Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1997, Blaðsíða 41

Frjáls verslun - 01.04.1997, Blaðsíða 41
14 ára og var farinn að sýsla við að að- stoða föður sinn í hans margþætta út- gerðar- og atvinnurekstri. Skólabræður Sigurðar úr mennta- skóla muna eftir því að 18 ára gamall var hann að vasast í útgerð skipa föður síns á Nýfundnalandsmiðum og sjá um ýms- ar útréttingar í þvi sambandi fyrir hönd fyrirtækisins. Sigurður var snemma ráð- settur og talnaglöggur og áttí auðvelt með að vinna traust sér eldri manna sem áttuðu sig ef tíl vill ekki á ungum aldri hans. LEITAÐ AÐ BASIL FURSTA Sigurður var námsmaður í ágætu meðallagi í Miðbæjarskólanum og síðar í máladeild MR. Eins og aðrir ungir menn stundaði hann nokkuð skemmt- analífið sem þá hverfðist um miðbæinn eins og það gerir enn í dag. Glaumbær var óbrunninn á menntaskólaárum Sig- urðar og var aðalskemmtistaður unga fólksins en Sigtún við Austurvöll og Hótel Borg voru vinsælir staðir líka. Sigurður las töluvert fyrir utan náms- bækurnar og, ásamt Jóni Guðmari Jónssyni, skrifstofustjóra verkfræði- deildar HI, og Guðlaugi Þorbergssyni stærðfræðingi, bekkjarfélögum sínum í MR, dáði hann Sögusafn heimilanna sérstaklega. Þeir félagar hrifust af eink- um af sögum af Basil fursta og þræddu fornbókasölur í leit að heftum í safhið en Sigurður safnaði einnig frímerkjum af talsverðri ástríðu á þessum árum og spilaði bridge. Einar, faðir hans, safnaði bókum og áttí geysilega mikið bóka- safn. Þessir þrír félagar kepptu um hver þeirra ætti besta safnið af Basil en Sig- urður sló þeim við þegar hann seint á menntaskólaárunum keypti Basil fursta í heilu lagi. Þótt blómatími hippanna færi í hönd um þessar mundir lét Sigurður aldrei hár sitt vaxa umfram borgaralega sídd eða marséraði á tréklossum og í muss- um í kröfugöngum. Jakkafötín og frakk- inn voru alla tíð hans lína hvað sem tískusveiflum leið og dugðu vel í fótbolt- anum í frímínútunum sem var fastur lið- ur í bekknum. A þessum árum skiptust ungmenni nokkuð í tvo hópa hvað þetta varðaði en Sigurður tílheyrði alltaf þeim hópi sem hélt tryggð við borgaraleg gildi. Söfnunaráráttan hefur fylgt Sigurði alla tíð og í dag á hann gott safn bóka og Hér er Sigurður ásamt eiginkonunni, Guðbjörgu Matthíasdóttur kennara, í af- mæliskafíi hjá ísfélaginu. py mynd; ómar Garðarsson. frímerkja og hefur einnig getið sér orð sem safnari blaða um Andrés önd og mun safh hans vera mikið að vöxtum. Eflaust er Basil fursti enn á sínum stað í bókaskápum Sigurðar því hann er í eðli sínu fastheldinn á það sem hann hefur eitt sinn tekið ástfóstri við. Meðal bekkjarbræðra Sigurðar í Menntaskólanum í Reykjavík má nefiia, auk þeirra Jóns Guðmars og Guðlaugs, þá Ríkharð Briem arkitekt, Vilhjálm Vil- hjálmsson lögfræðing, Árna Indriðason handboltakappa, Magnús Fjalldal dós- ent, Einar Torfason líffræðing, Einar Kristjánsson sálfræð- ing, Einar Arnalds sá'gnfræðing og Einar Jóhannesson klar- fnettuleikari, svo fáeinir séu nefhdir. Þótt Sigurður sé ekki fæddur eða uppalinn í Vestmannaeyjum er aldrei lit- ið á hann sem aðkomumann þar og margir Eyjamenn telja að hann hafi aldrei átt heima annars staðar. Sigurður tók við stjórn fyrirtækis föður síns fyir rúmum 20 árum og hefur tamið sér per- sónulegan stjórnunarstíl. Honum má lýsa helst með því að Sigurður er mikið á ferðinni um fyrirtækið, um bryggjurn- ar og þau svæði þar sem starfsemin fer fram. Hann tekur menn tali, spyr hvern- ig gangi og ýtír á hæglátan hátt á eftír þvi sem hann vill að sé gert. Þannig veit hann nákvæmlega á hverjum tíma hvernig púlsinn slær í hinum ýmsu af- kimum Isfélagsins. Helstu samstarfs- menn Sigurðar og honum næstir í skipuritinu eru þeir Hörður Oskarsson fjármálastjóri, Bogi Sigurðsson verk- smiðjustjóri, Jón Svansson, vinnslustjóri í frystihúsinu og Friðrik Már Sigurðs- son og Garðar Ásbjörnsson útgerðar- stjórar. Sigurður fúnd- ar reglulega með þeim en ber fyllsta traust til þeirra og gefur þeim frjálsar hendur að mörgu leyti. Hann fylgist einnig vel með skipunum því skipstjórarnir hringja reglulega í land og gefa upp aflatölur og þá er spáð í ástand og horfur. Það er sagt að Sigurður velji sér sam- starfsmenn af kostgæfni og fýlgist vel með þeim á vettvangi áður en hann ræð- ur þá til starfa. Ef þeir af einhverjum ástæðum standa ekki undir þeim vænt- ingum sem hann gerir tíl þeirra eru þeir látnir fara. TEXTI: Páll Ásgeir Ásgeirsson 41
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.