Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.2000, Blaðsíða 43

Frjáls verslun - 01.10.2000, Blaðsíða 43
MARKAÐSIVIÁL að nýja hagkerfið standi fastari fótum en nokkru sinni fyrr og ástæður þess séu einkum: 1 Að viðskiptakerfið byggist á hugmyndafræði sem virki vel þar sem reynt sé að styrkja innviði fyrirtækja og koma til móts við breytilegar þarfir og væntingar viðskiptavina á hverjum tíma. 2 Að bandaríska þjóðin beri mikla virðingu fyrir frumkvöðlum og hugsunarhætti þeirra. Þeim sé leyft að gera mistök og þeir eigi greiðan aðgang að áhættufé. 3 Að hæfileikafólk taki í vaxandi mæli beinan þátt í atvinnulíf- inu og sá tími sé liðinn þegar hæfasta fólkið réð sig til starfa hjá ráðgjafafyrirtækjum eða stofnunum. 4 Að útbreiðsla þess hugsunarháttar sem nýja hagkerfið bygg- ist á sé hröð og leiði fljótt til aukins hagvaxtar. Nýtl hagkerfi varð ekhi til á einni nóttu Fyrirtæki nútímans eru mótuð úr stefnumótandi áherslum gærdagsins. Þau hafa byggt upp starfsemi sína hægt og bítandi og mótað fyrirtækjamenn- ingu eftir þeim áherslum sem ríkjandi hafa verið hverju sinni. Hráefni nýja hagkerfisins er á margan hátt sú stjórnunarlega reynsla og þekking sem byggð hefur verið upp á undanförnum árum. Nýja hagkerfið hefur því ekki orðið til á einni nóttu. Iitum á nokkrar af þeim aðferðum sem mörg íslensk fyrirtæki hafa náð góðum tökum á síðustu ár við stefnumótun sína og stjórnun. • Aætlanagerð Fyrsta kynslóð áætlanagerðar fólst aðallega í framreikningi úr fortíðinni. • Stefnumótandi áætianagerð Með stefnumótandi áætlana- gerð kemur önnur kynslóð áætlanagerðar fram þar sem horft er til fleiri átta en áður. Hefðbundinn framreikningur fortíðarinnar er álitinn takmarkandi og kastljósinu beint að stöðumati og framtíðarsýn. • Samkeppnisgreining er gjarnan liður í ferli stefnumót- andi áætlanagerðar þar sem mikið er lagt upp úr greiningu samkeppniskrafta. • Altæk gæðastjórnun Lykilhugtakið er stöðugar umbætur á öllum sviðum rekstrarins með þátttöku starfsfólks. • Gæðakerfi Stuðst er við stöðluð gæðakerfi, m.a. með skil- greiningu og skráningu verklagsregla. • Arangursstjórnun Svipaðar áherslur og koma fram við stefnumótandi áætlanagerð, þ.e. framtíðarsýn, markmiðs- setning og árangursmat. Ofangreindar aðferðir eru mis sýnileg- ar í daglegum rekstri fyrirtækja. Marg- ar þeirra hafa náð góðri fótfestu við ýmsar aðstæður í rekstri og eiga þær það sameiginlegt að móta markaðs- starfið sem fer fram í viðkomandi rekstri. Meira er ekki nóg Nokkuð hefur far- ið fyrir þeirri umræðu að hefðbundin viðhorf til markaðsmála séu á undan- haldi og stjórnendur fyrirtækja þurfi að tileinka sér ný viðhorf. Nýja hag- kerfið hefur þegar haft geysileg áhrif á rekstur fyrirtækja, bæði hér á landi og erlendis, og þar með áætlanagerð þeirra. Við notum Netið nú til að hjálpa okkur við að framkvœma ákveðnar aðgerðir en spá margra er sú að í mjög vaxandi mæli muni Netið verða tæki sem framkvœmir ýmis verkefni fyrir not- endur. Þessar aðstæður kalla á nýja hugsun, ný viðmið og ný vinnu- brögð á sviði