Dagblaðið - 15.12.1980, Blaðsíða 14

Dagblaðið - 15.12.1980, Blaðsíða 14
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 15. DESEMBER 1980 BIAÐIÐ Utgefandi: Dagblaöið hf. Framkvaomdastjóri: Sveinn R. Eyjólfsson. Ritstjóri: Jónas Kristjánsson. Aðstoðarritstjóri: Haukur Holgason. Fréttastjórí: ómar Valdimarsson. Skrífstofustjórí ritstjömar Jóhannes Reykdal. íþróttir Hallur Simonarson. Monning: Aðalstoinn Ingótfsson. Aðstoðarfróttastjóri: Jónas Haraldsson. Handrít Ásgrímur Pólsson. Hönnun: Hilmar Karisson. Blaðamenn: Anna Bjamason, Atii Rúnar Halldórsson, Atli Steinarsson, Ásgeir Tómasson, Bragi Sig- urðsson, Dóra Stefónsdóttir, ENn Albertsdóttir, Gisli Svan Einarsson, Gunnlaugur A. Jónsson, Inga Huld Hákonardóttir, Slgurður Sverrisson. Ljósmyndir Bjamleifur BjamleHsson, Einar Ólason, Ragnar Th. Sigurðsson, Sigurður Þorrí Sigurösson og Sveinn Þormóðsson. SkrHstofustjórí: ólafur EyjóHsson. Gjaldkerí: Þráinn ÞoríeHsson. Auglýsingastjóri: Már E.M. Halldórs son. DroHingarstjóri: Valgeröur H. Sveinsdóttir. Ritstjóm: Siðumúla 12. Afgreiðsla, áskríftadoild, auglýsingar og skrífstofur Þverholti 11. Aðalsimi blaðsins er 27022 (10 Nnur).__________________ Neitaféogvælasamt Fyrstu ár svarthvíta sjónvarpsins á ís- landi kostaði ein auglýsingamínúta nokkurn veginn hið sama og ein svart- hvít auglýsingasíða i dagblaði. Þetta jafnvægi milli mínútu og síðu hefur smám saman verið að raskast á allra síðustu árum. Nú er svo komið, að ein svarthvít auglýsingamínúta kostar tæplega helming af svarthvítri auglýsingasíðu og litmínútan kostar rúmlega fjórðung af litasíðu. Þannig hefur myndazt allt að fjórföldu misræmi á til- tölulega fáum árum. Þetta stafar ekki af óeðlilega mikilli hækkun auglýs- ingaverðs dagblaða á þessum tíma. Það verð hefur bara fylgt verðbólgunni. Enda væru dagblöðin ekki svo sneisafull af auglýsingum sem raun ber vitni, ef verðið væri of hátt. Misræmið stafar af því, að stjórnendur Ríkisút- varpsins hafa statt og stöðugt neitað að færa auglýs- ingaverð til verðbólgustigs hvers tíma. Með því hafa þeir stundað undirboð, sem þeir vilja láta útvarps- og sjónvarpsnotendur borga. Afleiðinguna sjáum við í auglýsingaflóði útvarps og sjónvarps. Dagskrár hafa að meira eða minna leyti farið úr skorðum. Auglýsingatími sjónvarps hefur hvað eftir annað sprungið út úr leyfilegum skorðum. Þetta rýrir sjálfa dagskrána. Ef verðlag auglýsinga útvarps og sjónvarps væri á eðlilegu markaðsgengi, mundi flóðið minnka, en tekjur stofnunarinnar eigi að síður aukast. Og slíkt mundu stjórnvöld leyfa, af þvi að auglýsingaverð er utan vísitölu. Stjórnvöld reyna hins vegar að hamla gegn hækkun- um afnotagjalda, af því að þau eru innan vísitölu og magna því verðbólgureikninga þá, sem eru alfa og ómega íslenzkra stjórnmála. Þetta gremst ráðamönn- um Ríkisútvarpsins. Þeir hafa nú í nokkrar vikur rekið gengdarlausan áróðui fyrir hækkun afnotagjalda. í því skyni hafa beir miskunnarlaust beitt fréttatímum og fréttaskýr- íngatímum. Þar hóta þeir notendum lélegri dagskrá, ef þeir komi ekki í þrýstihópinn. Þetta stanzlausa vol um samdrátt og stöðvun inn- lendrar dagskrárgerðar er óneitanlega fremur undar- legt, þegar það er