Dagblaðið - 15.12.1980, Blaðsíða 17

Dagblaðið - 15.12.1980, Blaðsíða 17
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 15. DESEMBER 1980 I Menning Menning Staður „ og stundir Hannes Pótursson: HEIMKYNNI VIDSJÓ Iflunn 1980.70 bb. „Gefðu mér dag, sem geislar eins og brimströnd,” orti Hannes Péturs- son fyrir nokkrum árum, einkenni- lega minnisverða hendingu í smáljóði sem að öðru leyti snerist, að mig minnir, um einhverja amasemi út af deginum og veginum. I nýju ljóðum sínum hefur hann búið sér heimkynni við ströndina — með tún að baki sér og sjóinn framundan. Ætli það sé of- langt gengið að ímynda sér að það sé þessi geislandi dagur sem hann er að bíða eða kannski skimast eftir þar i fjörunni, þar sem höfuðskepnur mætast? Það kemur i öllu falli heim við hneigð sem löngu fyrr hefur gætt i ljóðum Hannesar: að leita hinna verulegu verðmæta, þeirra sem að endingu gefa lífi gildi, handan við vettvang dagsins og lífsbaráttu sam- tímans. Þá má í sjálfu sér einu gilda hvort þeim er settur staður í manns- huganum, sjálfsvitund skáldsins, eða náttúrunni umhverfis hann, fortíð- inni og sögunni sem náttúran vitnar um og geymir. í öllu falli er, í orði kveðnu, hafnað hlutdeild í samtíð skáldsins eins og hún gengur fyrir sig og þeim gögnum og gæðum sem þar verða efst á baugi. í Heimkynnum við sjó er þessi af- staða skýlaust tekin, skýrast kannski i 41sta ljóði þar sem dregin er gamal- kunnugleg mynd af skáldi i turni. Nú má það einu gilda þótt undirrituðum lesanda finnist hendingar eins og þessar: Af sjálfvilja bjó ég mér dvöl úrleiðis i Eintalsins vopnalausa turni, beinlínis slæmur kveðskapur. Það er sjálfgert að virða þá skoðun sem Ijóðið birtir þótt tungutak þess hrífi mann ekki eða laði á band með sér. En síðan segir: Rödd úr slíkum stað ratar, segja þeir, ekki þaðan og inn að Dagsins dunandi miðju. Og þá er að vísu deginum ljósara að skáldið, ljóðið sjálft er á allt öðru máli. Það held ég að verði alveg ljóst ef hugað er að öðrum ljóðum í bók- inni sem fjalla um skáldskap, og eru raunar býsna mörg ef að þeim er gáð, skáldskapurinn beinlinis líkamlega samsamaður skáldinu í 1 lta Ijóði eins og væri stuðlaður hver andardráttur minn! í 21sta ljóði hafnar hann þeim auð- velda kosti að orða það sem spyrst, taka Dag og Veg sér í munn, fyrir hitt: að veiða flöktandi glampa orðs og orðs innar hörundi mínu. Og í 37da ljóði eru það lágvær orð ljóðsins sem lifa af, gróa á ný í svið- inni jörð, þótt þau troðist undir í svip, ekki bara í styrjöldum heldur einnig í stórkarlalegu þusi upplausnartima þegar dagarnir eru á dreif eins og fjúkandi hey. í 8da ljóði bíður skáldið mynda sem merkingum hnika til sundra þó ekki hlutunum en sýna þá snöggt. . . Og í 55ta ljóða gefur loks sýn þess skálds sem er vaxið frá því að tala: Myndir þess kurla móskaðan glerhimin vanans svo loftið skelfur fyrir skýlausri sýn. Þá er að vísu verið að yrkja um drott- in almáttugan, guðdóminn í gervi skálds — og skáldskapinn gæddan guðlegu eðli. í lokaljóðinu í bókinni er lýst heimvon skáldsins: Mín innsta hugsun erá heimferð til þin — og þó innan þin sem ert allar strendur. En er það ekki líka deginum ljósara að sjálf þessi heimvon er þegar fólgin í allsnægð skáldsins í fjörunni í fyrsta ljóði bókarinnar, með túnið á aðra hönd, sjóinn á hina? Það er svo fjarri því að skáldið sem talar i 41sta ljóði taki mark á „tals- mönnum Athafna” um hina dunandi miðju dagsins: hún er einmitt í fjör- unni hjá honum og verður ekki eygð né skynjuð nema þar. Gildir einu hvort vistinni í fjörunni fylgir meiri eða minni amasemi, tortryggni, fjandsemi kannski við þvi sem fram fer utan eða handan hennar, eða allt slíkt er látið í ; þagnargildi. Skáldið í fjörunni treystir á skynjun, vitund sína til að láta veruleika uppi — sem í orði, Ijóði hans á að öðlast verulega mynd máls. Hluttekningarleysið um hagi og hætti samtíðar er aðeins i orði