Helgarpósturinn - 17.11.1994, Síða 8

Helgarpósturinn - 17.11.1994, Síða 8
MORGUNPÓSTURINN FRÉTTIR FIMMTUDAGUR 17. NÓVEMBER 1994 8 Eiturrykið á athafnasvæði Stálfélagsins, sem reyndist svo ekki vera eitrað, er geymt í skemmu hjá Furu hf. Búnaðarbankinn og Iðnþróunarsjóður standa frammi fyrir því að greiða milljónir fyrir að losna við það úr landi þar sem sjálfsagt þykir að urða það. Þrátt fyrir leyfi Hollustuverndar þverneita Kjalnesingar að það verði grafið í Álfsnesi. Valgeir Víðisson Rannsókn á hvarfi Valgeirs liggur að mestu niðri og RLR segir ekkert ger- ast í því á næstunni. Rannsókn á hvarfi Valgeirs Víðissonar Lögreglan ráoprota Hörður Jóhannesson, yfir- lögregluþjónn hjá RLR, segir að ekkert nýtt sé að frétta af hvarfi Valgeirs Víðissonar og bætti við að hann sæi ekki að neitt gerðist í því á næstunni. Þeir sem voru í yfirheyrslum hjá RLR í sumar segja að rannsókninni sé í raun hætt og málinu lokið. Heimildir innan lögreglunnar segja að rannsóknin liggi að mestu niðri og í raun sé bara formsatriði að segja henni lokið. „Það er ekkert verið að gera, enda hafa ekki borist neinar bitastæðar nýjar upplýsingar," sagði einn þeirra sem hafa unnið að rannsókninni. Ekkert hefur spurst til Val- geirs Víðissonar frá því að hann hvarf frá heimili sínu þann 19. júní. Fullvíst er talið að hvarf hans tengist fíkniefnaviðskipt- um hans en hann var djúpt sokkinn í eiturlyfjaneyslu. I nóv- ember 1993 fór Valgeir til Hol- lands til að kaupa amfetamín fyrir kunningja sinn en kom tómhentur til baka. Hann fór aftur út í desember en þá var burðardýr hans tekið með 267 grömm af efninu eða miklum mun minna en um var samið. Valgeir fór fleiri ferðir á þessu ári en náði aldrei að skila efni fýrir þeim peningum sem hann fékk. Vitað er að meintur fjár- mögnunaraðili hafði í hótunum við Valgeir en sá er nú á leið er- lendis. Einnig var rannsakað mál þar sem Valgeir fékk umtalsvert magn af amfetamíni hjá þekkt- um fíkniefnasala, „köttaði“ það í tvennt og skilaði aftur. Eigand- inn varð eðlilega lítið hrifinn og ekki síður þeir sem keyptu efni af Valgeiri því það efni var enn meira blandað. Þá lágu bræður undir grun þar sem annar þeirra hafði töluvert amfetamín undir höndum frá Valgeiri sem áður- nefndur fjármögnunaraðili átti að fá en skilaði því aldrei, sagðist hafa hent því. ■ Jónas Fr. Jónsson, lögfræðingur Verslunarráðs, er ósáttur við niðurstöðu Tölvunefndar og hyggur á aðgerðir Það vekur nokkra atliygli að á út- gáfukonsert Björns Jör- UNDAR þá hit- ar hljómsveitin Olympia upp. Olympia hefur aðeins einn mann innanborðs og sá heitir Sigurjön Kjartansson. Hann var til skamms tíma tónlistargagnrýnandi Dagsljóss og tók meðal annars BJF, plötu Björns, til umfjöllunar. Sigurjóni þótti platan svo leiðinleg að hann mátti vart mæla og gaf henni lægstu einkunn. Skömmu síðar var Sig- urjón látinn hætta sem gagnrýnandi sjónvarpsmagasínsins, líklega á þeim forsendum að þar sem Olympia er að gefa út plötu um þess- ar mundir þá væri ekki við hæfi að Sigurjón sé í þvi að gefa samkeppnis- aðilunum einkunn. En Olympia ætl- ar sem sagt að hita upp fyrir Björn Jörund og tekur væntanlega á öllu sínu svo menn hafi upp á eitthvað að hlaupa þegar leiðindin taka við... Enginn vill urða rykið Mikið uppistand varð effir að Stál- félagið var selt á uppboði fyrir tveim- ur árum og í ljós kom að á athaffia- svæði félagsins fýrir utan Hafhar- fjörð var að finna tvö til þrjúhundr- uð tonn af úrgangi eða ryki, sem féll til í síunarbúnaði við stálbræðsluna. Óttast var að þetta ryk, sem dreift var um nokkurt svæði, væri baneitrað. Svo reyndist ekki vera og sambæri- legur úrgangur er urðaður víðast hvar í