skoðað í ljósi þess, að sömu menn neita sér um auglýsingatekjur, er hæfa verðbólgustigi líðandi stundar. Hitt er svo rétt, að afnotagjaldið hefur ekki alveg fylgt verðbólgu á undanförnum árum. En sú tregða er ekki nema sanngjörn, því að Ríkisútvarpið er hætt að auka þjónustu sína. Lengd dagskrár hefur staðið nokk- urn veginn óbreytt á þessum tíma. Áskriftar- og lausasöluverð dagblaða hefur hins vegar nokkurn veginn fylgt verðbólgu. En þau hafa líka aukið þjónustu sína. „Dagskrárlengd” síðdegis- blaðanna hefur t.d. tvöfaldazt á fimm árum. Þau hafa aukið framleiðni sína fyrir sama raunverð. Framleiðni Ríkisútvarpsins hefur hins vegar ekki aukizt. Það er illa rekið fyrirtæki, svo sem meðal ann- ars má sjá af innheimtukerfi þess og gífurlegu mann- hafi tónlistardeilar. Það hefur ekki farið ofan í saum- ana á kostnaði. Þetta þarf ekki að koma neinum á óvart. Ríkisút- varpið er opinbert fyrirtæki. Það er markað öllum þeim kerfisgöllum, sem fylgja slíkum stofnunum. Framleiðnin er minni en annars staðar og skilningur á markaðslögmálum takmarkaður. Auglýsingaundirboðin og afnotagjaldavælið eru lóð á vogarskál þeirrar stefnu, að rekstur útvarps og sjón- varps ætti að vera frjáls hér á landi eins og í sumum öðrum löndum. Þá létu menn hendur standa fram úr ermum í eðlilegri samkeppni. Kjallarinn ^ „Hitt vita menn, að það er á valdi þess manns, sem nú situr á stóli menntamála- ráðherra, að losa um stífluna, hvar sem hún er, sprengja hana, ef ekki vill betur til...” „HVáRER STIFLAN?” Nú færist óðum nær sá dagur, að ríkisútvarpið verði hálfrar aldar gam- alt. Að undanförnu hafa orðið miklar umræður um ríkisfjölmiðlana, en þó einkum útvarpið, fjárhag þess, að- búnað og þau skilyrði sem mönnum, er þar vinna, eru búin til þess að sinna starfi sínu sem skyldi, dag- skrána og útvarpshúsið, svo að nokkuð sé nefnt. Þessi áhugi er auð- vitað endurómur þess, hversu snar þáttur rikisfjölmiðlarnir eru í lífi nær hvers manns á landinu. Ég skal ekki fjölyrða um sjónvarpið, en mig langar hins vegar til þess að fara nokkrum orðum um útvarpið, því að það þekki ég af dag- legri raun nokkurra ára sem starfs- maður fréttastofu þess. Mér er ekki til efs, að fenginni reynslu, að flestir bera hlýjan hug í brjósti til útvarpsins og vilja veg þess sem mestan. Hitt er annað mál, að margt bjátar á og úr mörgu þyrfti að bæta. Þar ber útvarpshúsið hæst um þessar mundir. öll sín fimmtíu ár hefur útvarpið þurft að hírast i leigu- húsnæði við þröngan kost og á stundum raunverulega í óþökk hús- eigenda. Nú um nokkra hríð eða frá því að fyrir aivöru var á nýjan leik tekið að ræða um smíði útvarpshúss hefur útvarpinu þó verið meinað að nota sitt eigið fé til þess að hefja smíði þessa húss, þar sem því er ætlaður staður til frambúðar. Enn er óséð hverjar verða lyktir jæssa máls, en það hefur gerst áður, að fé út- varpsins hefur verið tekið til annarra nota en þess eigin. öllum er þó ljóst, að útvarpinu er það nauðsynjamál að komast undir eigið þak i húsi, sem beinlínis er byggt með þarfir þess í huga. Á góðum veðurdegi sumarið 1978 var tekin fyrsta skóflustungan að grunni útvarpshúss í nýja miðbænum í Reykjavík. Síðan gerðist fátt, annað