Dagblaðið - 15.12.1980, Blaðsíða 18

Dagblaðið - 15.12.1980, Blaðsíða 18
18 0 Iþróttir Iþróttir DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 15. DESEMBER 1980 Iþróttir Iþróttir 1 Kitty eftir Rosamond Marshall er 9. bókin í Grænu skáldsögunum Og dagar komu eftir Rachel Field er 10. bókin í sama flokki. Einnig er komin út bókin Saga Nikulásar eftir Morten Korch þetta er 6. skáldsaga höfundar og ævintýri Sherlock Holmes eftir A. Conan Doyle 3. bindi. Tengdadóttirin eftir E. Junker og Svipurínn hennar eftir Harriet Lewis eru 7. og 8. bókin í bóka- flokknum Sígildar skemmtisögur 2. flokkur. Allt eru þetta úrvals skáldsögur sem óhætt er að mæla með, eins og allar bækur frá Sögusafni heimilanna AFGREIÐSLA Brautarholti 28 sími: 11627 Tapogsigur hjá Þórurum — en Eyjaliðið á toppinn Í3. deildinni Akurnesingar sigruðu Keflavík 20— 16 í Keflavik á föstudagskvöld. Pétur Ingólfsson skoraði helming marka Skagamanna en hann hefur nú hætt þjálfun og mun framvegis aðeins einbeita sér að þvi að leika með liðinu. Jón Hjaltalin Magnússon hefur nú hins vegar tekið við þjálfun liðsins á ný og gera Skagamenn sér góðar vonir um að rífa megi liðið upp úr þeirri deyfð er einkennt hefur það að undanförnu. Tveir aðrir leikir fóru fram í 3. deildinni um helgina. Eyja-Þór kom í' bæinn og lék við Gróttu og Óðin . Gróttan gerði sér lítið fyrir og sigraði Eyjamennina 26—25 í æsispennandi leik þar sem Þór leiddi m.a. 20—15 er komið var fram í síðarí hálfleikinn. í gær sigraði svo Þór Óðiit 19—18. Staðan i 3. deildinni er nú þessi: Þór, Vm. Grótta Stjarnan Akranes Keflavik Óðinn Reynir 0 2 169—150 1 1 145—123 0 0 104—77 0 2 121—101 0 3 109—102 0 4 97—91 99—200 10 9 8 6 4 2 0 -SSv. „Þetta er jafnvel enn stórkostlegra en eftir að sigurinn gegn Tatabanya varð staðreynd,” sagði einn leikmanna Víkings um móttökur þær, sem íslandsmeistararnir fengu, þegar þeir komu heim úr frægðarförinni til Ung- verjalands á laugardag. Þar var fjöldi fólks til að taka á móti leikmönnum Vikings og þeim var fagnað innilega. Stjórn og fulltrúaráð Víkings gengust fyrir hópferð á Keflavíkurflug- völl kl. 16.00 á laugardag. Eiginkonur og unnustur leikmanna Víkings voru allar í förinni ásamt mörgum öðrum Víkingum — stjórnar- og fulltrúaráðs- mönnum. Leikmönnum voru afhent blóm og það fór ekki hjá því, að tappar úr nokkrum kampavínsflöskum flygju. Mikil stemmning. Leikur Víkings og Tatabanya hófst kl. 17.00 á föstudag og það þarf ekki að endurtaka úrslitin hér. Vikingur er kominn í átta-liða úrslit Evrópukeppni meisaraliða — fyrsta íslenzka liðið sem slær út „austantjaldslið” í Evrópukeppninni. í liði Ungverja eru þó engir aukvisar. Fjórir lands- liðpsmenn, sem voru í liði Ungverja- lands, sem hlaut bronsverðlaunin á ólympíuleikunum í Moskvu sl. sumar. Tveir leikmenn, sem nýlega voru valdir i heimslið. Víkingar héldu frá Tatabanya kl. fimm á laugardagsmorgun. Tveggja klukkustunda ferð með rútu til Búdapest. Þaðan var flogið til London. Síðan heim. Víkingar voru hinir hressustu — allir leikmenn liðsins heilir eftir leikinn harða í Tatabanya. -hsím. Sögusafn heimilaiuia kynnir nýútkomnar bækur: SkUNIKUUSM 'jENGDADÓmiWN íslandsmeistarar Vikings á Kefla- vikurflugvelli við heimkomuna á laug- ardag — og á minni myndinni afhendir Sigurður Jónsson, formaður fulltrúa- ráðs Víkings, Páli Björgvinssyni blómvönd. DB-myndir S. Lugieða Barceiona óskaliðin — hjá Víkingum, þegardregjð verðurámiðvikudag „Óskaliðin i 3. umferð — átta-liða úrsiitum Evrópu- keppni meistaraliða — fyrír okkur Vikinga eru annað hvort sænsku meistararnir Lugi, eða spænsku meistararnir Barce- lona,” sagði Ólafur Jónsson, landsliðskappinn kunni i Vik- ing, við heimkomuna á laugar- dag úr förinni fræknu til Ung- verjalands. Lugi og Barcelona cru eins og Vikingur komin í 8-liða úr- slit. Einnig CSKA, Moskvu, Sovétríkjunum og Gross- wallstadt, V-Þýzkalandi. ,Magdeburg, hefur góða Gummersbach, eftir fyrri A-Þýzkaiandi, forustu gegn V-Þýzkalandi, leik liðanna. Senniiega verða meistarar Júgóslaviu og Rúmeníu meðal þeirra, sem komast í 8-liða úr- slitin. Nk. miðvikudag verður dregið um hvaða lið keppa saman í 8-liða úrslitum. -hsím. VIKINGUM FAGNAÐ VID HEIMK0MUNA

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.