Evrópu. Eigendur verksmiðj- unnar í dag, Búnaðarbankinn og Iðnþróunarsjóður, eiga hins vegar í mildum erfiðleikum með að losa sig við úrganginn og standa frammi fýr- ir því að flytja hann úr landi með ærnum tilkostnaði. Kjalnesiijgar neita urðun í Alfsnesinu „Það liggur fyrir beiðni urn að urða þetta ryk í Álfsnesi," segir Jakob Ármannsson, aðstoðar- maður bankastjóra Búnaðarbank- ans. „Hollustuvernd gaf leyfi fýrir að það væri urðað og þá settum við okkur í samband við Sorpu. En málið strandar á heilbrigðisnefnd Kjósarhrepps. Við gætum því neyðst til að flytja þetta úr landi til endurvinnslu eða urðunar.“ Jakob segir að kostnaðurinn vegna sekkj- unar ryksins sé nálægt einni milljón en ekki sé ljóst hver geymslukostn- aðurinn verði. „Svona úrgangur er urðaður um alla Evrópu enda er hann ekki talinn eitraður. Við höf- um einnig kannað þann möguleika að vinna úr þessu zink á Spáni en það myndi kosta okkur um fimm milljónir að flytja rykið þangað.“ „Það er rétt að við samþykktum að þetta yrði urðað í Álfsnesi en það var gegn ákveðnum skilyrðum sem ekki hafa verð uppfyllt," segir Þór Tómasson hjá Hollustuvernd rík- isins. Skilyrðin eru þau að ekki verði útskolun á málmum úr ryk- inu sem Þór segir að sé aðeins hægt að tryggja með því að urðunarstað- urinn sé afmarkaður og tryggt sé að frárennsli frá heimilissorpi komist ekki nálægt því. Þetta vilja heima- menn á Kjalarnesi ekki fallast á. „Urðunarstaður í Álfsnesi var aldrei hugsaður fyrir annað en heimilissorp,“ segir Halldór Run- ólfsson, framkvæmdastjóri Heil- brigðiseftirlits Kjósarsvæðis. „Þetta er iðnaðarúrgangur og Álfsnes er ekki heppilegur staður fýrir það.“ Halldór svaraði því afdráttarlaust neitandi þegar hann var spurður hvort Kjalnesingar vildu alls ekki fá rykið til sín. Hann segir að vanda- málið með urðun iðnaðarúrgangs hér á landi sé sá að hvergi hafi verið ætlaður staður til þess. Var ryð en ekki hættu- legir þungmálmar Össur Skarphéðinsson, um- hverfisráðherra, og fleiri málsmet- andi menn voru stóryrtir vegna málsins á síðasta ári. I framhaldi af því skipaði Hollustuvernd svo fyrir að gengið yrði frá úrganginum eftir ströngustu reglum um meðferð eit- urefna og sýni voru send út til Dan- merkur til að ganga úr skugga um hvað þarna væri á ferðinni. Getum var leitt að því að arsenik og kadm- íum væri í úrganginum, sem eru stórhættuleg efni. Ekkert arsenik fannst og kadmíum í minna mæli en er í líkama manna af náttúruleg- um orsökum. Niðurstaðan var sú að um væri að ræða það sem í dag- legu tali er kallað ryð. Þetta ryð féll til í síubúnaði við stálbræðsluna sem nú er ekki í gangi. Þegar það lá fyrir var búið að sekkja ryðið í sérstyrkta plastpoka og svokallaða tonnasekki utan um þá, þannig að ekkert átti að geta lekið út. Vegna sýnatöku á svæðinu nú í október krafðist Hollustu- vernd þess að sekkirnir yrðu fluttir á geymslustað. Eigendur verk- smiðjunnar fengu Furu hf. til að geyma þá í stórri skemmu í eigu fýrirtækisins. „Ég get ekki ímyndað mér að það sé gefið,“ segir Sveinn Magnússon hjá Furu um geymslu- kostnaðinn. -SG Xr að vakti athygli í hádegisfréttum Ríkisútvarpsins í gær að fyrsta frétt fjallaði um rúmensku laumufarþeg- ana í Bakkafossi, en 20 mínútum áð- ur hafði Bylgjan fjallað ítarlega um bókhaldssvindlið í kringum Listahá- tíð Hafnarfjarðar. Fréttastofa RÚV missti hins vegar alfarið af þvi. Hins vcgar var fróðlegt að bera saman fréttir Bylgjunnar og RÚV af laumu- farþegunum. Hulda Gunnarsdöttir hjá Bylgjunni ræddi við skipverja þar sem hann greindi frá því á kjarnyrtan hátt hvernig í pottinn væri búið. Meðal annars sagði hann frá því að Rúmenarnir hefðu vafalaust farið um borð fyrir misskilning