Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1995, Side 29

Frjáls verslun - 01.02.1995, Side 29
margir þurfa að nota það og allir vilja vera fljótir. Sendingarhraði öflugra tækja getur verið upp í átta blöð á mínútu og til eru tæki sem eru „sí- vinnandi" eða hafa tvöfalda getu, þ.e. geta bæði sent og móttekið í einu. Ef tækið er upptekið við móttöku þegar einhver ætlar að senda fax fer send- ingin inn í minni og tækið sendir blaðið um leið og móttakan er afstaðin. Til að vera fullviss um að sending úr minninu eigi sér stað vilja margir fá staðfestingarblað. Hægt er að velja þrjá möguleika á staðfestingu — fá staðfestingu eftir hverja sendingu, fá aðeins staðfestingu ef sending tekst ekki eða að fá staðfestingu eftir ákveðinn fjölda sendinga. TENGING FAX VIÐ TÖLVU Tenging faxtækis og tölvu er enn ein nýjung sem hefur verið að þróast með nettengingum tölvanna. Mörg fyrirtæki hafa tekið faxþjónustuna inn í tölvukerfi sín en til þess þarf sér- stakan hugbúnað og rnótald. Þegar fax er sent til fyrirtækis tekur tölvu- kerfið við því og setur í sérstaka skrá sem síðan er miðlað til móttakanda. Faxið er þá prentað út á venjulegan prentara eins og önnur skjöl í fyrir- tækinu. Þegar fax er sent er það gert beint frá tölvu þess sem sendir. Ef senda þarf gögn sem ekki eru inni í tölvu- kerfinu þarf að senda þau á faxtæki eða skanna þau inn í tölvukerfið. Til eru faxtæki sem leysa ofan- greind atriði og eru tengd beint við tölvukerfið. Faxþjónustan er í mikilli þróun og kemur til með að verða í samkeppni við venjulegan póst, hér NOTKUNARMÖGULEIKAR FAXTÆKJA — Upplýsingar berast á ör- skotshraða á milli staða og milli landa. — Sendingarkostnaður með leigubílum og sendlum minnkar. — Sölumenn taka pantanir með faxi í stað símtals. — Hægt er að senda sama skjalið til stórs hóps í einu. — Tenging við tölvu gefur möguleika á flutningi skjala á milli tölva. <—> FAX fyrir netkerfi og einmenningstölvur \ E \ Faxmodem ( V Mörg tyrirtæki hafa tekið faxþjónustuna inn í tölvukerfi sín en til þess þarf sérstakan hugbúnað og mótald. Þegar fax er sent til fyrirtækis tekur tölvu- kerfið við því og setur í sérstaka skrá sem síðan er miðlað til móttakanda. 29

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.