Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1995, Síða 36

Frjáls verslun - 01.02.1995, Síða 36
FORSÍÐUGREIN ritið út úr kú. Þetta leiðir enn og aftur í ljós hvað mikilvægt er að hafa hug- myndina einfalda og að í henni felist skýr skilaboð. HVAÐ EF FÓLK FÆR LEIÐ Á GRÍNÞÆTTI ÞEIRRA? En hvað með hættuna á að hluti fólks fái leið á föstum grínþætti þeirra félaga á Stöð 2 og að það geti skaðað þá auglýsingaherferð sem einhver þeirra tekur þátt í á sama tíma? Þarna er pyttur og augljós áhætta. Og þetta á ekki aðeins við um þá félaga heldur alla leikara almennt sem mikið eru í sviðsljósinu. Hvað með leikara sem leikur á einu leikári stór hlutverk í mörgum leikritum? Hvað ef leikritin fá lélega dóma og falla í grýttan jarð- veg hjá almenningi? Það fylgir því viss áhætta að nota slíkan leik- ara í auglýsingaherferð á sama tíma. Meira að segja er vart gott fyrir leikara að vera í fleiri en einu aðal- hlutverki í leikriti í leikhúsi yfir veturinn, hversu góður sem hann kann annars að vera. Leikhúsgestir geta líka fengið nóg af sama leikaranum sem er í mörg- um stykkjum. Hættan á ofnotkun leik- ara í auglýsingum leiðir hugann að mikilvægi mark- aðsrannsókna við gerð auglýsinga. Gera þyrfti reglulega kannanir og rannsóknir á vinsældum þeirra innan ákveðinna mark- og aldurshópa. Ef Laddi nýtur til dæmis mikilla vinsælda hjá aldurshópi, sem verið er að ná til með auglýsingunni, skiptir ekki svo miklu máli hvort eldra fólk sé búið að fá leið á honum. LEITAÐTIL ÞEIRRA AFTUR OG AFTUR Raunar segir það kannski alla sög- una að markaðs- og auglýsingamenn leita svo oft til þeirra félaga sem raun ber vitni. Reynslan af þeim hlýtur ein- faldlega að vera góð. Auglýsingar með þeim hljóta að selja, sé handritið gott og skilaboðin í auglýsingunni skýr. Hægt væri að telja upp langan lista af þekktum, fyndnum auglýsingum með þeim félögum sem og öðrum leikurum eins og Bessa Bjamasyni, Árna Tryggvasyni, Magnúsi Ólafs- syni og fleirum. Hver man ekki eftir gervi Ladda um landbúnaðarráðu- nautinn sem notaður var til að auglýsa landbúnaðarsýningu í Laugardalshöll fyrir um tíu árum? Hann fór hamför- um í algeru gríni í röð sjónvarpsaug- lýsinga um sýninguna og þær virk- uðu, höfðu áhrif. Grínið komst til skila. Hugmyndin var eipföld og góð. Imynd sýningarinnar var gleði og gaman; skemmtun. SVALA-BARINN MESTSÝNDA SJÓNVARPSAUGLÝSINGIN Mest sýnda sjónvarpsauglýsing á íslandi mun vera Svala-barinn frá Sól hf. Davíð Scheving Thorsteinsson, fyrrum framkvæmdastjóri Sólar, hik- aði ekki við að sýna hana í um 8 til 10 ár. Auglýsingin gekk út á að HLH- flokkurinn; Laddi, Björgvin Halldórs- son og Haraldur Sigurðsson, komu askvaðandi inn á bar, klæddir sem leðurjakkatöffarar, og drukku og sungu um drykkinn Svala. Þama fór saman fyndni, hljóðfæraleikur og söngur. Auglýsingin virkaði, fólk fékk ekki leið á henni þótt leikarnir væru allan tímann tíðir gestir á skjánum vegna annarra verkefna. Stóra spumingin, sem auglýsandi spyr sig, er hvort fyndin auglýsing sé við hæfi þeirrar vöru sem hann fram- leiðir. Yfirleitt er mikil kímni ekki talin vænleg ef auglýsa á bankaþjónustu, tryggingar og aðra þá þjónustu sem byggir á trausti. En athugið, í auglýs- ingum eru engar algildar og heilagar reglur til um það hvernig auglýsingar eigi að vera, hvað sé leyfilegt og hvað ekki. Þær þumalputtareglur, sem auglýsendur setja sér, byggjast frem- ur á reynslu af fyrri auglýsingum og auglýsingaherferðum. Af reynslunni má læra um það hvað gangi og hvað ekki. „í MENNINGUNNI" Samvinnutryggingar, nú Vátrygg- ingafélag Islands, sýndu fyrir um átta árum nokkrar auglýsingar með Sig- urði Sigurjónssyni sem urðu marg- verðlaunaðar fyrir frumleika og fleira. Auglýsingarnar fengu verðlaun á há- tíð norrænna auglýsingamanna. Yfir- skrift auglýsinganna var „í menning- unni“. Sigurður sat í leikhúsi, var í menningunni, þegar hugleiðingar hans um tjón og tryggingar byrjuðu. í þessum auglýs- ingum fór saman kímni og alvara. Saga sjónvarpsauglýs- inga á íslandi er ekki löng — ekki fremur en saga ís- lenska sjónvarpsins sem hóf útsendingar fyrir tæp- um þrjátíu árum. Eitt fyrir- tæki hóf snemma að bregða fyrir sig fyndni og gríni í sjónvarpsauglýsingum og hefur haldið því áfram síðan — með fáeinum undan- tekningum. Þetta er Happdrætti Há- skóla íslands. Þeir Bessi Bjarnason og Ámi Tryggvason voru þekktir í auglýsing- unum í mörg ár. („Það er bara svona“.) Síðan var Sigurður Sigur- jónsson notaður um nokkurn tíma (baðkarið og sportbíllinn) . Laddi var notaður fyrir nokkrum árum í skaf- miðaauglýsingum. Og þetta árið var hann valinn til að auglýsa sjálft happ- drættið (vinningaþjónustan — gæti verið þú). Samhliða fyndnum auglýs- ingum hefur happdrættið auglýst vinningshlutföll, vinningslíkur og starf Háskólans sem happdrættið íjármagnar að liluta. HAPPDRÆTTI HÁSKÓLANS KEYRIR Á FYNDNINNI ímynd auglýsinga Happdrættis Há- Öllum geðjast vel að fyndnum auglýsingum. Auglýsingafólki finnst gaman að framleiða þær. Auglýsendur hafa gaman af að birta þær. Neytendur og áhorfendur elska að horfa á þær. Það er bara einn hængur á og hann er ekki svo lítill. Sú hætta er fyrir hendi að fólk hlæi að brandaranum en gleymi vörunni sem verið er að auglýsa. 36

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.