Dagblaðið - 15.12.1980, Blaðsíða 39

Dagblaðið - 15.12.1980, Blaðsíða 39
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 15. DESEMBER 1980 UÓD ÚR UFSBARÁTTUNNI - útvarp kl.22,35: Leyfum tilf inningunum að blómstra Birgir Svan Simonarson les úr ljóða- bók sinni Ljóð úr lífsbaráttunni í kvöld. Birgir Svan hefur nýlega sent frá sér þessa bók og er hún að hans sögn hugsuð sem úttekt á lífi fólks í vestur- bænum, þegar hann var að alast upp. Tengslin við sjóinn voru sterk, bátarnir að koma að landi og mikið að gerast í kringum frystihúsin. Á þessum tíma voru atvinnufyrirtækin eðlilegur vett- vangur þeirra sem voru að alast upp. En þó fjalla ljóðin ekki svo mikið um atvinnulifið, heldur um andstæða heima karlmannsins og konunnar. Þetta fólk, sem býr í sama húsi og sefur i sama rúmi, hefur í rauninni lítið annað sameiginlegt. Umhverfiö ætlast ekki til að um sé að ræða tvo ein- staklinga, þau eru múruð inní ákveðin hlutverk, hvort sem þeim líkar betur eðaver. Hann gagnrýnir ruddaskap og klám og vill í staðinn blíðu, hlýju eða það sem hann kallar „hin mjúku gildi”. (í viðtaii við Birgi, sem birtist I DB sl. föstudag hafði prentvillupúkinn breytt þessu I hin „sjúku” gildi og eru les- endur beðnir velvirðingar á því.) Birgir Svan hefur áður sent frá sér ljóðabækurnar Hraðfryst ljóð, Nætur- söltuð Ijóð og Gjalddaga. UM DAGINN OG VEGINN - útvaip M. 19,40: MÁLEFNIÚTVARPS Andrés Kristjánsson talar um daginn og veginn. Andrés Kristjánsson talar um daginn og veginn í út- varpi í kvöld. „Þetta verður sitt lítið af hverju,” sagði Andrés. „dálítið um útvarp, gamalt og nýtt”. Andrés ætlar að greina frá fyrstu kynnunt sínum af útvarpi og fjalla um þær breytingar sem hafa orðið í tímans rás. Eitthvað minnist Andrés á málræktun útvarps og fram- reiðslu efnis eins og hún er í dag, en honum finnst að hún hafibreytítheldur til hins verra og fram kemur hvað hann telji æskilegar breytingar, þar á meðal að útvarpið verði að vera opið fyrir gagnrýni, bæði í útvarpinu sjálfu og öðrum fjölmiðlum. Vill Andrés m.a. að þættir ,sem Daglegt mál fjalli meira um lifandi mál, þ.e. að tek- in verði dæmi úr málinu sem talað er í hinu daglega lífi og reynt að vanda þar um. Einnig gerir Andrés bókaút- gáfu og bókasölu að umræðuefni. En þau mál hafa verið óvenjumikið til umræðu fyrir þessi jól. Að síðustu fjallar Andrés um bankamannadeiluna og peningaskipti yfirleitt. -GSE Jólagetraun Daghlaðsins 1980 NAFN........................................................... HEIMILI........................................................ Stríkid undir það nafn, sem ykkur þykir líklegast. Klipptð slðan mynd- ina og lausnina út og geymið með þeim nlu, sem á eftir koma. Þegar slð- asti jólasveinninn hefur birzt á Þorláksmessu, setjið þá allar lausnirnar I umslag og merkið það: Dagblaðið „Jólagetraun" Síðumúla 12 105 Reykjavík Skilafrestur á jólagetrauninni er ti! 30. desember. III. HLUTI Þriðji jólasveinninn, sem arkar til byggða á föstunni, er leynigestur Jólagetraunar Dagblaðsins I dag. Hann er llkt og bræður hans prakk- ari hinn mesti og stundar það að stela sælgæti frá krökkum. Erfitt er að gefa neina viðhlítandi lýsingu á þessum jólasveini þvi að þá uppgötva allir samstundis hver hann er. Er þið hafið uppgötvað um hvern i:t að ræða stfikið þá uhdif fétta nafnið, skfifið nafn ykkar og heimillsfahg á seðilinn og geytnið hann með hlnum tveimur sem þegar liafa birzt. Þegar tíUndi seðilllnn llefUr birzt á ÞorláksmessU sendið þá alla með nöfnum ykkar og heimilis- l'öngum tll Dagblaðsirts, Siðumúla 12, 105 ReykjaVlk og merkið um- slagiðuJðlagetraun"; Jélasvelnnlnn I tlag heitirí • Stúfur • Stalnar Barg LOFTLAMPAR OG BORÐLAMPAR HAGSTÆTT VERÐ PÓSTSENDUM LAND8INS MESTA LAMPAURVAL UÓS & ORKA Suðurlnndsbraut 12 simi 84488

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.