Dagblaðið - 15.12.1980, Blaðsíða 13

Dagblaðið - 15.12.1980, Blaðsíða 13
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 15. DESEMBER 1980 i 13 Erlent Erlent Erlent Erlent i « Browne hefur unniö marga sigra við skákborðið. Hér er það kappinn Frank Sinatra sem hefur orðið að lúta í lægra haldi fyrir Brownc, enda er Sinatra þekktari fyrir ánnað en skák. Browne vill koma til íslands: Er mjög hrifinn af tslendingum Walter Shawn Browne margfaldur Bandaríkjameistari 1 skák hefur haft samband við Skáksamband íslands og óskað eftir að koma til íslands í byrjun janúar nsestkomandi. Browne segist mjög hrifinn af íslandi og íslendingum og talar þar af nokkurri reynslu því hann hefur komið hingað til lands tvívegis áður. Hann sigraði á Reykjavíkurskákmóti 1976 og vakti þá mikla athygli áhorfenda fyrir fjör- lega framkomu við skákborðið og þótti mörgum andstæðingum hans raunarnógum. Þorsteinn Þorsteinsson varaforseti Skáksambands íslands sagði í samtali við DB að Skáksambandsmenn tækju boði Brownes fegins hendi og vildi hann koma þeirri ábendingu til starfshópa sem óskuðu eftir að tefla fjöltefli við kappann, að þeir hefðu samband við Skáksambandið. -GAJ. Skólamaturinn var endurbœttur — eftir mótmœlaaðgeröir nemenda Nemendur í skólum Kaupmanna- hafnar höfðu mótmælt matarpökkum sem þeir fá í skólann með því að snerta ekki á þeim. Þótti þeim innihald pakkanna litið spennandi og þar kom að skólayfirvöld tóku gagnrýnina alvarlega og hefur nú innihald pakkanna verið bætt. Áleggið hefur verið aukið á brauðsneiðunum og epli hefur bætzt í pakkana. Árangurinn hefur heldur ekki látið á sér standa og það heyrir nú til undantekninga að börnin leifi matnum en það var nánast orðin föst venja áður. Áleggið hefur verið aukið á brauðsneiðunum og epli hefur bætzl f pakkann. Þannig leit finnski jólagrisinn út þegar hann kom til Noregs. Norðmaðurinn í aftursœtinu var jólagrís Það hefur færzt mjög í vöxt að undanförnu að Norðmenn fari yfir landamærin til Svíþjóðar og verzli þar í jólamatinn enda vöruverð í Svíþjóð mun lægra en í Noregi og einkum þá á kjöti,- Það kemur einnig fyrir að íbúar Norður-Noregs bregði sér yfir til Finn- lands og verzli þar. Sá galli er þó á gjöf njarðar að það er ekki nema tak- markað kjöt sem ieyfilegt er að fara með yfir landamærin eða tíu kiló á mann. Þeir sáu þó við þessu Norðmennirnir frá Tromsö sem nýverið fóru til Finn- lands í þessum erindagjörðum. Þeir voru fjórir saman og keyptu lifandi grís. Síðan klæddu þeir hann í úlpu og settu húfu á hann og komu honum siðan fyrir í aftursætinu á milli sín. Þeir keyptu síðan 50 kíló af kjöti, tíu kíló á mann því grísinn tók líka með sér tíu kílóapakka. Landamæraverðirnir töldu farþegana og kíktu í skottið og leyfðu þeim síðan að halda ferð sinni áfram. Hvernig átti þá líka að gruna, að einn Norðmannanna í aftursætinu væri finnskur jólagrís? Jóhann Sigurjónsson Ritsafn í þremur bindum Mál lji|| og menning í sumar voru liðin 100 ár frá fæðingu Jóhanns Sigurjónssonar. í tilefni af því gef- ur Mál og menning nú út nýtt og glæsilegt safn verka hans. Auk þeirra verka jóhanns sem þegar eru kunn eru frumprentuð í þessu safni mörg Ijóð og bréf. Einnig er í safninu ný þýðing dr. Ólafs Halldórssonar á Lyga-Merði. Atli Rafn Kristinsson cand. mag. sá um útgáfuna. „Enginn sem les aðeins nokkrar línur rit- aðar af Jóhanni Sigurjónssyni mun villast á því að þar er snillingur að verki, mikið skáld, Ijóðrænn andi sem ekki er við jarðar-fjölina eina felldur, heldur lifir og andar jöfnum höndum í heimum hugmyndaflugs og ævin- týra.“ (Úr formála Gunnars Gunnarssonar.) Sérstakt tímabundið verð til félagsmanna MM Fram til 31. des. nk. veröur ritsafn Jóhanns Sigur- jónssonar selt félagsmönnum Máls og menn- ingar meö sérstökum afslætti á aöeins Gkr. 34.000. Eftir þann tima veröur félagsveröiö Gkr. 40.940. (Nýkr. 409,40). Almennt verö rit- safnsins er Gkr. 48.165. Athugiö aö tilboöiö gildir einungis fyrir félags- menn MM.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.