Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1997, Blaðsíða 68

Frjáls verslun - 01.04.1997, Blaðsíða 68
árum. Aðstandendur sýningarinnar Master Class, sem sýnd var í Reykjavík sl. haust, sögðu að aðsókn hefði dottið algerlega niður úr fullu húsi niður í núll eftir fremur neikvæða umsögn Jóns Viðars Jónssonar. Þessi dæmi hljóta að teljast undantekning fremur en regla. Það, sem skiptir mestu máli, er orð- sporið sem fer af sýningunni. Þetta vita leikhúsmenn og þess vegna er ævin- lega ákveðinn fastur fjöldi sýninga, t.d. tólf sýningar, en það virðist vera álitinn sá fjöldi sem sýning þarf til þess að skapa sér orðspor, gott eða slæmt eftir atvikum. Eftir þessar tólf sýningar er svo ákveðið hvort halda skuli áfram eður ei. Sé það ekki gert er sagt að sýn- ing ,,falli“. Önnur spurning, sem rétt er að velta fyrir sér, er sú hvort aukin aðsókn að sýningum Loftkastalans og Hafnarfjarð- arleikhússins eigi þátt í minni aðsókn að Borgarleikhúsi. Tölur Hagstofunnar um aðsókn að atvinnuleikhúsum sýna að á síðasta leikári jókst aðsókn tölu- vert eftir þijú dauf ár. Tölur þessar ná aðeins til stóru leikhúsanna í Reykjavík og á Akureyri og Islensku óperunnar. í ljósi þess að aðsókn eykst verulega á síðasta leikári þegar velgengni annarra atvinnuleikhúsa er mikil er freistandi að halda að ný leikhús séu viðbót við kök- una en taki ekki að ráði frá öðrum. Ætla má að samanlögð velta atvinnu- leikhúsa á íslandi, að meðtöldum Loft- kastalanum, sé innan við einn milljarð- ur. Þar af koma um 450 milljónir úr op- inberum sjóðum til styrktar tveimur stærstu leikhúsunum. Þegar talið er saman með hvaða hætti leikhússtarfsemi í landinu er styrkt af hinu opinbera má eflaust telja með að Leiklistarskóli íslands kostar 32 milljónir árlega. Skólinn útskrifar 8 nemendur í senn þijú ár af hverjum ljór- um eða sex að jafnaði á ári sem þýðir að hver leikari kostar 5.3 milljónir tilbúinn á svið. Ef opinber leikhús væru eitt fyrir- tæki myndi það verða í 140. sæti yfir stærstu fyrirtæki landsins, af líkri stærð og Þorbjörn hf. í Grindavík sem var með tæplega 900 milljónir í veltu árið 1996. Væri Þorbjörn rekið að hálfu leyti fyrir almannafé hefðu eflaust margir áhuga á afkomu þess hvort sem það sýndi tap eða gróða. 33 Þjóðleikhúsið er í uppsveiflu og í þessu tæplega fimmtuga húsi er drifin upp hver metaðsóknarsýningin eftir aðra. Þrek og tár sló öll met og nú sýnist Fiðl- arinn á þakinu ætla að endurtaka leikinn. FV mynd: Geir Olafsson. ári og álit gagnrýnenda rifjað upp verð- ur ekki komist að annarri niðurstöðu en þeirri að álit gagnrýnenda virðist ekki skipta sköpum um aðsókn að sýning- um. Mörg dæmi eru um sýningar sem gagnrýnendur telja stórgallaðar ef ekki beinlínis vondar að flestu leyti, en áhorfendur hafa engu að síður flykkst til að sjá og sumar slegið aðsóknarmet. Einnig má finna dæmi um sýningar sem gagnrýnendur hafa borið mikið lof á og hvatt fólk til að fjölmenna í leikhús en það hefur daufheyrst og farið hvergi. Skylt er að taka fram að þetta snýst í ýmsum tilvikum við og gagnrýnendur og áhorfendur eru sammála um að leik- sýning sé góð eða vond og aðsókn verð- ur í samræmi við það. Hinsvegar er engin leið að sjá skýrar línur eða fylgni þarna á milli. Stundum eru gagnrýnendur sakað- ir opinberlega um að hafa „drepið“ sýn- ingar. Súsanna Svavarsdóttir var sögð bera ábyrgð á því að sýning Spaugstof- unnar, Örfá sæti laus, gekk ekki eins vel og vonast var til fyrir nokkrum Borgarleikhúsið í Kringlumýri. 2.6 milljarða bygging, landsins besta leikhús sem er illa nýtt og Leikfélag Reykjavikur sýnist vera í verstu kreppu í 100 ára sögu félagsins. py mync]; Geir Ólafsson 68
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.