Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.1953, Síða 5

Frjáls verslun - 01.01.1953, Síða 5
Síldarvinna sí Siglufirði. að hafa eignazt, og ekki eru slíkir hlutir taldir með, þegar ákveða skal, hvort fundur sé lögmætur, eða hvort ákveðið hlutafjármagn veiti tilteknar heimildir, eða hvort nægilegt hlutafjármagn sé hak við ákvörð- un hluthafafundar. Það eru nýmæli í frv., að ef hluthafi eða umboðs- maður hluthafa hafa að gæta sérstakra hagsmuna sín eða annarra við atkvæðagreiðslu, enda velti ákvörðun um málefnið á atkvæði hans, geti hluthafi, sem ekki hefur goldið ákvörðuninni jákvæði, fengið henni lirundið með dómi, ef hagsmunir félagsins eru í veiga- miklum atriðum bornir fyrir borð. Eins og nú, þarf samkv. frv. samþykki allra hlut- hafa til ákvarðana um nokkur atriði. Má þar til nefna ákvarðanir um að skylda einstakan eða einstaka hlut- hafa til að þola lausn á hlutum sínum að einhverju leyti eða öllu, að lakmarka heimild þeirra til með- ferðar á hlutum sínum, eða að skerða rétt þeirra til greiðslu úr hendi félags við slit þess. I frv. eru það nýmæli í þessum efnum, að ef tillaga um þessi efni nær samþykki allra fundarmanna á lögmætum fundi, en allir hluthafar hafa ekki sótt fund, þá geti félags- stjórn kvatt til nýs fundar um málið, eftir nánar til- teknum reglum. Telst tillagan þá samþykkt á síðara fundinum, ef allir hluthafar, sem þar mæta, gjalda henni jáyrði, enda ráði þeir yfir 90% hlutafjárins hið minnsta. Um ýmis þau atriði, sem núgildandi lög krefjast samþykkis allra hluthafa til breytingar þeirra, er í frv. krafizt, að tillaga um þau efni hljóti fylgi hlut- hafa, er ráða yfir 90% hlutafjárins. Má þar til nefna tillögur, sem hafa í sér fólgnar breytingar á starf- semi félags í veigamiklum atriðum, eða á ákvæðum um atkvæðisrétt hluthafa, eða skerðingu á rétti hlut- hafa til arðs, eða lækkun nafnverðs hluta almennt án greiðslu til hluthafa. Réttur minni hlutans er hér aft- ur á móti tryggður með því, að honum er heimilað að krefjast þess, að meiri hlutinn leysi til sín hluti hans. Náist ekki samkomulag um innlausnarverðið, skal ákveðið með mati dómkvaddra manna. Hafi inn- FRJALS VERZLUN 5

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.