kveðnu, herbragð eða listbragð skálds sem vist telur sig eiga erindi að rækja við lesanda sinn. Nú má sjálfsagt með ýmsum hætti lesa í ljóð Hannesar Péturssonar hver þau erindi séu sem slík ljóð sem þessi eigi eða vilji rækja, og sjálfsagt lika draga í efa þá skoðun skáldskaparins sjálfs sem ljóðin birta bæði beint og óbeint. Staðurinn er einn en stund- irnar ýmsar sem yrkisefni verða í fjörunni. Einfalt kann að vera að leggja mest upp úr hreinni og beinni náttúrulýsingu í ljóðunum, sem auð- vitað er að sínu leyti uppistaða þess trausts og trúar sem bókin að end- ingu lýsir. Og ásamt .. henni blasa við á víð og dreif ýmisleg yrkisefni úr samtíð hans og okkar sem skáldið hefur þrátt fyrir allt ekki komið sér undan eða komist undan þeim — hvort heldur eru heimaleg efni eins og ógeðþekk stjórnmál eða ómerkur skáldskapur, eða þá áhyggjur út af heimsmálum, stríði og friði. Lítið verður að vísu úr atómbombum i lóda ljóði á við náttúrumyndina sem lýkur Ijóðinu: Vonirnar lifa samt. Nú vorar hér við sjóinn. Og utan úrgeimnum eldurinn kemur, sveigður í Ijós. Náttúrumyndirnar, náttúrulýsing- in í bókinni er hvarvetna uppistaða hugmynda, og þiggja að endingu líf og gildi sitt af þeim. Vitund skálds um höfuðskepnurnar, haf og jörð og himin, dag og nótt, eldinn, tímann og eilífðina, er samsömuð hinu náttúr- lega myndmáli og lifir í því, og skáld- ið öndvert höfuðskepnunum yrkis- efni í ljóði eftir ljóð. En mikið er undir því komið að ekki sé neitt á myndmálið lagt sem þvi er ekki sjálfgefið, ef svo má taka til orða. Til að mynda finnst mér hugmynd og myndefni í 6ta ljóði, um Keili, hreint ekki loða saman, eins og ljóðið vilji prakka einhverju upp á lesandann sem mynd fjallsins i ljóðinu merkir ekki sjálf: Blár þrihyrningur blasir hér við einstakur mjög á eldbrunnum skaga: gamli Keilir sem kælir sjón mína og herðir. Pýramídi í auðninni engum reistur. Aftur á móti er einn stakur regn- dropi yrkisefnið í 44ða ljóði, ein- hverju því fallegasta í bókinni: Sem dropi tindrandi tæki sig út úr regni hætti við að falla héldist f loftinu kyrr — þannig fer unaðssömum augnablikum hins liðna. Þau taka sig út úr tímanum og Ijóma kyrrstæð, meðan hrynur gegnum hjartað stund eftir stund. Þannig held ég að traust þeirra á einkalega reynslu, sjálfshyggja skáldsins í fjörunni óbrengluð af áhyggju eða umhyggju um lesand- ann, sé um leið þau erindi sem bestu ljóðin í bókinni eiga brýnust að rækja — hvort sem þau að endingu teljast fleiri eða færri. n Bók mennlir & ÓLAFUR JÓNSSON Hannes Pétursson skáld: Miðja dagsins er i Jjörunni. Ljósm.: Svipmyndir. 17 jasai^ M m Astarsögur ,,ÁSTIN VAKNAR" eftir Anne Mather, höfund bókarinnar „Hamingja og ást'' sem kom út fyrir nokkru. Helena og Dominic eru höfuðpersónur þessarar sögu. Baráttan milli þessara tveggja ólíku einstaklinga er viðburðarrík og spennandi, því að bæði eru föst í neti andstæðra tilfinninga. Henni lýkur með því að ástin vaknar í brjóstum þeirra og sigrar allar hindranir. Þýðandi er Guðrún Guð- mundsdóttir._________________________________ ..GLEYM MÉR EI" er eftir amerísku skáldkonuna Danielle Steel, en hún hefur getið sér gott orð sem höfundur ástarsagna. í heimalandi hennar, Banda- ríkjunum, seljast sögur hennar í miklum mæli og hafa bækur hennar verið þýddar á mörg tungumál. í ,,Gleym mér ei'' lítur Díana, aðalpersóna bókar- innar, um öxl eftir 18 ára hjónaband. Hana hafði dreymt um frama á listabrautinni. En eftir að hún hitti Marc hélt. hún sig öðlast þá ást og öryggi sem hún saknaði svo sárt eftir föðurmissinn — og óskaði þess eins að ala honum son. En óvæntir atburðir leiddu til þess að Díana stóð frammi fyrir örlaga- ríku uppgjöri. „Gleymmér ei" er fyrsta skáldsagan eftir Danielle Steel sem kemur út á íslensku, og fleiri munu fylgja á eftir. Þýðandi er Arngrímur Thorlacius. SETBERG Frcjnugötu 14

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.