Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1995, Page 44

Frjáls verslun - 01.02.1995, Page 44
STJORNUN Að greiða starfsmönnum launaupþbót fyrir bættan árangur: HVETJIÐ TIL ÁRANGURS MEÐ VERÐALAUNAKERFI I sífellt fleiri fyrirtækjum þurfa starfsmenn að ganga í fleiri verk en þeir eru nákvæmlega ráðnir í En hvernig á að fá menn til að leggja meira á sig? Höfundur greinar, Sigurður Ingólfsson, er rekstrarráð- gjafi hjá Hannarri hf. TEKJUR OG MARKMIÐ FÁ MEIRfl VÆGI Þegar greidd eru laun eftir árangri fá tekjur fyrirtækja og markmið þeirra meira vægi. Arangurslaun kosta sig sjálf vegna þess að kaupauk- inn byggist á raunverulegum árangri. Launin verða jákvætt afl í hugum launakerfum er fyrir fyrirtækið að ná bættum árangri og fyrir launþegann að fá hærri laun og meiri ánægju af starfinu. Þeir eru betur með á nótun- um um markmiðin og vita að hverju sé stefnt. TEXTI: SIGURÐURINGÓLFSSON MYNDIR: BRAGIJÓSEFSSON Það fylgir árangurslaunum að setja starfseminni markmið sem leiða, ein og sér, til árangurs. Þar sem mark- miðin eru sett af viðkomandi yfir- manni, sérfræðingum og starfsfólki sameiginlega aukast líkurn- ar á því að þau séu raunhæf og að þau innihaldi alla þá þætti sem leitt geta til árangurs. STARFSFÓLK FÁI HLUTA ÁVINNINGSINS Allir, sem áhrif geta haft, eru með í markmiðasetn- ingunni. Það gerir hana áhugaverðari fyrir þá og um leið raunhæfari. Allir toga í sömu átt og áhuganum er haldið vakandi með þátt- töku starfsfólksins í þeim ÁVINNINGI sem stefnt er að. Það þurfa líka allir að vera sammála um að taka upp launakerfi af þessum toga. Sömuleiðis verða allir að vera sammála um upp- bygginguna og aðferðir við mælingar árangursins. Utkoman þarf að endur- spegla raunverulegan áv- inning fyrir fyrirtækið og aðferðin við að mæla árangurinn þarf að vera skilj- anleg og viðurkennd af þeim sem mælingin nær til. Þannig hvetur hún til árangurs á mikilvægustu sviðum rekstursins. starfsmanna. Þau stuðla að vexti fyrirtækisins um leið og þau gefa starfsmönnum kost á að auka tekjur sínar. Markmið með árangurstengdum tjórnunarþrepum er að fækka í sífellt fleiri fyrirtækjum. Fyrirtæki eru að hverfa frá gamla pýramída skipulaginu yfir í það straumlínulaga. Ástæðan er sú að þannig telja stjómendur að fyrirtækin þjóni viðskipta- vinum betur, þjónustan verði hraðari og betri, þjónustulundin aukist og hagnaður verði meiri. í straumlínulaga fyrir- tækjum verða starfsmenn að hafa fmmkvæði og leggja meira á sig í starfi. Þeir verða að ganga í fleiri verk en þeir eru nákvæm- lega ráðnir í. En hvemig á að fá starfsmenn til þess að vilja vinna með þessum hætti og keppast við að auka heildarárangur fyrir- tækisins um leið? Árangur- slaun; að greiða starfs- mönnum launauppbót fyrir bættan árangur, er góð leið að þessu markmiði. Starfs- mönnum verður að um- buna fyrir aukinn árangur. 44

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.