Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1995, Page 50

Frjáls verslun - 01.02.1995, Page 50
NÆRMYND „Sigurjón hefur náðargáfu sem fáir menn hafa en sem nýtist honum í öllum verkum, sem hann tekur sér fyrir hendur, og er mikilvægari en sá dugnaður sem hann er annálaður fyrir. Þetta er náðargáfa sem kemur til af langri vinnuævi og nefnist einfaldlega skapandi innsæi. “ — Páll Baldvinsson ingamálunum en þar hefur hann alltaf síðasta orðið. Slíkir kvikmyndafram- leiðendur eru ekki á hveiju strái en það er einmitt ágreiningur um verksvið sem skapar oftast vandamál við kvikmyndagerð." NÝTIR SÉR HVERJA SMUGU Áður kom fram að nokkrum fyrrum forráðamönnum Islenska Utvarpsfé- lagsins fannst þeir sviknir af Sigurjóni þegar hann keypti bréf um leið og allir héldu að hann væri að selja. Gamall kunningi hafði þetta að segja: „Ég held að óheiðarleiki sé ekki til í fari Sigurjóns en hann getur verið býsna harður í samningum og allt að því nánasarlegur. Sumir ganga svo langt að kalla hann svíðing og eru ósáttir við gerðir hans. En hann er íjarri því að vera ósannindamaður. Málið er einfaldlega það að Siguijón fer eins langt og hann kemst í við- skiptum og nýtir sér hverja einustu smugu.“ Artnar bætti við: „Sigurjón er mjög heillandi persónuleiki. Éghefrættvið fólk sem fmnst hann vera ofboðslega töff í viðskiptum en sama fólk lýsir honum einnig sem afskaplega við- kunnalegum." Jóhann J. Ólafsson, sem sæti á í stjóm íslenska Útvarpsfélagsins, segir Sigurjón mjög faglegan í allri umræðu um félagið og taki arðsemis- sjónarmið fram yfir öll önnur. „Sigur- jón er líka óháður öllum kunningja-, klíku- og flokkatengslum sem em svo áberandi í viðskiptalífinu hér. Hann kemur alveg óbundinn að Stöð 2, þarf ekki að taka tillit til annarra hagsmuna en félagsins og sinna eigin. Það þyrfti að vera meira af slíku í íslensku við- skiptalífi. “ Lárus Ýmir segir Sigurjón bæði vel gefinn og skemmtilegan og hann sé blessunarlega laus við þann rembing Dugnaður og ráðdeildarsemi vom og em tvö af aðalsmerkjum Sigur- jóns Sighvatssonar. Hann setur vel- gengni ofar öllu og gerir allt til að ná settu markmiði. sem stundum verður vart gangi mönnum vel. „Velgengnin hefur haft mjög lítil áhrif á hann persónulega. Hann er aldrei með neinn gorgeir en hann veit hvað hann getur. Þá er hann mjög varkár og veður aldrei í verkefni öðruvísi en skoða allar hliðar málsins vandlega áður. Þannig hefur hann alla tíð verið, alltaf haft sitt á þurru.“ VERKSVIT Hér á undan var minnst á listrænt innsæi en innsæi Sigurjóns virðist einnig af öðrum toga: „Styrkur Sigur- jóns í kvikmyndabransanum felst meðal annars í því að koma auga á hæfileikaríkt fólk áður en það er í nokkurri aðstöðu til að gera kröfur. Þannig fær hann mest með minnstum tilkostnaði.“ Ara Kristinssyni kvikmyndatöku- manni verður tíðrætt um eljusemi Sigurjóns sem fær marga til að gapa hreinlega af undrun. En hann bætir við að reynslan úr skóla og vinnu hér heima hafi haft heilmikið að segja þegar Sigurjón var fluttur vestur um haf. „Þessi reynsla skapaði honum ákveðið forskot meðal samferða- manna hans í kvikmynda- og leik- stjóranámi í Kalifomíu. Sigurjón var búinn að vera í hljómsveitastússi, afla sér reynslu í viðskiptum með rekstri fyrirtækis og ná sér í ágæta menntun. Þessir þættir gerðu það að verkum að hann hafði mun meira verksvit en ég hygg að skólafélagar hans vestra hafi getað státað af. Hann var vanur hóp- vinnu og skipulagi og náði því fljótt forystu í skólanum.“ En velgengnin á, eins og ávallt, sínar miður björtu hliðar. Á fyrstu ár- um Propaganda Films vann Sigurjón eins og hann ætti lífið að leysa, vann hreinlega yfir sig með 80-90 stunda vinnuviku. Þegar frá leið fór vinnan og ábyrgðin af að eiga og reka fyrir- tæki að taka sinn toll. Hjá Siguijóni kristallaðist vinnuálagið í fyrirbæri sem mjög er til umræðu í hinum vest- ræna heimi í dag — síþreytu. „Siguijón setur velgengni ofar öllu og rær öllum árum að ná settu mark- miði. Um tíma gekk hann mjög nærri sér með vinnu og það bitnaði mjög á honum og hans einkalífi. Sú spuming kom upp í huga þeirra, sem til Sigur- jóns þekkja, hvort hann væri ekki að færa of miklar fómir á altari velgengn- innar. Þessar áhyggjur fengu byr undir báða vængi fyrir nokkrum ámm en þá varð hann hálf heilsulaus. Hann þjáðist af síþreytu og var frekar illa haldinn. Hann leitaði víða eftir hjálp og komu óhefðbundar lækningaað- ferðir þar nokkuð við sögu. Honum virðist hafa orðið vel ágengt og fundið ákveðið jafiivægi á nýjan leiki. Sigur- jóni hefur tekist að nýta krafta sína á skynsamlegri hátt en áður og blómstrar nú sem aldrei fyrr. Enda einn eftirsóttasti kvikmyndaframleið- andi Hollywood í dag.“ 50

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.