. Úlfarnir lengstum betra liðið en lóksl ekki að hamla gegn mestu marka- skorurum Knglands — þeim Andy Row- lands og Alan Mayes, sem skoruflu mörk Swindon. Þeir hafa skorafl 45 mörk á leik- timabilinu, Mayes 24 og Rowlands 21. Swindon sigraði í deildabikarnum 1969 — vann þá frægan sigur á Arsenal sem 3ju deildarlið. Úlfarnir sigruðu 1974 og þurfa að sigra i heimaleiknum 12. febrúar með tveggja marka mun til að komast í úrslit gegn annaðhvort Evrópumeisturum Nott- ingham Forest eða Englandsineisturum Liverpool. Swindon byrjaði með miklum látum í gær. Tvivegis tókst miðverði Úlfanna að bjarga á marklínu áður en Rowlands skoraði fyrsta mark leiksins. Það var á 13. min. Chris Kamara lék á fjóra leikmenn Úlfanna áður en hann sendi knöttinn fyrir markið og Rowlands skoraði. Eftir það jafnaðist leikurinn. Brotið var á John Richards á 26. mín. rétt utan vitateigs Swindon. Gefið inn í vitateiginn. Berry stökk hæst og skallaði til Peter Daniel, sem skallaði áfram í markið. Það sem eftir var hálfleiksins höfðu Úlfarnir umtalsverða yfirburði. í síðari hálfleiknum voru Úlfarnir mun betra liðið. Hibbitt átti slangarskot Dave Thomas komst i opið færi en tókst ekki að skora. Slíkt gat ekki gengið og þremur nún. fyrir leikslok tryggði Alan Mayes sigur Swindon með fallegu skalla- marki. Leikurinn var skemmtilegur og völl- urinn í Swindon mjög góður. Á laugardag leikur Swindon á heimavelli gegn Totten- ham í 4. umferð FA-bikarkeppninnar. Emlyn Hughes, fyrirliði Úlfanna, gat ekki leikið j gær vegna meiðsla. -hsím. L ( W mmé í

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.