Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1995, Síða 26

Frjáls verslun - 01.02.1995, Síða 26
TÆKNI Svona leit fyrsta faxtækið út sem kom til íslands fyrir aðeins 15 árum, árið 1980. Það var á stærð við tvær þvottavélar. Nú er tæknin önnur. Komin eru á markað tæki sem eru í senn ljósritunarvél, tölvuprentari og fax. prentast sendingin út í einni lengju. Á sumum tækjum af ódýrari gerðinni er pappírsskerari sem sker slíkar lengj- ur niður í A4 stærð. Helsti gallinn við thermopappírinn er að letrið eyðist smátt og smátt. Þarf því að ljósrita hann á venjulegan pappír ef geyma á skjölin og er það bæði tíma- og papp- írseyðsla. Sendingarhraði er mismikill eftir gæðum tækja og er mun minni í ódýr- um tækjum en þeim dýru. Hins vegar ber að geta þess að sendingarhraði ræðst einnig af gæðum þess tækis sem móttekur og getur því orðið hægur í fullkomnu tæki ef móttakand- inn er með frumstætt tæki. Mynd- gæði fara líka eftir því hvað tækið, sem móttekur, er fullkomið. HÆGT AÐ NOTA SÍMALÍNU HEIMILISINS Einföldustu gerðir faxtækja eru tengdar við síma eða í sama tæki og síminn og í þeim er nær enginn hug- búnaður því þau eru eins og sími sem breytir skilaboðum í texta. Ekki þarf að kaupa sérstaka símalínu fyrir þessi tæki því þau eru tengd við línuna sem fyrir er og er þá faxnúmerið það sama og símanúmerið. Þessu fylgir auðvit- að sá galli að ekki er hægt að senda fax í þetta númer ef síminn er upptek- inn. Til að taka á móti faxi í einföld- ustu tækjunum þarf að stilla símann yfir á fax sérstaklega en flest tækin hafa símafaxdeili sem greinir hvort um símtal eða faxsendingu sé að ræða og tekur á móti faxsendingu án þess að það sé sérstaklega stillt. nashuate< ★ Mestseldu Ijósrítunarvélar á íslandi I * Faxtæki ★ Fjölrítar ★ Kjölbinditæki Vönduð þjónusta og traustar vélar tryggja vinninginn I Verib velkomin í vinningsliðið! Umboð: Hljómver, Akureyri Póllinn, Isafirði Geisli, Veslmannaeyjum ÁRMÚÍA 8 - SÍMI588-9000 26

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.