Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.1953, Blaðsíða 10

Frjáls verslun - 01.01.1953, Blaðsíða 10
til Berlínar, var Otto Bismarck, prins, sonarson- ur Bismarcks, kanzlara. Snæddi ég kvöldverð með ]>rinsinum og konu hans í Adlon gistihúsinu, en þau hjónin virtust hafa þungar áhyggjur vegna handtöku Gottfried, bróður hans, sem var einn af fyrstu með- limum flokksins og yfirráðsmaður Potsdam héraðsins. Þau gátu ekki trúað því, að hann væri á nokkurn hátt viðriðinn samsærið og grátbáðu mig um að tala máli hans við Hitler. Menn geta rétt ímyndað sér hvernig klípu ég var í, þar sem Gottfried Bismarck hafði sjálfur sagt mér frá ráðagerðum sínum, en mér var ómögulegt að segja bróður hans frá þessu og lofaði því að gera, það sem ég gæti. Ég tók mér far með sérstakri næturlest og var kominn til ba>kittöðva Hitlers næsta morgun. Þegar ég .hitti Ribbentrop, var hann titrandi reiður vegna „sviksemi“ Tyrkja, eins og hann orðaði það, í sam- bandi við stjórnmálasambandsslitin, og ekki æsti hann sig síður upp, þegar hann minntist á „borgararlegu svikarana“ frá atburðinum þann 20. júlí. Hann var mjög gramur yfir því, að starfsmenn úr hans eigin ráðuneyti skyldu vera flæktir í málið, og talaði hann um nauðsyn á allsherjar hreinsun. Virtist Ribbentroj) ekki vera fær um að halda upj)i neinum rökréttum samræðum varðandi ástandið almennt eftir að sam- band okkar við Tyrkland slitnaði. Seinni hluta dagsins hitti ég svo Hitler. Mér var fylgt til herbúða hans, sem voru umvafðar þéttu neti varúð- arráðstafana. Varðstöðvar höfðu nú verið auknar um helming, og þegar komið var að þeirri síðustu, urðu menn að skilja eftir höfuðföt, frakka, skjalatöskur og yfirleitt allt annað, er þeir höfðu meðferðis. Þrált fyrir allar þessar varúðarráðstafanir var ég ekki að því spurður, hvort ég bæri á mér vopn, en hélt því næst áfram í fylgd með tveimur varðmönnum, sem vísuðu mér til forstofu Hitlers. Eftir nokkra bið birtist Hitl- er, og var náfölur að sjá. Hafði hann annan hand- legginn í fatla og virtist mjög taugaóstyrkur. Hann reyndi þó að heilsa mér á sem innilegastan hátt, en þegar hann talaði í þungum ásökunartón um „svik- arana“, skein beizkt hatur úr hinum þreytulegu aug- um hans. Hann jafnaði sig þó brátt og spurði: „Hvað hafið þér svo að segja mér í fréttum, herra von Pap- en?“ Ég reifaði stuttlega síðustu atburðarásina í Tyrk- landi og skýrði honum frá, hve Bandamenn legðu hart að Tyrkjum, einkum þó þar sem þeir hefðu hót- að að útiloka Tyrki frá öllum friðarumleitunum, ef þeir ekki slitu sambandi við Þýzkaland. Þá greindi ég Hitler frá lokaviðræðum mínum við forseta Tyrk- lands, þar sem Inönii hafði boðizt til þess, þrátt fyrir Úr m.yndasafn.L V./?. XXXVIII. H . p. '5 3 • Hafliði Andrésson. ,,Sitt sýnist hverjum um siSaskiptin.“ sambandsslitin, að gerasL milligöngumaður, ef Þýzka- land skyldi óska aðstoðar hans. Ég lagði ekki þessa áherzlu á að skýra afstöðu Tyrklandsforseta vegna þess að ég áliti, að Hitler myndi færa sér slíka að- stoð í nyt, heldur vegna þess að ég vildi með því reyna að afstýra mögulegum tilraunutn af hendi Ribbentrops til að koma fram hefndum, eins og t. d. með því að láta gera loftárás á Istanbul. Hitler virt- ist vera allskostar ánægður með skýrslu mína, og sagðist hann alltaf hafa búist við fráikilnaði Tyrkja, allt frá þeim tíma, er Krímskaginn var glataður. Lét hann aldrei orð falla um neina sviksemi af hendi Tyrkja eins og Ribbentrop hafði ásakað þá um. Þar sem Hitler tók svq vel og skynsamlega í þessi 10 FRJÁLS VERZLUN

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.