Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1997, Blaðsíða 44

Frjáls verslun - 01.04.1997, Blaðsíða 44
Það er vandaverk og nákvæmnisvinna að prenta. Vöru- merking fær væntanlega ISO vottun í byrjun næsta árs. Karl M. Karlsson rýnir í prentun á miðum ásamt einum starfsmanna Vörumerkingar. rumerhlni Sextán starfsmenn vinna hjá Vörumerkingu og flestir eru lærðir prentarar. Það tekur tíma að þjálfa starfsfólk en hér sjást nokkrir sem geta prentað hvað sem er. að verður væntanlega í byrjun næsta árs sem Vörumerking hf. fær gæðavottun samkvæmt ISO 9002 gæðastaðli. Við sjá- um margvíslegan ávinning af því. Innri stjórnun verður mark- vissari, vinnubrögð skilvirkari, viðskiptavinurinn nýtur þess öryggis sem stöðluð vinnubrögð skila og fmynd fyrirtækisins út á við verður sterk- ari," sagði Karl M. Karlsson, prentari og framkvæmdastjóri Vörumerk- ingar hf„ í samtali við Frjálsa verslun. Vörumerking verður með umræddri vottun eitt örfárra fyrirtækja í íslenskum prentiðnaði sem hefur slfkan gæðastimpil og tryggir þannig sess sinn sem elsta fyrirtækið f límmiðaprentun. Vörumerking hf. er að mörgu leyti klassískt fjölskyldufyrirtæki. Það tók til starfa í bílskúr í Kópavogi árið 1961 en flutti í 1976 suður í Hafn- arfjörð í eigið húsnæði. Núverandi húsnæði við Bæjarhraun var tekið í notkun 1989. Stofnandi fyrirtæksins var Karl Jónasson prentari sem verið hafði prentsmiðjustjóri á Akureyri í 15 ár og sem enn stýrir fyrir- tækinu ásamt Karli M. Karlssyni, syni sfnum. Þriðji ættliðurinn, Karl M. Karlsson yngri, er í námi í prentiðn hjá Vörumerkingu. Fyrst í stað hét fyrirtækið Karl M. Karlsson og Co. en hefur heitið Vörumerking hf. frá 1971. FYRSTU MIÐARNIR 1964 Eins og felst í nafninu þá framleiðir Vörumerking hf. áprentaða lím- miða og merkimiða af öllum mögulegum stærðum á alla skapaða hluti, vigtarmiða, vörumerki, varúðarmiða og nafnmerkinga. Allt er þetta prentað í Vörumerkingu. En fyrsta framleiðslan var límband sem merkt var einstökum fyrirtækjum. Þetta var í þá tíð sem vörumerkingar tíðk- uðust mun minna en í dag og vörum var ekki forpakkað í þeim mæli sem nú tíðkast. „Þá voru sykurinn og hveitið sett í poka í hverri búð fyrir sig, álegg- ið selt í sneiðavís úr kjötborðinu og ýsuflakið var vafið inn í Mogga. Þess vegna þurftum við að búa til þennan markað fyrst í stað. Sjálflím- andi merkimiðar voru ekki til og áprentað límband var hátækni þess tíma. Við prentuðum fyrsta sjálflímandi merkimiðann fyrir BÁ hús- gögn," segir Karl Karlsson og flettir með blaðamanni stórum möppum með sýnishornum af prentgripum úr sögu fyrirtækisins. Það er eins og að feta sig í gegnum íslenska iðnsögu. Nöfn löngu lokaðra verslana og vörumerki, sem heyra til horfinni tíð, ýta við bernskuminningum. Það var 1964 sem fyrirtækið fór að reyna fyrir sér við að gera sjálf- límandi miða og sá fyrsti var prentaður fyrir BÁ húsgögn og er vand- lega varðveitt sýnishorn í skjölum Vörumerkingar. Næstu verkefni voru öllu stærri en það voru ostamiðar fyrir Mjólkurbú Flóamanna og áleggsmiðar fyrir SS. Þar kom að límbandsframleiðslunni var hætt og eingöngu prentaðir miðar. „Það var töluvert um útflutning á þessum fyrstu árum, aðallega til Færeyja fyrst í stað en við höfum selt áprentaða miða til ýmissa heims- horna, s.s. Chile, Nýja-Sjálands, Afríku og víðar. Um tíma vorum við í samstarfi við þýska aðila um prentun á dagmerkingamiðum fyrir ísfisk- FRUMKVÖÐLAR í P MYNDIR: GEIR OLAFSSON 44
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.