Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.12.1981, Blaðsíða 67

Frjáls verslun - 01.12.1981, Blaðsíða 67
að sér fjölþættari störf. 5) Þegar starfsmaöur, sem lengi hefur unnið að sömu verk- efnum, er að staðna í starfi og þarfnast vitneskju um það að yfir- boðari hansfylgist með málunum. Þótt aðhalds sé þörf við að- stæður eins og þær sem að ofan greinir, er það víðs fjarri að hér sé mælt með harðstjórn. Það sem þessir starfsmenn þurfa er návist yfirmannsins í dagsins önn. Það eitt að hann er til staðar og fylgist með, gerir það að verkum að starfsmaðurinn leggur sig meir fram í starfi sem honum áður þótti fánýtt. En hvernig eiga yfirmenn að gefa starfsmönnum sínum til kynna að þeir fylgist með þeim og störfum þeirra? Að sjálfsögðu eiga þeir um marga kosti að velja, en hér eru nokkrir: Nánara eftirlit. Þeir spyrja um vandamál í starfi og sýna áhuga á vinnuafköstum. Þeir ganga ekki út frá því aö starfsmaðurinn taki það upp hjá sjálfum sér að vinna verkiö aðeins vegna þess að hann kann það. Nei, þeir taka virkan þátt í því með leiðbeiningum og hvatning- arorðum. Nákvæm og uppbyggileg verk- lýsing. Því nákvæmar sem þeir lýsa verkefninu sem framundan er og útkomunni sem þeir vænta, því hnitmiðaðri verður lausnin sem þeir fá í hendur frá starfsmannin- um. Þegar þeir fela starfsmanni eitthvert verkefni taka þeir sér tíma til aö ræða það, svara spurningum og skilgreina markmiðið. Og á sama hátt og þeir skilgreina mark- miðið, skilgreina þeir einnig gæðakröfur sínar. Skilafrestur. Parkinsonslögmál- ið virkar á tvo vegu — það er ekki aðeins að togni úr verkefninu svo að það endist í þann tíma sem því var áætlaður, heldur má oft Ijúka sama verkefni fyrr þegar skemmri tímamörk eru sett fyrir framkvæmd þess. Þó skal ekki stefnt að því að krefjast óraunsærra tímatakmark- ana, heldur er takmarkið að fá sem mest og best afköst miðað við tím- ann sem lagður er í verkefnið. Gæðamat. Fólk vinnur betur og kappsamlegar þegar fylgst er með vinnu þess. Yfirmenn ættu því ekki að láta sér nægja fáa og formlega fundi með undirmönnum sínum til viðræðna um störf þeirra, heldur ræða viö þá daglega eða vikulega um störf þeirra og afköst— hvort heldur það er til lofs eða lasts. Þeir ættu að gera sér það að reglu að hrósa því sem vel er gert og benda á það sem betur má fara — og fylgjast með áhrifunum af orðum þeirra. Þannig komast þeir að raun um hvort ráðum þeirra er fylgt eða ekki og láta starfsmanninn jafn- framt finna að aukaerfiði hans er metið að verðleikum. Aukið samband undir- og yfir- manna. Með því að fylgja ein- hverjum af þeim ráðum sem að of- an getur, kemur það af sjálfu sér að samskipti yfirmanna og þeirra sem undir stjórn þeirra starfa verða meiri. Og þó svo að ein- hverjum yfirmönnum finnist að ekkert þessara ráða eigi erindi til þeirra er þeim hollt að gera það sem þeir geta til að auka sam- skiptin við undirmennina — staldra við og bjóðagóðan daginn, spyrja hvernig gangi, hvaða hug- myndir séu til endurbóta, o.s.frv. Skapandi störf þurfa minna að- hald Þá eru hér dæmi um hið gagn- stæða— þegar minna aöhald og minni afskipti af verkefnum starfs- manna leiða til betri árangurs. Dæmi um það eru þegar starfs- maðurinn 1) hefur með höndum flókið vek- efni, 2) er að læra starf sem er honum nýtt, 3) vinnur að nýrri eða skapandi hugmynd, 4) kannar ný markaðssvæði fyrir fyrirtækið, 5) vinnur undir þrýstingi. í öllum þessum dæmum er ætlast til að starfsmaöurinn beiti greind sinni og heilbrigðri skyn- semi en byggi síður á fyrri reynslu. Því er ráðlegt fyrir yfirmanninn að draga úr aðhaldi við störf undir- mannsins — en aldrei má það ganga svo langt að hann láti al- gjörlega af yfirumsjón með verk- inu. Allir þurfa leiðbeininga við og stuönings, einkum þegar unnið er aö verkefnum sem eru krefjandi. Ein eða fleiri af eftirfarandi ábendingum ættu að koma að haldi við aðstæöur sem þessar: Að sýna traust á hæfni og dóm- greind starfsmannsins. Ef yfir- maðurinn hefði ekki slíkt traust á starfsmanninum hefði hann ekki verið valinn til hins vandasama verks. Því ætti yfirmaðurinn að nota öll tækifæri sem honum bjóðast til að láta í Ijós traustið sem hann ber til starfsmannsins. Að fylgjast með settum mark- miðum og vinnugæðum og fá þannig fullvissu um að þau séu raunhæf. Sérþekking starfs- mannsins á verkefninu sem hann vinnur að og hæfni nýtist betur ef yfirmaðurinn leggur af mörkum þá heildarsýn sem hann hefur yfir allri starfseminni. Að starfsmaðurinn sjálfur setji tímatakmörkin. Það er vissulega hlutverk yfirmannsins að kynna hin ýmsu atriði verkefnisins fyrir starfsmanninum sem það á að vinna, en raunhæft mat á verkefn- inu og tímanum sem fer í fram- kvæmd þess er verktakandans. Verkleg aðstoð. Til þess aö auðvelda framgang verksins skal yfirmaðurinn veita alla þá aðstoð sem þarf til að útvega efni og þjónustu með sem minnstri fyrir- höfn og skriffinnsku. Einnig ætti hann að hvetja viðkomandi starfs- mann til að leita til sín þegar þörf er á, en forðast óþarfa afskiptasemi. Aðstoð en ekki stjórnun. Aðhald er óþarft við framkvæmd á verk- efnum sem þessum, þegar treyst er á greind viökomandi starfs- manns og sköpunarhæfileika. En þegar yfirmaðurinn hittir hann að máli ber honum að láta í Ijós traust sitt og fullvissu á hæfni undir- mannsins og hvetja hann til dáða, því þannig ýtir hann undir áhuga hans á starfinu og eykur starfs- orkuna. Stjórnendum er hollt að hafa þessar ráðleggingar í huga við mat á eöli þess verks sem unnið er hverju sinni. Fleiri og fleiri eru að komast á þá skoðun aö stress á vinnustaö þurfi ekki að vera nei- kvætt. Það geti jafnvel verið hvetj- andi og stuðli að auknum vinnuaf- köstum. Hér að ofan hefur verið tillit tekið til þessa, og leiðbeining- arnar eru settar fram á þeim grundvelli. Yfirmaðurinn getur aukið eða dregið úr stressi á vinnustað. Það gerir hann best í öfugu hlutfalli við það hve krefj- andi vinnan eða verkefnió er hverju sinni. 67
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.