Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.1968, Side 13

Frjáls verslun - 01.01.1968, Side 13
FRJALS V ERZ.tíU N 13 SAMTÍÐARMENN SKAFTI ÁSKELSSON, forstjóri Slippstöðvarinnar h.f. á Akureyri- Akureyri er bær af þeirri stærð, sem gefur hugmyndaflugi ferða- langsins byr undir báða vængi. Bærinn er of lítill til að allt hverfi hvað í annað og of stór til að skýra sig sjálfur. Þess vegna eru hugmyndir ókunnugra um bæinn og bæjarbraginn álíka margar þeim sjálfum. Eitt af því, sem er sveipað blá- móðunni, eru persónurnar í bæn- um. Þær eru margar þekktar í manna minnum, sumar landsfræg- ar. Næstliðin öld og þessi öld önd- verð eru rammi þessarar frægðar í rauninni. Það eimir eftir, en að- eins svipur hjá sjón. Það er því ekki eins fengsælt og áður fyrr að róa á þessi mið. En það er heldur ekki tilgangs- laust. Stöku menn standa enn á þessari fornu frægð. Hún hefur því enn sitt gildi, sem betur fer. Einn af þessum mönnum er Skafti Áskelsson, forstjóri Slipp- stöðvarinnar hf. Og um leið ber svo vel í veiði, að starfsvettvang- ur hans er einn sá stórbrotnasti á íslandi í dag. Þær eru margar sögurnar um Skafta í Slippnum. Ein er sú, að þegar fyrirtæki hans skilaði af sér flugturninum á Akureyrar- flugvelli fyrir nokkrum árum, hafi hann sent flugmálastjórninni svo- felldan reikning: An: 1 stk. flug-

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.