þar sem skipið er skráð í St. Johns á Antigua í Karíbahafi, en þau hafi sennilegast haldið að Bakkafoss væri frá St. Johns á Nýfundnalandi í Kanada. Frétt RÚV var með nokkru öðru sniði. Þar á bæ sá enginn ástæðu til þess að ræða við þá, sem voru á staðnum, heldur þótti eðlilegra að tala bara við aðra ríkisstarfsmenn, sumsé þá hjá Útlendingaeftirlitinu. Hugsanlega hefur einhver misskilið nafn Rikisútvarpsins og haldið að það væri bara útvarp fýrir ríkisstarfs- menn um ríkisstarfsmenn. Það skrýtnasta var þó það, að Hjördís FiNNBOGADórriR, fréttamaður Ríkis- útvarpsins, gekk í nákvæmlega sömu gildru og aumingja Rúmenarnir og taldi Bakkafoss vera skráðan í Kan- ada... Fjámnál eru einkamal Tölvunefnd hefur tvívegis hafn- að erindi Jónasar Fr. Jónasson- ar, lögfræðings Verslunarráðs ís- lands, þar sem Jónas gerir athuga- semdir við meðhöndlun og fram- setningu fjölmiðla á upplýsingum úr álagningarskrá. Telur hann að hér sé um brot á lögum um skrán- ingu og meðferð persónuupplýs- inga að ræða. Jónas gerir þessar at- hugasemdir ekki sem lögfræðingur Verslunarráðs, heldur í eigin nafni. „Ég er héraðsdómslögmaður og hef starfað töluvert á sviði skatta- löggjafarinnar og að málum sem snúast um friðhelgi einkalífsins. Nokkrir af mínum umbjóðendum höfðu samband við mig, væntan- lega vegna þekkingar minnar á þessum sviðum,“ sagði Jónas í samtali við blaðamann MORGUN- PÓSTSINS. Hann segir það mis- skilning að hann vilji koma í veg fyrir að skrárnar séu gerðar opin- berar, eins og haldið hefur verið fram í fjölmiðlum. „Ég gerði enga athugasemd við álagningarskrána eða framlagningu hennar,“ segir Jónas, „ég er hins vegar á því að þessi framlagning gefi fjölmiðlum og öðrum ekki sjálfkrafa heimild til þess að bera saman fyrri skrár, túlka þær upplýsingar sem fram koma í þeim eins og þeim sýnist og setja síðan fram með þeim hætti sem tíðkast hefur.“ Segir hann fjár- mál einstakra aðila flokkast undir einkamálefni, þar sem miklar kröf- ur um þagnarvernd og friðhelgi séu gerðar. „Það sem er athugavert er fyrst og fremst hvernig fjölmiðl- ar vinna úr og setja fram þessar upplýsingar. Álagningarskrá getur aldrei gefið óyggjandi upplýsingar um fjármál einstaklinga. Bæði get- ur álagningin verið röng í einstök- um tilfellum, og eins segir hún aldrei alla söguna. Það er því vill- andi og hreinlega rangt að miða eingöngu við þær tölur sem þar koma fram, þegar fjölmiðlar taka sig til og reikna út tekjur manna.“ En er það á verksviði Tölvunefnd- ar að ákveða hvað þriðji aðili gerir við opinberar upplýsingar? „Ég tel að svo sé,“ segir Jónas. „Tölvunefnd hefur hins vegar í raun aðeins fjallað um framlagn- ingu álagningarskrárinnar sem slíkrar, og telur að það sé hið eina sem málið snýst um, en ekki það sem gerist eftir það. Þessu er ég ósammála, á þeim forsendum að fjármál eru einkamál, og meðferð þessara upplýsinga því innan verk- sviðs nefndarinnar.“ Jónas kvaðst vera að undirbúa frekari aðgerðir í málinu, en vildi ekki tjá sig nánar urn hvaða aðgerðir væri að ræða. „Það kemur bara í ljós. Ég er að skoða þetta mál núna og vinna upp mínar athugasemdir við störf Haraldur Ólafsson hjá Furu hf. við pokana umdeildu með rykinu sem haldið var fram að væri baneitrað en reyndist ekki vera það. Búnaðarbank- inn og Iðnþróunarsjóður gætu þurft að greiða fimm milljónir fyrir að flytja það úr landi til urðunar þar sem enginn vill taka við því hér á landi. Jónas Fr. Jónsson Vill að Tölvunefnd banni fjölmiðlum að reikna og blása út tekjur manna út frá upplýsingum í álagningar- skrá. Tölvunefndar meðal annars,“ sagði Jónas að lokum. -æöj

x

Helgarpósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.