Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1994, Page 13

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1994, Page 13
BÓKAÚTGÁFA PÁLS SVEINSSONAR 13 góð skil, sendir Páli að því er virðist viðstöðulítið andvirði þeirra bóka, sem hann tekur á móti. Slíku á Páll ekki að venjast, enda er honum ekki grunlaust um, að hér ráði örlæti prófasts, fremur en einstæð bókhneigð Vopnfirðinga. Páll er opinskár við prófastinn á Hofi og segir honum eitt og annað af útgáfubasli sínu. Hann lætur þess getið vorið 1864, að von sé á nýju hefti af Púsund og einni nótt. Síðan bætir hann við: „Ég get ei meir í ár, hún gengur illa út, og ennþá verr gengur með að fá inn fyrir það litla sem selst, en ef ég lifi ætla ég samt að ljúka henni af, því ég hefi lofað því og ég vona að geta haldið það.“ Sumarið 1866 segir Páll í bréfi: „Með síðustu ferð til Vopna- fjarðar í ár dirfist ég að senda yður 25 ex. af Þúsund og e., 9. hefti. 10. heftið, sem líka verður slúttnings-heftið, verður búið um mánaðar tíma, en getur ekki komið til yðar fyrr en í vor. Það er skömm að vera að plága yður með þessu bókarusli, sem ég er orðinn leiður á fyrir löngu, en Þúsund og eina nótt mátti ég enda, því annars var það einskis virði og ég orðinn svikari. Til að borga kostnaðinn þarf ég að fá borguð 400 ex., en ég sel varla 200, og enn síður að ég fái það borgað. Af þessu flýtur, að ég er jafnan í mestu kröggum og skil ekki í sjálfur, hvernig ég á að synda fram úr því. Kommer Tid, kommer Raad, segir Danskurinn. Nú sé ég þó fyrir endann á Þúsund og einni nótt, og þegar hún er búin, þá fer ég að rétta við.“ 5 Arið 1865 hafði Páll gefið út Þúsund og eina nótt og fimmta bindið af Nýrri sumargjöf, sem jafnframt varð hið síðasta. Næsta ár sótti hann hins vegar í sig veðrið og gaf þá út þrjár bækur. Ein þeirra var Bandinginn í Chillon og Draumurinn, tveir ljóðabálkar eftir Byron, í einni bók, þýðandi Steingrímur Thorsteinsson. Önnur bókin var Gandreiðin, skopádeila Gröndals í leikritsformi, og hin þriðja Króka-Refs saga. Utgáfu hennar annaðist Þorvaldur Bjarnarson, þá styrkþegi Árnasafns, síðar prestur á Melstað. Haustið 1866 lauk Páll og útgáfu Þúsund og einnar nætur. Enn á Páll í erfíðleikum, og sala útgáfubókanna er treg. Hinn 5. október 1866 skrifar hann vini sínum Jóni Árnasyni: „Mér hefur í alla staði gengið erfitt með að selja bækur mínar og má á endanum selja þær sem maculatur (umbúðapappír). Bækur er varla orðið seljandi á Islandi. — Ég hefi það annars gott og nóg að gera.“
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160

x

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur
https://timarit.is/publication/280

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.