Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1995, Page 52

Frjáls verslun - 01.02.1995, Page 52
FJÁRMÁL Gleðifréttir fyrir fjárfesta: LINAN LIGGUR NÚ UPP Ávöxtun á skuldabréfamarkaði batnar áþessu ári, aö mati Siguröar B. Stefánssonar, framkvæmdastjóra VIB. Góöæri erlendis hefur talsverö áhrif Á SÍÐASTA ÁRIVAR LÁG ÁVÖXTUN í SKULDABRÉFUM Að sögn Sigurðar var ávöxtun íslenskra skulda- bréfa (yfir hækkun lánskj- aravísitölu) aðeins um 2,2% á árinu 1994. „Astæðan fyrir því að ávöxtun af íslenskum skuldabréfum var svo lág á síðasta ári er að markaðs- vextir hækkuðu lítillega á árinu, t.d. úrum5,30%íum 5,90% þegar miðað er við RAUNVEXTIR LÆKKA EKKI HÉRLENDIS Á ÞESSU ÁRI Hann kvað þess tæplega að vænta að raunvextir lækkuðu hérlendis á þessu ári. „Raunvextir hækkuðu um 0,5% á árinu 1994 og betra er fyrir fjárfesta að vera við hliðstæðri hækkun búnir á síðari hluta ársins 1995. Þess vegna er líklegt að ávöxtun af skuldabréfum TEXTI: JÓN G. HAUKSSON MYNDIR: Sigurður B. Stefánsson, framkvæmdastjóri VÍB, á námstefnu VÍB á Hótel Sögu laugardaginn 18. febrúar. Hann segir að ávöxtun á verðbréfamarkaði muni auk- ast á þessu ári. Hægt sé að auka ávöxtunina með því bæta erlendum verðbréfum inn í verðbréfasafn sitt en efnahagslegt góðæri er í öllum iðnríkjunum. KRISTJÁN EINARSSON □ síðari hluta ársins gæti raun- ávöxtun af óverðtryggðum víxlum tO skamms tíma verið góð og jafnvel af óverð- tryggðum skuldabréfum til eins eða tveggja ára. Allar horfur eru á því að ávöxtun á innlendum skuldabréfa- markaði verði betri á árinu 1995 heldur en hún var á árinu 1994. Og ávöxtun inn- lendra hlutabréfa gæti einn- ig orðið yfir meðallagi, sér- staklega vegna þess að svo virðist sem bætt afkoma stóru sjávarútvegsfyrir- tækjanna hafi ekki endur- speglast í hlutabréfaverði ennþá." Þetta kom fram í erindi Sigurðar B. Stefánssonar, framkvæmdastjóra VÍB, á námstefnu fyrirtækisins um bestu ávöxtun og uppbygg- ingu eigna á Hótel Sögu laugardaginn 18. febrúar síðastliðinn. ári yrði góður hagvöxtur í öllum helstu iðnríkjum og framleiðsluaukn- ing yrði meiri en nokkru sinni fyrr í sögunni. „Rífandi uppgangi í alþjóðlegu efnahagslífí fylgir að hagur stórfyrirtækjanna, sem vega þyngst á alþjóð- legum hlutabréfamarkaði, verður með ágætum. Góð arðsemi eigin fjár þeirra, sem að jafnaði nemur um 15 til 18% á ári, mun skila sér í hækkandi verði hlutabréfa. En það þarf að hafa í huga þá þversögn að bestu hag- vaxtarárunum fylgir ekki alltaf besta ávöxtun á hluta- bréfamarkaði vegna þess að fjárfestar taka þá að óttast meiri verðbólgu sem rýrir raunávöxtun. Þeim ótta fylgir tilhneiging til vaxta- hækkunar sem hefur neik- væð áhrif á ávöxtun á bæði skuldabréfamarkaði og hlutabr éfamarkaði. “ til skamms tíma verði betri en af skuldabréfum til langs tíma.“ Ennfremur sagði hann að á þessu 52

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.