Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1994, Side 24

Frjáls verslun - 01.04.1994, Side 24
FORSÍÐUGREIN ERU SMAIR HLUTHAFAR MERKILEGRIEN STÓRIR? í umræðunni að undanförnu um samtakamátt smárra hluthafa á aðal- fundum almenningshlutafélaga kann einhver að spyrja sig hvort of mikið sé gert úr smáum hluthöfum á kostnað þeirra stóru. Eru litlir hluthafar eitt- hvað betri og merkilegri? Smáir hluthafar eru hvorki betri né merkilegri en stórir hluthafar. Og stór hluthafi er heldur ekk- ert merkilegri en lítill. Kjami málsins er að hluthafar í al- menningshlutafélögum hafi völd í samræmi við eign sína, að rétturinn, sem fylgir eign, sé ekki af mönnum tekinn. Þetta er grundvallaratriði í kapítalísku þjóðfélagi og gerir kleift að hafa hlutabréfamark- að og almenningshlutafélög. í samræmi við eignaréttinn er óeðlilegt ef völd og réttur verði meiri í hlutafélagi en ræðst af eign viðkomandi í fé- laginu. Sömuleiðis er óeðlilegt ef rétturinn verður minni. Bæði stórir og litlir hluthafar þurfa á hver öðrum að halda. Þannig getur það verið sterkt fyrir fyrirtæki ef þar er stór og fjárhagslega sterkur hlut- hafi sem er eins konar bakhjarl félags- ins. Smáir hluthafar eru einnig nauð- synlegt fjármagn fyrir fyrirtæki. Og það skyldi ekki gleymast að margt smátt gerir eitt stórt. LITLIR HLUTHAFAR LÁTA SÍÐUR SJÁ SIG Á „KJÖRSTAГ í almenningshlutafélögum þar sem hluthafar eru margir og eignaraðild mjög dreifð eru meiri líkur á að völd stórra hluthafa í félagi verði meiri en eigninni nemur vegna þess að at- kvæði smárra hluthafa dreifast og jafnframt vegna þess smáir hluthafar mæta verr á aðalfundi en stórir. Þeir láta síður sjá sig á „kjörstað“. Spyrja má hverjir eigi að stjórna fyrirtækjum ef ekki þeir sem hafa mest hlutafé á bak við sig? Gefum okkur að í almenningshlutafélagi eigi fimmtán stærstu hluthafamir um 90% í fyrirtækinu. Varla er óeðlilegt að stjórnarmenn komi úr röðum þessara hluthafa og að tekið sé tillit til þess hversu mikið menn eigi í fyrirtækinu þegar kosið er í stjórn þess — burt séð frá hæfileikum þeirra tO að sitja í stjórn. Einhver lítill hluthafi getur verið miklu snjallari og klárari að reka fyrirtækið en stærsti hluthafmn, það gefur samt engan rétt til stjómarsetu og að stýra fyrirtækinu. Tökum dæmi af stóru hlutafélagi sem er með rnjög dreifða eignaraðild og þúsundir hlutahafa. Þar eiga fimm- tán stærstu hluthafamir kannski á milli 30 til 40% í fyrirtækinu en stjórna því hins vegar. Samtakamátt- ur smárra hluthafa nýtist auðvitað best í félögum sem þessum. Atkvæð- in dreifast þá ekki í sama mæli. Jafn- framt verður „kjörsókn" betri. Smár hluthafi fær þá umboð og atkvæðarétt frá öðrum smáum. Atkvæði lítilla hluthafa, sem ella misstu vægi sitt vegna dreifmgar, fá aukið vægi fari þau öll á sömu hönd- ina. Smáir hluthafar í félagi með mjög dreifða hlutafjáreign geta í raun orðið gildandi komi þeir sér saman um full- trúa í stjórn. MISNOTKUNÁ AÐSTÖÐU? Þau rök heyrast stundum að valdi fylgi hætta á misnotkun á aðstöðu, sérstaklega valdi til langs tíma. Skiptir þá ekki máli hvort verið sé að ræða um stjórn almenningshlutafélaga, sveitastjóma eða landsmála. í opnum almenningshlutafélög- um, sem em á skrá á hluta- bréfamarkaði og vinna fyrir opnum tjöldum, hlýtur samt hættan á misnotkun á valdi stórra hluthafa að vera tals- vert minni en í lokuðum hluta- félögum. En getur komið upp sú staða að lítill hluthafi, sem ekki er í stjóm, misnoti aðstöðu sína? Það getur þá ekki gerst öðruvísi en á aðalfundum. Er það að misnota aðstöðu sína að eiga hlutabréf fyrir nokkur þúsund krónur í hlutafélagi og mæta á aðalfund og vera þar með snakk og svívirðingar í stað þess að bera fram málefnalegar spurningar eða gagnrýna með efnislegum rök- um? Hægt er að taka undir að hluthafi, sem mætir á aðalfund með svívirðing- ar en ekki rök, sé að misnota aðstöðu sína. (Ath. hér er ekki átt við ræðu Péturs Blöndals á aðalfundi íslands- bankanna.) Á almennum fundum verður samt alltaf erfitt að komast hjá misgóðum spumingum og umræðum — og jafnvel svolítilli taugaveiklun ef einhver er þannig stemmdur. Það á ekki að valda taugatitringi. Hver og einn dæmist af málflutningi sínum. Eru smáir hlutahafar eitthvað betri og merkilegri en stórir, kann einhver að spyria? 24
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.