Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1995, Page 39

Frjáls verslun - 01.02.1995, Page 39
STJORNUN GERIfi STARFSMENN AD SIGURVEGURUM Sálfræðingarnir Jóhann Ingi Gunnarsson og Sæmundur Hafsteinsson nefna hér tíu leiðir til að gera starfsmenn að sigurvegurum. Þær snúast um mannleg samskipti Jóhann Ingi lauk embættisprófi í sálfræði við Háskól- ann í Kiel, Þýskalandi, 1987. Jóhann Ingi, sem er kunn- ur handknattleiksþjálfari, rekur eigin heildverslun og hefur auk þess fengist við margvíslega sálfræðiþjón- ustu í samvinnu við Sæmund. Sæmundur Hafsteinsson lauk embættisprófi í sálfræði við Háskólann í Lundi, Svíþjóð, 1987. Hann hefur einnig lokið prófi í félagsráðgjöf, kennslufræðum og fjölskyld- uráðgjöf. Sæmundur er nú nýráðinn félagsmálastjóri hjá Bessastaðahreppi. Saman reka Jóhann Ingi og Sæ- mundur sálfræði- og ráðgjafaþjónustu í Garðabæ. mér fer á eftir erindi sem sál- fræðingamir Jóhann Ingi Gunnarsson og Sæmundur Hafsteinsson fluttu á ráðstefnunni Gæði í þágu þjóðar sem haldin var fimmtudaginn 2. febrúar síðastliðinn á vegum Gæðastjómunarfélags ís- lands: „Menn hafa lengi velt fyrir sér raunhæfum aðferðum til að hvetja menn til dáða og efla afköst. Það get- ur vafist fyrir mönnum þegar ein- staklingur á í hlut en heldur verður verkefnið flóknara þegar um fleiri ein- staklinga er að ræða, jafnvel stóra hópa. Talað er um „team-work“, „em- powerment", „hópefli" og margt fleira í því samþandi. Við höfum hér kosið að nota síðasttalda hugtakið og velta fyrir okkur aðferðum til að efla samstarf hjá afmörkuðum starfshóp- um. Við sækjum gjarnan hugmyndir okkar í eigin reynslubrunn, ekki síst afreksíþróttir. Við ætlum hér að fjalla um hlutverk stjórnenda í því vandasama verkefni 39

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.