Helgarpósturinn - 17.11.1994, Qupperneq 32

Helgarpósturinn - 17.11.1994, Qupperneq 32
„í ráðuneytinu Steingrímur stal stærsta fiðrildi 1 heimi“ Félagarí íþnóttafélagi alþingismanna komu tilstutts fundarvið Össur Skarphéðínsson um- hverfísráðhena sama dag og Steingrímur Hermannsson varkvaddurafþingfíokkiFram- soknarmanna. Eftirfundinn saknaði Óssurbrasiltsks fíðrHdis en það kom í leitimar skömmu siðarþegar SteingrímurJ. Sigfússon færði nafha sínum það að gjöfí kveðjuhófínu. Sama kvöld og þingflokkur Fram- sóknarmanna kvaddi formann sinn, Steingrím Hermannsson, í hófí þegar hann hvarf úr pólitík og tók við stöðu Seðlabankastjóra hvarf einn af kjörgripum umhverfisráð- herrans, Össurar Skarphéðins- sonar úr umhverfisráðuneytinu. Um er að ræða lófastórt fiðrildi , sem er af tegund sem stærst verður og flýgur hæst. Það dúkkaði síðan upp í kveðjuhófi Framsóknarmanna og var fært formanninum að gjöf. íþróttafélag alþingismanna kom til stutts fundar við Össur í um- hverfisráðuneytið, sem það hafði kjörið verndara sinn, þetta kvöld. Þarna voru meðal annars Ingi Björn Albcrtsson og Steingrímur J. Sig- fússon, sem báðir eiga frækinn íþróttaferil að baki. Að fundinunr loknum áttaði Össur sig á að fiðrild- ið var horfið, án þess að gruna nokk- urn fundarmanna um græsku. Þegar áliðið var kvölds ákvað íþróttafélag- ið að fara til fundar við Steingrím og þá Framsóknarmenn til að hylla hann. Þegar þangað kom flutti Öss- ur tölu honum til heiðurs. Stein- grímur J. hélt einnig ræðu, hjart- næma mjög að sögn, og kvað nafna sinn jafnan hafa stutt drengilega al- mennningsíþróttirnar í landinu. Þá sagði hann að í þakklætisskyni fyrir þann stuðning vildu yngstu menn- irnir í þinginu færa honum örlítinn þakklætisvott og dró úr pússi sínu flðrildið og gaf Steingrími það. Hann þakkaði fyrir sig með virktum og sagði að hann og Edda, kona hans, myndu leggja mikla helgi á það vegna þess hlýhugar sem að baki lægi. Össur varð vægast sagt undrandi að fiðrildið kæmi í leitirnar með þessum hætti. Jón Kristjánsson, alþingismaður, sá undrunarsvipinn á honurn og upp úr honum rann þessi vísa: Mikið er þctta mannaval sem mœtt er í þessu geimi í ráðuneytinu Steingrímur stal stœrsta fiðrildi í heimi. Steingrímur vildi skila fiðrildinu við svo búið en umhverfisráðherr- anum þótti uppákoman svo skemmtileg að hann þverneitaði að taka við því. „Þetta var bara svona hrekkur gerður til gamans,“ sagði Steingrím- ur J. þegar hann var spurður hvað honum hafi gengið til. „Það er gam- an að stríða össuri og gera hann langleitan og svo kom sú hugmynd upp að gleðja nafna eitthvað og gera honum óvæntan honnör. Þetta var mjög vel heppnuð innrás í boðið hjá honum og hann tók oldtur afar vel. Þannig að hvort tveggja gekk vel eft- ir. Össur lofaði líka að útvega annað fiðrildi þannig að þetta var allt í lagi.“ „Ég vissi hvaðan fiðriidið var komið og vildi skila því aftur til fyrri eiganda en hann neitaði algjörlega að taka við því aftur," sagði Stein- grímur Hermannsson þegar sagan var borin undir hann í gær. „Hann fullvissaði mig um að það væri allt í góðu milli þeirra Steingríms J. en ég vildi vera viss um það.“ Er þetta merkilegt fiðrildi? „Ja, þetta er eitthvað brasilískt fiðrildi. Þetta er fallegt fiðrildi og reyndar er það komið upp í sumar- bústað í Borgarfirði því að mér finnst það eiga heima í skóginum.“ -SG ■ Þráinn hittir þjóðina í hjartastað ■ Guðmundur Árni ogkaldhœðnin ■ Eyþór Heiðberg og biðlaunin ■ Örnólfur gefur út bankabók Ut er komin umfangsmikil áhorfskönnun á vegum Félagsvís- indastofnunar og er hún mann- skapnum á Ríkissjónvarpinu til mikillar gleði. Fréttir eru með 47 prósent meðaláhorf á viku meðan fréttir á Stöð 2 eru með 36 prósent. 