Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.1953, Blaðsíða 24

Frjáls verslun - 01.01.1953, Blaðsíða 24
Þórarinn Kjartansson kaupmaSur andaðist 26 desember s. 1. Fæddur var hann að Núpskoti á Álfta- nesi 25. nóvember 1893, sonur hjónanna Kjartans Árnasonar, síðar ökumanns í Reykjavík, og Guðfinnu Isaksdóttur. Hingað til bæjarins fluttist hann með foreldrum sínum 12 ára að aldri. Á unglingsárum vann hann hvers konar störf, er til féllu. Hann stundaði nám við Verzlunarskólann samhliða vinnu sinni. 1 nokkur ár ók hann bifreiðum milli Reykjavíkur og Hafnarfjarðar. í fyrra stríðinu fór Þórarinn til Danmerkur og vann þar að gúmmí- viðgerðum. Lærði hann þá iðn til hlýtar, og er hann kom heim aftur, setti hann hér á stofn verkstæði í þeirri atvinnugrein. Var hann brautryðjandi á því sviði hérlendio. Samhliða gúmmíviðgerðunum, er hann stundaði um 25 ára skeið, hóf hann framleiðslu á gúmmílími undir vöruheitinu „Grettir“. Síðustu 10 árin starfrækti hann eigin verzlun í húsi sínu nr. 76 við Laugaveg. Saga Þórarins er sagan af fátæka drengnum, er brauzt áfram af eigin rammleik til sjálfstæðrar og óháðrar lífsstöðu. Þórarinn var maður látlaus í framkomu og prúð- mennsku hans var viðbrugðið. Trúmennska, skyldu- rækni og áreiðanleiki einkenndi líf hans og starf öðru fremur. Kvæntur var hann Guðrúnu Daníelsdóttur, og lifir hún mann sinn. Eignuðust þau hjónin 12 börn, sem öll eru á lífi. Hróbjartur Arnason for- stjóri andaðist 11. febrú- ar s. 1. Hann var fæddur 12. júní 1897 að Áshóli í Hollum, sonur hjónanna Margrétar Hróbjartsdóttur og Árna Runólfssonar. Sex ára að aldri fluttist hann hingað til Reykjavíkur með foreldrum sínum og átti hér heimili síðan. Hró- bjartur varð snemma fram- takssamur liðsmaður í K. F.U.M. Vann hann af mikilli ósérj)lægni og áhuga að kristilegum málefnum í þágu þess holla félagsskapar og annarra skyldra félaga. Hann var dugnaðarmaður að hverju sem hann gekk og hafði örvandi áhrif á aðra. I stiórn Elliheimilisins Grund átti hann sæti frá 1939 til dauðadags. Fyrirtæki fitt, Burstagerðina, stofnsetti hann 1930. Sigldi hann utan til að fullnuma sig í burstagerð og gerðist brautryðjandi þeirrar iðngreinar hér á landi eftir heimkomuna. Kom hann fyrirtæki sínu á öruggan og traustan grundvöll. Hróbjartur var maður hár vexti og bjartur yfir- litum. Góðmennsku lians og drengskap var viðbrugð- ið. Hann var hollvinur allra ungra manna og ávallt reiðubúinn að leiðbeina þeim á þroskabrautinni. Kvæntur var hann Ingibjörgu Þorsteinsdóttur, er lifir mann sinn, og eignuðust þau sex börn. 24 FRJÁLS VERZLUN

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.