en það, að reist var mikil girðing um- hverfis væntanlegt hússtæði. Menn höfðu þá í flimtingum á útvarpinu, að girðingin væri svo vel fúavarin, að ljóslega ætti ekki að hrapa að neinu við smíði hússins. Þetta voru gaman- mál, og ekki óraði menn fyrir því, að þau yrðu að áhrinsorðum. Því miður hefur sú orðið raunin. „Hvar er stHlan?" En síðan eru liðin rösklega tvö ár og i hönd fer fimmtíu ára afmæli. Jafnframt fer óþreyja útvarpsmanna vegna þessa vaxandi. Starfsfólk út- varpsins er tekið að ókyrrast og verður þó ekki annað sagt en útvarps- menn séu seinþreyttir til vandræða. Útvarpið fær ekki að nota sitt eigið byggingarfé en það verður ekki sagt um alla. Við Rauðarárstíg í Rvík hefur á skömmum tíma risið mikil glerhöll. Þar byggir Framkvæmda- stofnunin yfir sig og virðist hvergi vanta fé og engin fyrirstaða á þvi að hún fái að nota það. Ég skal ekki efast um, að Framkvæmdastofnunin hefur fulla þörf fyrir nýtt hús og auð- vitað fer vel á því, að smíði eins húss vefjist ekki fyrir stofnun með slíkt nafn. En svo er stundum sagt, að ekki sé alveg jafnt á komið með Jóni og séra Jóni. Ég veit ekki, hvort það á við i þessu sambandi. Á fundi starfsmanna útvarpsins á dögunum var talað um þessi mál öll. Þá varð góðri og gegnri konu, sem lengi hefur unnið á útvarpinu, að orði um byggingarmálið: „Hvar er stiflan?” Því er ef til vill vandsvarað. Hitt vita menn, að það er á valdi þess manns, sem nú situr á stóli mennta- Hvar er slflan? spyrja útvarpsmenn. Hvað er það, sem kemur I veg fyrir, að ekki sé hægt að halda áfram þar sem frá var horfið við byggingu útvarpshúss? Það var Vilhjálmur Hjálmarsson, þáverandi menntamálaráðherra og núverandi formaður útvarpsráðs, sem tók fyrstu skóflustunguna. DB-myndir: Ari / Sig. Þorri. málaráðherra, að losa um stifluna, hvar sem hún er, sprengja hana, ef ekki vill betur til, og sjá svo um, að hafist verði handa um smíði útvarps- hússins án frekari tafa og málaleng- inga — af hverjum rótum sem þær kunna að vera runnar. Slík ákvörðun yrði menntamála- ráðherra til ævarandi sóma. Þaö væri afmælisgjöf við hæfi. En afmælisgjafirnar gætu verið fleiri. Öllum er ljóst, og þá starfsmönn- um útvarpsins allt eins og ekki síöur en öðrum, að margt er miður en skyldi í málum þess. Þegar umbætur á útvarpinu hefur borið á góma, hefur það löngum verið viðkvæði ráðamanna þess, að lítið væri hægt að gera, fyrr en risið væri útvarpshús. Þetta er auðvitað rétt að vissu marki, en rangt að öðru leyti. Það þarf að taka allan rekstur út- varpsins til endurskoðunar, huga að úrbótum á því sem er — en megin- verkefnið ætti þó að vera að glöggva sig á því, hvers konar útvarp — og Helgi H. Jónsson sjónvarp — við viljum hafa í framtíð- inni. Frumkvæðið að slíkri úttekt þarf að koma frá menntamálaráðherra. Þar þar-f að huga að aðstæðum hér innan lands, en draga jafnframt þann lærdóm, sem við gætum nýtt okkur, af reynslu annarra þjóða i þessum efnum. Af nógu er að taka. Hér er, að mínu viti, önnur gjöf, sem við hæfi væri á fimmtíu ára af- mælinu. Sú gjöf yrði menntamálaráðherra ekki síður til sóma en hin fyrri. Helgi H. Jónsson fréttamaður.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.