19:19 eru í bcinni samkeppni við Dagsljós sem er með 20 prósent. Ótrúlegustu tölurnar í þessu eru þær sem snúa að Sigla himinfley en þættir Þráins Bertelssonar virðast sannar- lega hafa hitt beint í kviku þjóðarsálarinnar. Þættimir mæld- ust með 58 pró- sent sem er Iygi- lega hátt hlutfall. Á tali hjá Hemma Gunn er eitthvað á niðurleið frá því sem var en hann hefur mælst allt upp í 60 prósent. Nú hefur hann 48 prósent sem telst gott í sjálfu sér. Aðrar athyglisverðar tölur: Bin- gó/Lottó: 36 prósent. Útsending frá Alþingi mánudag klukkan 20:30:37 prósent. Sjónvarpsmarkaður: 5 pró- sent... IVtargs konar lærdóm má hafa af afsögn Guðmundar Árna StefAns- sonar fyrrverandi félagsmálaráð- herra. í kjölfar hennar hafa ýmsir pólitískir spekúlantar dregið þá ályktun að hún verði til þess að veita stjórmálamönnum aukið sið- ferðislegt aðhald í framtíð- inni og það er ekki ósenni- leg tilgáta. Afsögn vara- formanns Alþýðuflokks- ins er hins vegar enn ein staðfestingin á kenningu bandaríska hagfræðingsins John Kenneth Galbraith eins og hún er sett fram í The Cynic’s Lexi- con eða upp- flettiriti hins kaldhæðna. Þar segir hag- fræðingurinn: „Hver sem segir að hann muni ekki segja af sér, fjórum sinn- um, mun segja af sér... I gær var ríkissjóður dæmdur til að greiða Eyþóri Heiðberg, fyrir hönd Áfengis- og tóbaksverslunar ríkis- ins, um 650.000 krónur í biðlaun. Eyþór starfaði á skrifstofu ÁTVR en var látinn fara. Lögmaður Starfs- mannafélags ríkisstofnana byggði stefnu sína á að samkvæmt lögum eiga ríkisstarfsmenn rétt á þjón- ustulaunum í 6 mánuði ef störf þeirra eru lögð niður og starfsaldur þeirra er skemmri en 15 ár. Ágrein- ingurinn í málinu stafaði um hvort Eyþóri var sagt upp vegna vanhæfni eða starf hans lagt niður. Sigurður Hallur StefAnsson dómari komst að þeirri niðurstöðu að þar sem engin hefði verið ráðinn í stað Ey- þórs á skrifstofu ÁTVR bæri ríkis- sjóði að greiða honum biðlaunin... Öf " rnólfur Arnason eru um þess- ar mundir að ganga frá bók til prentunar ogerafþví tilefni farið að fara um ýmsa í fjár- málakerf- inu öllu og til dæmis má búast við því að hún verði JÓHANNESI Nordal enginn skemmti- lestur. Bókin heitir „Bankabókin“ ig er í sama stíl og „Á slóð Kol- krabbans", Nóri er sögumaður og frændur hans ýmsir. Það sem er til umfjöllunar eru bankar og á jslandi og má finna sundurliðun og útreikninga stigvaxandi launum yfirmanna í bankakerfinu sem ýmsum mun þykja forvitnilegt að skoða. Þá má og sér að Nóri ferðum og sitt- hverju öðru. Örn- ólfur gefur bókina út sjálfur en það var Skjaldborg sem gaf „Kol- krabbann“ út... Veðurhorfur næsta sólarhring: í dag verður hæg breytileg átt um allt land og víðast léttskýjað með vægu frosti. Á morgun er reiknað með suðaustlægri átt um allt land. Norðan lands og austan þykknar upp en sunnan og vestan lands verður slydda eða rigning. Hiti 0 til 5 stig sunnanlands, en vægt frost norðan til. Horfur á laugardag: Búast má við sunnanátt og frost- lausu um nær allt land. Snjókoma og síðan slydda norðan lands, en skúrir syðra. Horfur á sunnudag: Útlit er fyrir norðlæga og breytilega átt á landinu með skúrum og éljum á víð og dreif. Veður fer aftur kóln- andi. Veðrið um helaina Hvort hefur réttfyrir sér, Linda Pé eða löggari? Greiddu atkvæði 39,90 krónur mínútan Það er einfalt að taka þátt. Þú hringir í síma 99 15 16, hlustar á spurninguna og greiðir síðan atkvæði með því að ýta á 1 eða 2 á símtækinu þínu. A sunnudaginn verður síðan talið upp úr Kjörkass- anum og niðurstöðurnar birtar í mánudagsblaði MORGUNPÓSTSINS. Leikhús Það er ekki úr vegi að kíkja á hana Bríeti Héðinsdóttur í hlut- verki Karenar Blixen. Sannfær- andi einleikur í verkinu „Dóttir Lúsifers" á litla sviði Þjóðleik- hússins föstudags- og sunnu- dagskvöld. Myndlist Það er að sjálfsögðu algjör skyldumæting á Erró á Kjan/als- stöðum. Gjöfin fræga maður lif- andi. Gagnrýnanda morgun- póstsins varð svo mikið um að hann gaf bæði kúpu og fimm stjörnur. Popp Allt löðrandi í útgáfutónleik- um en við mælum sér- staklega með Ragga Bjarna á Mímisbar. Klikkar ekki gamli seigur. Klassík Það er lítið að gerast í kiassíkinni en þeir sem eru alveg í æðritón- listarspreng geta séð hinn jap- anska Takuo Yuasa stjórna Sin- fóníuhljómsveit Isiands íkvöld. Bíó í Háskólabíói er verið að sýna klassamynd sem heitir Trois co- uleurs: Blanc. Hún tekur á vand- aðan hátt á þeim vanda þvihkur vandi það er að vera maður. Sjónvarp Þeir sem ætla að vera heima og eiga myndlykil og hafa ekki séð Bitter Moon eftir Polanski ættu að koma sér notalega fyrir á fimmtudagskvöldinu klukkan 23.55. f s Hlustum allan sólarhringinn 2 1900

x

Helgarpósturinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.