markaðsmála sem og á öðrum sviðum. Leikregl- urnar eru breyttar. Taka þarf tillit til nýrra dreifileiða, nýrra keppinauta, samstarfsaðila, úthýsingu verkefna outsourcing, breytinga á verðlagi og væntinga starfsfólks, svo nokkur dæmi séu nefnd. Hugmyndin um alheimsþorpið (global village) sem svo mjög var rætt um fyrir um áratug er að ýmsu leyti orðin að veruleika og fólk lítur í vaxandi mæli á sig sem heimsborgara. Ný sýn og tækifæri hafa haft í för með sér breytt gildismat fólks. Hinn 26. júní sl. ijallaði tímaritið Time um þessi gildi sem hafa komið æ meira fram í dagsljósið. Þar kom m.a. fram að hafi Bandaríkja- menn lært eitthvað á velgengnisárum síðustu tveggja áratuga þá hafi það verið, eins og það var orðað: meira er ekki nóg (more is notenough). Viðskíptavinír eru í liðinu Engum vafa er undirorpið að Netið hefur haft áhrif til lækkunar verðlags í mörgum tilfellum þar sem segja má að viðskiptavinir sjái í meira mæli en áður um sig sjálf- ir. Viðskiptavinir taka í vaxandi mæli beinan þátt í þjónustuferl- inu og gerast jafnvel meðframleiðendur fyrirtækjanna. Þeir eru „í liðinu". Fyrir vikið verður til annars konar viðskiptasamband byggt á öðrum forsendum en áður var. Margt stuðlar að því að gera þetta mögulegt; fyrirtækin hafa opnað sig og framselt vald- ið í vaxandi mæli til viðskiptavinanna, þekking fólks vex hratt og eru viðskiptavinir jafnvel orðnir betur að sér á tilteknum sviðum en starfsfólkið sjálft Loks spillir það ekki fyrir að fólk tekur vax- andi þátt í atvinnulífinu með eignaraðild og á beinna hagsmuna að gæta varðandi það að fyrirtældn gangi vel. Eitt svið markaðsfræðinnar tjallai' um mikilvægi þess að halda í viðskiptavini, (relationship marketing) auka við þá við- skipti og tengjast þeim betur, m.a. með því að viðskiptavinir taki sem mestan þátt í þjónustuferlinu. Reyndar hefur mátt sjá merki þessa víða fyrir tíma Netsins og nægir að minna á viðskiptalíkan IKEA sem „virkjar" viðskiptavini á alþekktan hátt. Klassísk hugtök lá nýja merkingu Markaðshlutun er eitt af lyk- ilhugtökum klassísku markaðsfræðinnar sem gengur út á að hluta heildarmarkaðinn niður í smærri undirmarkaði þar sem neytendur hvers undirmarkaðar eiga meira sameiginlegt en neytendur heildarmarkaðarins. Aðferðir við markaðshlutun komu fram á sínum tíma þar sem fyrirtæki greindu tæki- færi til að þróa vörur og þjónustu og verðleggja á mismunandi hátt eftir því til hvaða hópa var höfðað. Sífellt hefur verið gengið lengra að þessu leyti og fyrirtæki sjá sér hag í þvi að sinna æ smærri og jafnvel sérhæfð- ari hópum. Að sumu leyti má segja að markhópagreining í þessum anda sé deyjandi fyrirbrigði þar sem með nú- tíma upplýsingatækni er hægt að tengja saman ótrúlegan fjölda upplýs- ingabrota, raða þeim saman á auga- bragði og bjóða einstaklingum lausnir Hvað eiga stjórnendur að leggja áherslu á í mark- aðsstarfinu? Hvar eiga þeir að einbeita sér? Klassískar spurningar. En hafa svörin breyst með nýjum og ferskum vindum nýja hagkerfisins? 43
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.