Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1945, Page 89

Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1945, Page 89
Merk gjöf til Landsbókasafnsins Nokkrir íslendingar í Edinborg hafa bundizt samtökum um að gefa Landsbóka- safninu filmur af öllum íslenzkum handrit- um í brezkum söfnum, en fotostat-útgáfur af hinum merkustu þeirra. Er nokkur hluti gjafarinnar þegar kominn til safnsins, en hitt er væntanlegt smám saman. Tildrög þessarar merkilegu og kær- komnu gjafar voru þau, að íslendingar í Edinborg vildu minnast með einhverjum hætti hins endurheimta sjálfstæðis íslend- inga á 25 ára afmæli þess 1. desember 1943. Upp úr því varð til sú ágæta hug- mynd að færa landinu að gjöf eftirmyndir íslenzkra handrita í brezkum söfnum, en þar er varðveitt, sem kunnugt er, talsvert safn íslenzkra handrita. Eru sum þeirra allmerk og má þar til nefna nokkur eigin- handarrit Eggerts Ólafssonar og þeirra Svefneyjafeðga. Eru flest þessara handrita komin til brezkra safna úr eigu Finns Magn- ússonar prófessors. Atti Landsbókasafnið kost á að fá þau keypt á sínum tíma, en það fórst fyrir vegna tómlætis stjórnenda þess. Eigi er þess kostur nú að fá handrit þessi í frumriti og er því mikill fengur að fá nákvæmar eftirmyndir þeirra. Félag Islendinga í Edinborg hófst handa með því að láta gera prýðilega fotostat- Sigursteinn Magnússon er jœddur á Alcureyri 24. desember 1899, sonur Magnúsar Jónssonar öku- manns þar og konu hans Margrétar Sigurðardótt- ur. Hann liejur nú um nokkur ár verið ræðismað- ur lslendinga í Edinhorg og jafnjramt fulltrúi Sambands ísl. samvinnu/élaga. útgáfu af Drykkjabók (Potologia Islandor- um) Eggerts Ólafssonar, en eiginhandarrit Eggerts af þeirri bók er varðveitt í þjóð- bókasafni Skotlands í Edinborg. Auk þess- arar bókar hefur félagið þegar sent Lands- bókasafninu fjölda handrita á filmum, en

x

Árbók Landsbókasafns Íslands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Landsbókasafns Íslands
https://timarit.is/publication/279

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.