Dagblaðið - 15.12.1980, Blaðsíða 1

Dagblaðið - 15.12.1980, Blaðsíða 1
Hua Guofeng segir af sér — sjá erl. fréttir bls. 10-11 DAGARHLJÓLA 6. ARG. - MÁNUDAGUR 15. DESEMBER 1980 - 284. TBL. RITSTJÓRN SlÐUMÚLA 12. AUGLÝSINGAR OG AFGREIÐSLA ÞVERHOLTI 11.—ADALSÍMI 27022. Verðlauna* biðskýli sjábis.9 Lík 19 ára pilts í Reykja- víkurhöfn Þegar birt hafði i gærmorgun eins og birt getur á þessum árs- tíma sáu menn lík á reki í Reykjavíkurhöfn framundan húsi Slysavarnafélagsins á Granda- garði. Var lögreglu gert viðvart og rannsókn málsins hafin. Líkið reyndist vera af Krist- mundi Ó. Guðmundssyni, 19 ára pilti úr Reykjavík. Hafði ekkert til hans spurzt vikum saman. Að- standendur höfðu samband við lögreglu 4. nóvember sl. og spurðust fyrir um Kristmund heit- inn. Hefur það nokkrum sinnum áðut skeð að hann haft horfið sporlaust og ekki látið til sín heyra lengi. Aldrei var auglýst eftir hinum látna. Njörður Snæhólm yfirrann- sóknarlögreglumaður taldi enga grunsamlega áverka hafa verið á likiHU. - A.St. Bflstjóra- verkfalli frestað Bílstjórar á mjólkur- og kaup- félagsbílum á Suðurlandi og í Borgarnesi, sem höfðu boðað verkfall frá og með deginum í dag, frestuðu verkfalli til mið- vikudags vegna þess að það var ekki löglega boðað. Bílstjórarnir eru boðaðir á samningafund hjá ríkissáttasemjara í dag. Á laugardaginn var fundur um samningana i ríkisverksmiðjun- um og er sá næsti boðaður á föstudag. Atvinnurekendur ósk- uðu eftir fresti fram eftir vikunni til að útbúa plagg til að leggja fyrir samningamenn verkalýðs- félaganna. Þá eru í dag sáttafundir undir- manna og matreiðslumanna á far- skipum með viðsemjendum þeirra. - ARH Brautrúður íölæðifyrir 2-3 milljónir Mikil og dýr skemmdarvcrk voru unnin á söluskála við Friðarbryggju í Vestmannaeyjahöfn á sunnudags- nóttina. Þarna voru niu rúður brotnar og er talið að viðgerð kosti milli tvær og þrjár milljónir króna. Lögreglan hafði hendur I hári ungs manns sem viðurkenndi verknaðinn. En skýringar á athæfinu eru heldur fátæklegar að sögn. Verknaðurinn var framinn undir áhrifum áfengis. Engu var stolið úr skálanum þó svona væri farið með rúðurnar. -A.St. Jólaweínarnir eru tiú OruRRÍeffa komn- lr til bygf’ða — það leyndi sér ekki á Austurvelli I yœr þar seht hópurþeirra skemmti þúsundum Reyki’lkinga eftir að kvéikt hafði Verið á Oslóarjóia- trénu. Skemmtu Sér allir hið bezta þótt heldurkalt Vœri I veðri — ogþeirjmgri rtutu murgir hyerjir gððrar aðstoóar fareldra mna tii að sjá hetur, eins <>g þessi Htlu jóiamœr. DB-mynd: Sig. Þorri. Bókastríðinu lokið: Hagkaupfær bækuren verðið hækkar Bráðabirgðasamningur hefur tekizt I bókastriðinu milli Fél.isl. bóksala og Hagkaups. Gildir samningurinn frá 15. desembertil 31. marz 1981. Bókaútgefendur selja Hagkaupi bækur umrætt tímabil en Hagkaup lofar að virða samkomulag útgefenda og bóksala, m.a. með því að fella niöur þann afslátt sem fyrir- tækið hefur veitt að undanförnu. Frá þessu er skýrt í frétt frá Verð- lagsstofnun sem birt var i morgun en stofnunin ræddi við deiluaðila og kom viðræðum á milli þeirra. Samkvæmt samkomulaginu verða öll deilumál lögð til hiiöar til marz- loka og „mun samkeppnisnefnd og verðlagsstofnun i samvinnu við bóka- útgefendur vinna að gerð hlutrænna og sanngjarnra leiðbeinandi skilyrða sem söiuaðilar bóka skulu uppfylia.” Þáð Verðúr þvl aöelrts 6 Selfossi og i Sölubúðum Kaupfélags Árheslrtga sertl 10% afsiáttur fæst á bókUrtt. -A.St. Samninganefnd útvegsmanna: Atti eitthvað vantal- að við ríkisstjómina —ogóskaði eftiraðsamningafundum um bátakjarasamningayrði frestað Útvegsmenn óskuðu eftir að frestað yrði fundum sem ráögerðir voru um helgina um bálakjarasamn- inga. Ekki hefur verið boðaðtil nýs fundar en liklegt er að aftur verði setzt að samningaborðinu síðar í vikúnni. Útvegsmenn töldu sig m.a. eiga eitt- hvað vantalað við rikisstjórnina um þátt rikisvaldsins í samningsgerðinni áður en áframhald yrði á viðræðum. Eftir fyrstu fundi um bátakjara- samningana i síðustu viku er Ijóst að breitt bil er á milli sjónarmiða útvegs- manna og sjómanna. Horfur eru á erfiöri samningalotu framundan. Kröfur sjómanna eru meðal annars um frítt fæði fyrir alla sjómenn, hækkun á lifeyris- og örorku- greiðslum, hækkun á skiptaprósentu og lágmarkskaupi, samningsákvæði um veiðar á spærlingi, kolmunna og djúprækju, auk krafna um ýmsar aðrar lagfæringar. „Viðsemjendur lögðu fram gagn- tilboð sem í öllum atriðum boðar kjaraskeröingu sjómanna,” sagði einn samningamaður sjómannasam- • takanna í morgun. - ARH

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.