Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.1995, Qupperneq 5

Frjáls verslun - 01.05.1995, Qupperneq 5
RITSTJORNARGREIN UÓMIFÓR AF LÁNI Eftir óvenju miklar fréttir fjölmiðla af 600 milljóna króna láni Norræna fjárfestingarbankans, NIB, til Granda hf. hvarf nokkur ljómi af láninu þegar í ljós kom að þessi norræni stórbanki krefst ábyrgðar banka eða sjóða í lánum sínum til íslenskra fyrirtækja. Það er miður. Bankar og sjóðir hérlendis eru meira og minna í eigu ríkisins. Það að biðja um ábyrgð þeirra er nánast að krefjast ríkisábyrgðar. Enda hefðu fréttir fjölmiðla af láninu verið mun ánægjulegri hefði bankinn tekið alla áhættuna sjálfur og veitt jafn stöndugu og vel reknu fyrirtæki og Granda lán án ábyrgðar banka eða sjóða. Beinn og greiður aðgangur íslenskra fyrirtækja að erlendum lánastofnunum er ákaflega mikilvægur. Engu að síður er mikilvægt að skattpíndir skattborgarar á Islandi komi þar hvergi nærri, hvorki beint né óbeint í gegnum ríkisbanka og sjóði í eigu ríkisins. Beinn aðgangur fyrirtækja að erlendum bönkum veit- ir íslenskum lánastofnunum verðuga samkeppni. Sú samkeppni er brýn. Hún stuðlar að heilbrigðara efna- hagslífi hér á landi og kröfur um arðsemi fjárfestinga fá meira vægi. Má minna á að tugmilljarðar hafa tapast hér á landi vegna rangra fjárfestinga á undanförnum tveim- ur áratugum. í fréttum af láni NIB til Granda vekur fleira furðu en að krafist skuli ábyrgðar banka og sjóða. Grandi bauð eðli- lega út bankaábyrgðina. Það verður að teljast furðulegt að Landsbankinn skuli hafa boðið best. Takið eftir: Rík- isábyrgðir eru ódýrastar! Það stenst varla skynsamleg rök að banki, sem rekinn er á ábyrgð ríkisins og þar með skattborgara, bjóði bestu ábyrgðina á lægsta verði. Auðvitað ætti hún að vera dýrust allra ábyrgða, en helst ekki til sölu. Hvernig í ósköpunum getur hún verið á lægra verði en ábyrgð einkabankans? Þótt einhverjir kunni að halda því fram að ábyrgð Landsbanka sé ekki ríkisábyrgð er það rangt. Rökin eru þau að skattborgarar standa að baki bankans og munu ætíð koma honum til hjálpar, þurfi hann á hjálp að halda, á meðan hann er í eigu þeirra. Það sýnir reynslan. Brýnt er að ábyrgð ríkisins af lánum einstaklinga og fyrirtækja í almennum viðskiptum snarminnki. Ríkið hefur þegar meira en nóg á sinni könnu; skuldar of mikið. Ríkið getur fækkað ríkisábyrgðum með því að draga úr ógnarafskiptum sínum af peningamarkaðnum og einkavæða banka og fjárfestingarsjóði. Skiptir þá engu þótt lánskjör í erlendum lánsviðskiptum versni eitthvað fyrir vikið. Það eitt að bankaábyrgð ríkisbanka, óbein ríkisá- byrgð, hafi reynst ódýrust í tilviki hins 600 milljóna króna láns NIB sýnir raunar mikla þörf á að einkavæða ríkisbankana. ISSN 1017-3544 Stofnuð 1939 Sérrit um viðskipta-, efnahags- og atvinnumál — 56. árgangur RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARMAÐUR: Jón G.Hauksson — AUGLÝSINGASTJÓRI: Sjöfn Sigurgeirsdóttir — LJÓSMYNDARAR: Hreinn Hreinsson, Gunnar Gunnarsson, og Kristján Einarsson — ÚTGEFANDI: Fróði hf. — Tímaritið er gefið út í samvinnu við samtök í verslun og viðskiptum — SKRIFSTOFA OG AFGREIÐSLA: Ármúli 18, sími 812300, Augiýsingasími 875380 — RITSTJÓRN: Bfldshöfði 18, sími 875380 — STJÓRNARFORMAÐUR: Magnús Hreggviðsson — AÐALRITSTJÓRI: Steinar J. Lúðvíksson — FRAMKVÆMDASTJÓRI: Halldóra Viktorsdóttir — ÁSKRIFTARVERÐ: 2.895 kr. fyrir 1.-5. tbl. eða 579 kr. á blað. — 10% lægra áskriftarverð ef greitt er með greiðslukorti. LAUSASÖLUVERÐ: 699 kr. — SETNING, GRAFI'K, TÖLVUUMBROT, PRENTUN OG BÓKBAND: G. Ben. - Edda prentstofa hf. - LITGREININGAR: Prentmyndastofan hf. — Öll réttindi áskilin varðandi efni og myndir. 5
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.