Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.1995, Page 31

Frjáls verslun - 01.05.1995, Page 31
Hreysti hf. fékk Russell Athletic- umboðið árið ’90, en hefur auk þess umboð m.a. fyrir Gilda Marx og Wei- der. Russell Athletic er stærst merkja umboðsins sem og Gilda Marx. Weider-vörur voru aðallega markaðssettar inn á heimilismarkað- inn í gegnum fjölmiðla, í byrjun í Morgunblaðinu og síðar í Sjónvarps- vísi Stöðvar 2, auk þess sem fyrir- tækið auglýsti í sjónvarpi. Russell At- hletic var einnig markaðssett í gegn- um fjölmiðla sem og í samvinnu við Magnús Scheving þolfimimeistara. Fyrirtækið auglýsti mikið, en 3-10% af ársveltu fara í markaðssetningu og auglýsingar. Samkvæmt Þórhalli Jónssyni framkvæmdastjóra hefur markaðssetning gengið vel með góð- um stíganda auk þess sem sala hefur verið góð frá upphafi. Þeir telja sig framsækið fyrirtæki, sem sé óhrætt við að auglýsa og sé opið fyrir nýjung- um. Lykilatriði markaðssetningar hafa m.a. verið að leggja áherslu á notagildi, gæði og gott verð. Fram- leiðandinn styður umboðið að vissu marki, en auglýsingar og markaðs- setning eru unnar innan fyrirtækis- ins. Sala í dag hjá fyrirtækinu er mjög góð, að mati Þórhalls, en fremsta söluvaran er Russell Athletic og er áhersla lögð á hana í sölu. ÚTILÍF______________________________ Það má rekja aftur til 74, þegar verslunin Útilíf tók að selja skíðavör- ur á því tímabili þegar uppbygging í Bláfjöllum átti sér stað í byrjun og má segja að fyrirtækið spretti upp úr því. í kjölfarið komu hesta-og veiðivörur, en 80% vara í búð eru þó fatnaður og skór. „Adidas voru helstu vörumar í byrjun en síðar komu Nike, Reebok og LA Gear. Adidas og Puma eru að koma aftur í sölu,“ segir Bjarni Sveinbjamarson í Útilífi. Önnur merki í sölu hjá versluninni eru Lotto og Diadora, sem þó em ekki afgerandi. Nike kemur sterkt út í sölu, en sveifl- ur eru í sölu á Reebok. Markaðssetn- ing og auglýsingar verslunarinnar í byrjun voru í gegnum útvarp, og gekk það vel samkvæmt Bjarna, en áhrif sjónvarpsauglýsinga voru ekki sterk á þessum tíma. Samsetning útvarps- B'örn klæðast jogging-göllum. Yngsta kynslóðin, í gegnum foreldrana, er sterkur kaupendahóþur. FaUegir og vandadir Finnskir RUNWAY æfingagallar úr vatns- og vindheldu microfiber öndunarefni. Tilvaldir trimm-, göngu- og lilaupagallar. Bania- og fullorðinsstærðir í úrvali. Útsölustaðir: Útilíf Glæsibæ • Sportbúð Kópavogs Sportbúð Óskars Keflavík • Akrasport Akranesi Sporthúsið Akureyri • Sport-Kringlan Kringlunni 31

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.