Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1994, Side 41

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1994, Side 41
ÞJÓÐARBÓKHLAÐA 41 Við tilkomu nýrrar ríkisstjórnar vorið 1991 hét Ólafur G. Einarsson menntamálaráðherra þegar stuðningi við bókhlöðu- málið og beitti sér fyrir því, að bókhlöðunni yrði í frumvarpi fjárlaga fyrir árið 1992 ætlaður meginhluti eignarskattsaukans, eða 335 m. kr. Við þeirri upphæð var ekki hróflað í meðferð fjárlaga á Alþingi. Ekki reyndist unnt, þótt eftir væri leitað, að fá heimild til útboðs 12. áfanga á árinu 1991 og vinna þannig dýrmætan tíma. Útboðið varð að bíða nýs árs. Hinn 31. maívar haldinn fundur með starfsliði Landsbókasafns og Háskólabókasafns, þar sem fjallað var um Þjóðarbókhlöðu. Finnbogi Guðmundsson ræddi um fjármál og framkvæmdir, en Einar Sigurðsson um endurskoðaða rýmisskrá, er hönnuðir bók- hlöðunnar mundu nú snúa sér að ásamt samstarfsnefnd um Þjóðarbókhlöðu undir forystu Egils Skúla Ingibergssonar verk- fræðings, framkvæmdastjóra byggingarnefndar. Á fundinum 31. maí gerði Þórir Ragnarsson jafnframt grein fyrir hinu nýja tölvukerfi, Libertas, er síðar var gefið íslenzka nafnið Gegnir. Eins og fram er komið, varð að bíða fram yfir áramót heimildar til að bjóða út 12. áfanga. Jafnskjótt og sú heimild fékkst snemma í janúar 1992, var áfanginn boðinn út með tilboðsfresti til 24. marz, enda þar um að ræða mikinn og allflókinn áfanga, svokallaðan loftaþátt. Tilboð reyndust, þegar á hólminn kom, mun lægri en kostnaðaráætlun hönnuða. Hvort tveggja var, að þröngt var á vinnumarkaði og efnissalar höfðu lækkað verð til mikilla muna frá því er hönnuðir unnu að áætlun sinni og könnuðu verð hjá þeim. Tilboð það, er tekið var, reyndist vera frá Hagtaki og hljóðaði upp á 218 milljónir, en áætlun hönnuða var 321 milljón. I greinargerð byggingarnefndar í maí um fjárþörf á árinu umfram 12. áfanga, svo sem til reksturs byggingar, hönnunar og undirbúnings flutninga, kom fram, að eftir urðu 39 m. til annarra verka. Tillaga var gerð um, hver þau verk væru, og féllst ráðuneyt- ið síðar á árinu á þá tillögu. Heildarfjárveiting til Þjóðarbókhlöðu á árinu var 335 m. kr. Vegna þess hve seint framkvæmdir hófust við 12. áfanga, var sýnt, að áfanganum yrði ekki lokið fyrr en á árinu 1993 og hluti fjárveitingar ársins 1992 yrði því fluttur á milli ára. Einar Sigurðsson var leystur frá háskólabókavarðarstarfi sínu frá 1. febrúar allt til nóvemberloka 1992 til þess að geta einbeitt sér að vinnu með hönnuðum og aðdráttum margvíslegra gagna, er að
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160

x

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur
https://timarit.is/publication/280

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.