Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.1953, Blaðsíða 31

Frjáls verslun - 01.01.1953, Blaðsíða 31
Gluggasýningar Framh. aj bls. 19. að hún krefst þolinmæði, vandvirkni og mikillar æf- ingar tíl þess að árangur náist . Ungu verzlunarmenn, takið „styrktarstokkana“ strax í dag og farið að æfa ykkur. Búið til pýramída, hús, brýr og það, sem ykkur dettur í hug, á borðið eða í gluggann. Útvegið ykkur gott skilti, sem þið getið notað við þetta tækifæri, og á það getið þið skrifað 'texta þann, er ykkur finnst bezt við eiga. Hér koma nokkrir. „Um leið og þið kaupið styrktarstokkinn, hjólp- ið þið lömuðum." „Eitt lítið ljós tendrar nýja von um kraft hjó lömuðum." „Styrktarstokkurinn í hvers manns vasa." „Húsmœður, kaupið styrktarstokkinn og styðjið lamaða." Margir fleiri textar koma til greina. Stillið út styrktarstokkum. Reynið nýjar leiðir hvað eflir annað, og þegar þið hafið náð þeirri leikni, að ykkur finnst leikur einn að gera gluggasýningar með stokkum, þá hafið þið náð grundvallarleikni til þess að stilla út alls konar ])akkavarningi, svo og öðrum vörum. Jafnframt rnunið þið finna ánægju af að hafa notað tímann vel fyrir sjálfa ykkur og fyrir gott málefni. Sveinbjörn Árnason. Jólaútstillinjí hjá HvannberKshræðrum. Ljósm.: Geir Fenger. Frá borði ritstjórans Framh. af bis. 25. fyrir löngu. Það hefur yfirleitt allt orðið til þess að gera verzlunina óhagstæðari og vöruverðið hærra fyrir almenning í landinu, en það hefur skapað atvinnu fyrir margan mann og svo er enn.“ GLUGGASÝNINGAR verzlana bæjarins fyrir síð- ustu jól voru fjölskrúðugri og betri en nokkru sinni áður. Verða þeir fleiri kaupmennirnir með hverju ári sem líður, er leggja einhverja rækt við sýningar- gluggana. Margar jólaútstillingar voru frumlegar og smekkvísar. Er auðrætt að leikni manna við þá iðju fer vaxandi. Tvær verzlanir við miðbæinn höfðu „lifandi jóla- sveina“ í gluggum sínum tvo síðustu sunnudaga fyrir jól, og sýndu þeir vegfarendum vörur og léku listir sínar. Drógu þeir að mikinn aragrúa borgara. Var þetta vel til fundið og smellið auglýsingabragð. Það verður aldrei of oft brýnt fyrir kaupmönnum að hyggja vel að sýningargluggunum. Þeir eru lykill að miklum og góðum viðskiptum. FRJÁLS VERZLUN 31

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.