Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.1953, Blaðsíða 27

Frjáls verslun - 01.01.1953, Blaðsíða 27
Félagsmál Nýir launakjarasamningar verzlunarmanna. Þann 31. desember s.l. voru undirritaSir samningar um kaup og kjör verzlunarfólks, milli Verzlunarráðs íslands, Sambands smásöluverzlana og K.R.O.N. annars vegar og launþegadeildar V.R. hins vegar. Samningarnir eru svohljóðandi: Undirritaðir aðilar samþykkja að framlengja samning um kaup og kjör verzlunarfólks frá 3. marz 1948 og viðbótarsamn- ing frá 10. ágúst 1950 með eftirtöldum breytingum: 1. 2. grein B-liður, 3. flokkur orðist þannig: „Byrjunarlaun ..............kr. 1.351,36 Eftir 1 ár ................. — 1.491,32 Eftir 2 ár.................. — 1.667,25“ 2. Fjórða grein orðist þannig: „Allar framangreindar launaupphæðir eru grunnlaun og greiðast að viðbættri vísitölu samkvæmt eftirfarandi ákvæðum: a. Framfærsluvísitala nóvembermánaðar s.l., 163 stig, lækk- ar um 5 stig í 158 stig, og kaupgjaldsvísitalan, sem miðað er við í samningi þessum í 148 stig með óbreyttu kaupgjaldi. — Hækki eða lækki framfærsluvísitalan úr 158 stigum, greiðist kaup samkvæmt kaupgjaldsvisitölu með 5 stiga álagi. Á grunnlaun, sem eigi eru hærri en kr. 1.830,00 á mánuði, greiðist þó vísitöluuppbót samkvæmt kaupgjaldsvísitölu að viðbættum 10 stigum. Fari kaup á þennan hátt upp fyrir kaup í hærri kaupgjaldsflokki, hækkar kaup þess flokks upp í sömu upphæð. b. Á grunnlaun, sem eigi eru hærri en kr. 2.200,00 á mán- uði, skal greiða fulla vísitöluuppbót, samkvæmt a-lið. Á þann hluta grunnkaups, er umfram kann að vera, greiðist sama vísitöluálag og áður. Launagreiðslur skulu fara fram mánaðarlega og eigi síðar en annan dag hvers mánaðar eftir á.“ — 3. 6. grein orðist þannig: „Sumarleyfi skal vera 15 virkir dagar á ári fyrir eins árs starfstíma, sem er 5% af árskaupi. Eftir 12 ára starf bjá sama fyrirtæki fær starfsmaður 3 daga frí til viðbótar, og sé það tekið að vetri til. Samkomulag við atvinnurekanda ræður, hve- nær leyfið er tekið.“ 4. 7. grein breytist þannig: í stað setningarinnar: „Aðfangadag jóla o.s.frv.“, komi: „Aðfangadag jóla skal eigi loka síðar en kl. 13 og á gamlárs- dag kl. 12. Þriðja dag jóla skulu sölubúðir opnaðar kl. 10“. 5. 12. grein orðist þannig: „Verði úgreiningur um framkvæmd þessa samnings, s. s. flokkun launa o.fb, skal gerðadómur, skipaður 3 mönnum, skera úr málum. Gerðadómurinn skal þannig skipaður: Einn maður tilnefndur af Verzlunarráði íslands eða einn af sam- bandi smásöluverzlana eða einn af Kaupfélagi Reykjavíkur og nágrennis, eftir því, hvern þeirra mélið varðar. Einn skipaður af Verzlunarmannafélagi Reykjavíkur, og skal hann vera laun- þegi, og einn af borgarfógeta, og skal hann vera oddamaður." 6. 13. grein orðist þannig: „Samningur þessi gildir frá 1. janúar 1953 til 1. júlí 1953 og framlengist sjálfkrafa um 6 mánuði í senn, verði honum ekki sagt upp með eins mánaðar fyrirvara. Þó skal starfsmað- ur, er nýtur betri kjara en ákveðin eru í samningi þessum, halda þeim réttindum óskertum, meðan hann gegnir sama starfi." Aöalfundur Félags vefnaöarvörukaupmanna var haldinn 11. febrúar s.l. í stjórn félagsins voru kosn- ir: Jón Helgason, formaður, Árni Árnason. Björn Ófeigsson, Gunnar Hall og Halldór Gunnarsson. Varastjórn skipa: Helga Thorberg og Hjörtur Jónsson. Skókaupmannafélagið hélt aðalfund sinn 29. jan- úar s. 1. og voru kosnir í stjórn: Óli J. Ólason, for- maður, Björn Ófeigsson og Lárus G. Jónsson með- stjórnendur. Varamenn voru kosnir: Björgúlfur Stef- ánsson og Jón Guðmundsson. • Aðalfundur Styrktar- og sjúkrasjóðs verzlunarmanna var haldinn 26. febrúar s.l. Stjórn sjóðsins var end- urkosin, en hana skipa: Helgi Bergs, formaður, Ingi- mar Brynjólfsson, gjaldkeri, Guðmundur Þórðarson, ritari. Meðstjórnendur eru: Sigurjón Jónsson og Er- lendur Ó. Pétursson. Varastjórn skijta: Henrik Thor- arensen, Nieljohníus Ólafsson og Sigurður Einarsson. Eignir sjóðsins nema nú kr. 438.008,78 og höfðu aukizt um kr. 20.275,45 á árinu. í árslok voru 437 félagar í sjóðnum. Á árinu 1952 var veittur styrkur til 22 manna samtals að upphæð kr. 24.900, Hver sá, sem búinn er að vera félagi í sjóðnum í fimmtíu ár, er gerður að heiðursfélaga. Að þesstt sinni voru lilnefndir tveir nýir heiðursfélagar, Carl Finsen, forstióri, og Einar Magnússon, fyrrverandi sparisjóðs- gjaldkeri. FRJÁLS VERZLUN 27

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.