Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1995, Síða 42

Frjáls verslun - 01.02.1995, Síða 42
BÆKUR Bókin Beyond 2000 — The Future ofDirect Marketing: SKOTMÖRK MARKVISSARIOG ÞVÍ GEIGA SKOTIN SÍÐUR Tilgangur Reitmans er að kynna nýjar leiðir og hagnýt ráð, sem helstu fyrir- tæki Bandaríkjanna beita, til að ná betri árangri í beinni markaðssetningu Heiti bókar: Beyond 2000 — The Future of Direct Marketing Ritstjóri: Jerry I. Reitman Útgefandi og ár: NTC Business Books — 1994 Lengd bókar: 268 bls. Hvar fengin: Stjómunarfélagi ís- lands Einkunn: Efnismikið og ijöl- breytt greinasafn um mjög áhugavert viðfangsefni VIÐFANGSEFNIÐ Á undanfömum 15 árum hefur bein markaðssetning (direct marketing) verið notuð í æ ríkari mæli ár frá ári. Aðferðin hefur sýnt það og sannað að hún er góð leið og gagnieg til að koma á og viðhalda viðskiptasamböndum. í stuttu máli má segja að aðferðin grundvallist á því að fyrirtæki reyna söluherferð á vöru eða þjónustu með því að beina henni að ákveðnum hópi einstaklinga, svokölluðum markhópi. Sá hópur er valin samkvæmt gögnum sem talið er að segi til um kaupvenjur og þarfir þeirra. Eftir að viðskiptin eru komin á hefur fyrirtækið upplýs- ingar um viðskiptavininn og hvernig hann noti vöruna/þjónustuna og getur mmmmmm Jón Snorri Snorrason, I '' "Iil’i- I stjóri Lýsingar og ,-**!*#« stundakcmiari við I Háskóla íslands, skrifar reglutega um j viðskiptabækur í jmL_____I Frjálsa verslun. með því móti jafnvel aukið viðskiptin enn frekar. Það er nefnilega auðveld- ara (og ódýrara) að bjóða einhveijum nýja eða meiri þjónustu sem á reglu- leg samskipti við þig en þeim sem koma sjaldan. Bein markaðssetning hefur þróast mjög hratt eftir því sem upplýsinga- söfnun hefur batnað og nú byggist hún á upplýsingatækni og gagna- grunnum. Algengt er að keyrðir séu saman ólíkir gagnagrunnar til að velja markhópinn nákvæmar en áður. Þetta hefur í för með sér markvissari skotmörk fyrir fyrirtækin og þau selja meira. Annar kostur er sá að minna verður um óþarfa áreiti fyrir viðtak- endur þar sem skotin hæfa flesta þá sem hafa áhugann og þörfina fyrir þjónustuna. Aðalatriðið er að ná til neytandans með réttan boðskap á réttum tíma, þ.e. þegar þarfir hans eru fyrir hendi. Aðeins upplýsingatækni nútímans getur gert þetta kleift og þeir, sem gera sér grein fyrir mikilvægi mark- aðssetningar byggðri á gagnagrunn- um, eiga framtíðina fyrir sér. Sem dæmi um þróunina má nefna að á 4. áratug aldarinnar notuðu bílframleiðendur í Bandaríkjunum markpóst til að minna bíleigendur á að koma með bílinn í skoðun. Nú, 60 árum síðar, eru notaðar sömu aðferð- ir til að selja þeim nýja bíla. Þetta er aðferð sem stórfyrirtæki hafa notað samhliða öðrum þekktari aðferðum, s.s. beinum auglýsingaherferðum, kynningumogalmannatenglsum. Hér á landi er aðferðin mikið notuð af tryggingafélögum. HÖFUNDURINN Jerry I. Reitman hefur unnið við auglýsinga- og markaðsmál allan sinn stárfsferil frá því hann útskrifaðist frá Pennsylvania State University. Hann starfar nú hjá stóru auglýsingafyrir- tæki, Leon Burnett Company í Chi- cago, sem er með 55 útibú víða um heim og þjónar mörgum stærstu fyrirtækjum Bandaríkjanna. UPPBYGGING 0G EFNISTÖK Hugmynd og tilgangur Reitmans með bókinni var að kynna nýjar leiðir, ferskar hugmyndir og hagnýt ráð, sem helstu fyrirtæki Bandaríkjanna beita nú til að ná sífellt betri árangri í beinni markaðssetningu. Hann taldi að viðfangsefnið væri of viðamikið til að ætla einhverjum ein- um að hafa þekkinguna til að skrifa um alla þætti þess. Þess vegna varð úr að hann safnaði saman greinum um efnið eftir fjölmarga sérfræðinga, hvem á sínu sviði, og er hann er eingöngu ritstjóri Verksins. Höfundamir eru vissulega ólíkir í efnistökum og stíl en það gerir lesturinn bara íjölbreyttan. Bókin skiptist í 4 meginhluta sem í em 21 kafli eftir 28 höfunda sem fengu allir það sameiginlega viðfangsefni að fjalla um stöðu mála í dag og horfa sérstaklega til framtíðar. STUH KYNNING ÚR BÓKINNI Þótt erfitt sé að velja einhverja um- flöllun sérstaklega ætla ég samt að grípa niður í tvo kafla, sem fjalla um möguleikana og hætturnar sem fylgja beinni markaðssókn, byggða á upp- lýsingum úr gagnagrunnum. 42

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.