Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.12.1981, Blaðsíða 9

Frjáls verslun - 01.12.1981, Blaðsíða 9
„Betra kerfi hlýtur að vera til 11 Rýmkunin á reglum um opnunartíma sölubúöa hef- ur mælst misjafnlega fyrir og mun það samdóma álit þeirra er aö reglunum standa að fyrirkomulagið sé ekki eins og best verður á kosið. Nýju reglurnar, það er að segja að fá að hafa opið á laugardögum, tóku gildi í septemberbyrjun. Þurfa kaupmenn að sækja sér- staklega um leyfi til að fá að hafa opið til nefndar, sem í eiga sæti þrír fulltrúar, einn frá Kaupmannasamtökun- um, annar frá VR og sá þriðji frá borginni. Nefndin getur svo veitt leyfi tveimur versl- unum í sömu grein. „Þetta fór hægt af stað," sagði Ölafur Jónsson, einn nefndarmanna, ,,en um- sóknum hefur þó fjölgað stöðugt. Þrátt fyrir það hafa komið í Ijós ýmsir annmark- ar á þessu fyrirkomulagi, það er mjög dýrt að hafa opið þessa daga og því er þetta mun heppilegra fyrir stærri verslanirnar, þar sem vöruúrvalið er meira." Ólafursagði, að það hefði nokkuð brugðið við, að verslanir hefðu opið í leyfis- leysi. Lögreglan hefði þá þurft að hafa afskipti af þeim verslunum og setti það óneitanlega svartan blett á fyrirkomulagið. Blómaverslanir eru margar hverjar orðnar hálfgerðar gjafavöruversl- anir og hafa opið til klukkan 22 öll kvöld. Hefur það ekki mælst vel fyrir af öðrum kaupmönnum. Sagði Ólafur, að um þær hefði lítið verið rætt i nefndinni, enda væri komin hefð á þær. „Annars hlýtur að vera til betra kerfi um opnunartíma verslana, við erum langt frá því að vera ánægðir með þetta eins og það er, enda er skömmtun af öllu tagi heldur hvimleið," sagði Ólafur Jónsson. Helgason. Fyrsta „Nestið" var Nesti í Fossvogi og var það fyrsta fyrirtæki sinnar tegundar á Islandi. Ári síðar opnuðu þau Nesti við Ell- iðaár. Árið 1971 var svo opnuð bifreiðaveitingastof- an Nesti á Ártúnshöfða, sunnan Vesturlandsvegar og 1977 Smurbrauðsstofa í Austurveri við Háaleitis- braut. ( þessi 25 ár hefur Nesti hf. kappkostað að veita sem besta þjónustu bæði ferða- fólki og öðrum vegfarend- um. Hefur þjónusta fyrir- tækisins sérstaklega ’mælst vel fyrir hjá bifreiðastjórum stærri atvinnutækja, og vonast forráðamenn Nestis hf. til þess, að nýi staðurinn þjóni ferðafólki betur, en Nesti við Elliðaár hefur getað gert nú seinni' ár. Tekjur af Skyggni langt umfram áætlun Tekjur af talsambandi við útlönd eftir að samband um Skyggni og sjálfval var tekiö upp hafa farið 46.6 prósent- um fram úráætlun. Að sögn Gústafs Arnar verkfræðings hjá Pósti og síma var gert ráð fyrir í kostnaðaráætlun frá maí 1980, að tekjur fyrstu tíu mánuði ársins 1981 yrðu 26.850 milljónir króna, en hafa farið langt fram úr áætlun. Til dæmis hafa umfram símtöl til Frakklands og Þýskalands verið 80 prósent fleiri fyrri hluta ársins ’81, en gert var ráð fyrir, 50 til 60 prósent til Sví- þjóðar og Danmerkur og um 30 prósent til Noregs. Breytingar á stjórn IBM Nokkrar breytingar hafa nýlega orðið í röðum hinna ýmsu stjórnenda hjá IBM á Islandi að undanförnu. Jón V. Karlsson, sem verið hefur framkvæmdastjóri kerfis- fræðisviðs, er nú í eins árs starfsþjálfun hjá IBM í Dan- mörku og tók Gunnar M. Hansson, framkvæmda- stjóri sölusviðs við starfi hans. Þá hefur Guðmundur Hannesson tekið vió nýrri stöðu deildarstjóra kerfis- fræðideildar meö ábyrgð á kerfisfræðiþjónustu DP véla, eða hinna stærri tölva. Jóhann Gunnarsson er tek- inn við sínu fyrra starfi sem framkvæmdastjóri tækni- sviðs. Hann starfaði sl. þrjú ár hjá aðalstöðvum IBM í París viö umsjón rekstrar- áætlana tæknisviðs. Hjörtur Hjartarson, sem var stað- gengill Jóhanns, er nú á förum til Dubai þar sem hann hefur verió ráðinn til 3 ára sem yfirmaður viðhalds- þjónustu IBM við Persaflóa, eins og við sögðum frá í síðustu FV. Allt er þetta liður í viðleitni IBM til að gefa stjórnendum tækifæri til aukinnar menntunar í breyttu umhverfi og miðla um leið þekkingu sinni meðal erlendra starfsmanna IBM. — Sex erlend leiguskip Á vegum íslensku skipa- félaganna eru nú sex erlend leiguskip í förum. Ríkisskip hefur á leigu strandferða- skipið Vela, sem siglir á áætlun innanlands. Eimskip leigir tvö flutningaskip, Junior Lotte og Charm, sem bæði sigla til Bandaríkjanna og Hafskip leigir þrjú flutn- ingaskip Lynx, sem siglir til Danmerkur og Svíþjóðar, Berit til Finnlands og Gustav Behrmann, sem siglir til Bandaríkjanna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.