Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1994, Page 39

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1994, Page 39
ÞJÓÐARBÓKHLAÐA 39 bókhlaðan fengi helming hinnar óskiptu upphæðar. Reyndin varð þó önnur, því að henni var skipt í þrennt: bókhlaðan fékk 45 milljónir, framkvæmdir við Bessastaði 40 milljónir og Þjóðleikhús- ið 65 milljónir. Leikhúsið hafði þó á árinu 1990 fengið 127 milljónir úr sjóðnum, er efnt var til samkvæmt lögunum um Þjóðarbókhlöðu og endurbætur menningarbygginga, og til fram- kvæmda á Bessastöðum var ráðstafað 202 milljónum króna og þær skrifaðar á umræddan sjóð eftir fjárlögum fyrir árið 1990 að dæma. Hefði því mátt ætla, að bókhlaðan yrði á árinu 1991 látin sitja fyrir sjóðsfénu, eins og lög segja til um, en frekari fram- kvæmdir við Þjóðleikhús og á Bessastöðum fjármagnaðar með öðrum hætti. En enn var vegið í sama knérunn, 180 milljónir króna látnar hrökkva úr sjóðnum til umræddra framkvæmda. Enginn virtist nú muna lengur eftir eldri skattinum, eignar- skattsaukanum, sem lagður var á 1987-89 og renna átti alfarið til Þjóðarbókhlöðu. Álagningin nam alls þessi þrjú ár 684 milljónum. Af honum hafði innheimzt í árslok 1989 kr. 501 milljón, en þar af hafði bókhlaðan fengið 244 milljónir, eins og áður segir. Hefði mismunurinn verið verðbættur samkvæmt lánskjaravísitölu til ársloka 1989, hefði inneign byggingarsjóðsins hjá ríkissjóði þá numið kr. 313.090.000. Horfur voru á, að á árinu 1990 mundi innheimtast nær 50 milljónir til viðbótar af eignarskattsauka áranna 1987-89, svo að enn jókst það fé, sem byggingarsjóðurinn átti þarna inni. Sótt var í nóvember um heimild til að láta bjóða út 11. áfanga, en samstarfsnefnd um opinberar framkvæmdir, er fjallar um slík mál, kaus að bíða átekta, unz séð yrði, hver yrði lokaniðurstaða Qárlaga fyrir árið 1991. Háskóli íslands óskaði eftir að mega kynna starfsemi sína í Þjóðarbókhlöðu 11. marz, og var veitt leyfi til þess, jafnframt því, að sætt var færi til að kynna málefni bókhlöðunnar. Tölvufræðinemar við Háskólann fengu leyfi til að halda mikla tölvukynningu í bókhlöðunni dagana 3.-7. október. Nokkur þús- und manns komu í bókhlöðuna í hvort sinn. Þá stóð Bókvarðafélag íslands fyrir kynningu nýrra bóka í bókhlöðunni 1. desember, og lásu höfundar þar upp úr ritum sínum. Tilefni þessarar kynningar var 30 ára afmæli félagsins 4. desember. Þá er þess að geta, að Umhverfisráð Reykjavíkur tilkynnti á afmælisdegi borgarinnar 18. ágúst 1990, að það hefði ákveðið að
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160

x

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur
https://timarit.is/publication/280

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.