Helgarpósturinn - 17.11.1994, Page 22

Helgarpósturinn - 17.11.1994, Page 22
22 MORGUNPOSTURINN SPORT FIMMTUDAGUR 17. NÓVEMBER 1994 J_/nn er með öllu óráðið hver framtíð Kristjáns JóNSSONAR í atvinnu- mennsku verður. Hann hefur lítið fengið að spreyta sig með liði sínu, Bodö/- Glimt, í norsku knattspyrnunni og nú er félagið búið að veita hon- um frjálsa sölu þrátt fyrir að hann eigi enn eftir ár af samningi sínum. Kristján hefur áhuga á að halda áfram í atvinnu- mennskunni og er vitað um áhuga að minnsta kosti tveggja sænskra félaga. Ef hins vegar ekkert verður af, og hann kemur aftur heim, má teljast fullvíst að hann fari aftur heim í Safamýrina og leiki með Fram næsta sumar... Jem kunnugt er féll Stjarnan í aðra deild í sumar eftir stutta við- veru í þeirri fyrstu. Liðið hafði á mörgum góðum leikmönnum að skipa og áttu menn þvi von á að slegist yrði um þá fyrir næsta sum- ar. Það vekur þvi nokkra furðu hversu vel Stjörnunni helst á leik- mönnunum, og hafa þeir aðeins misst þá Ragnar Gíslason til Leift- urs, og Leif Geir Haf- steinsson til ÍBV. Aðrir leikmenn liðsins virðast Á ''Km ætla að vera um kyrrt að þvi undanskildu að varnarjaxlinn Lúðvík Jónasson gæti verið á leið frá félaginu. Vitað er um áhuga minnst tveggja í.deildarfélaga á kappanum og ku hann vera spenntur fyrir að leika í fyrstu deild að ári... Japan Fjölgað i deildinni Japanska knattspyrnusambandið ákvað á fundi sínum um helgina að fjölga um tvö lið í úrvalsdeildinni á næsta ári. Fundurinn, sem var vettvangur mikilla átaka og skoðanaskipta, ákvað að taka inn tvö lið sem urðu í tveimur efstu sætum japönsku 2. deildarinnar á síðasta tímabili. Áð- ur hefur japanska úrvalsdeildin starfað sjálfstætt og óháð öðrum deildum og ekki hefur verið hægt að falla eða vinna sér sæti í henni á hefðbundinn hátt. Innkaup standa nú sem hæst hjá liðunum fyrir næsta keppnistímabil og á föstudag var tilkynnt að brasil- íski framherjinn Muller hefði verið keyptur til Reysol Hitachi fyrir þrjár milljónir dala. Reysol er, eins og flest önnur lið í Japan, í eigu stórfyrirtækis og hafa þau verið ið- in við að dæla fjármagni í liðin í von urn að bæta ímyndina. Fregnir um fleiri hugsanleg félagaskipti eru einnig að ber- ast og hefur Hollendingn- um Ruud Gullit og Bras- ilíumanninum Dunga cinnig verið boðið til japanskra liða fyrir metfé. Fyrir eru nokkrar gamlar kempur sem eru á seinna skeiði ferils síns, til dæmis Englendingurinn Gary Lineker, ftalinn Salvatore Schillaci og Brasilíumaðurinn Zico. Karfa Ekki haft eftir Varðandi umfjöllun MORGUN- PÓSTSINS um leik Grindvíkinga og Keflvíkinga í úrvalsdeildinni á sunnudagskvöld vill Friðrik Ingi Rúnarsson, þjálfari Grindvíkinga, taka fram að Eggert Þór Aðal- steinsson blaðamaður hafi greini- lega misskilið sig í viðtali eftir leik- inn. Friðrik segist elcki kannast við að hafa sagt liðið vanta tilfinnan- lega leikstjórnanda. „Við höfum Helga Jónas Guðfinnsson hjá okkur í toppformi og ekki má gera lítið úr hans þætti,“ segir Friðrik. Athugasemd blaðamanns Ef ummælin eru ekki rétt höfð eftir eða á misskilningi byggð er rétt að biðjast velvirðingar á því. -eþa Hvert fer Guðmundur Benediktsson? áeftir ákveda mig segir Guðmundursem hefurátt í viðræðum við KR, ÍA og Fram. Guðmundur Benediktsson var mikið í sviðsljósinu í 1. deiidinni í knattspyrnu í sumar. Hann sneri aftur í raðir Þórsara eftir þriggja ára dvöl í atvinnumennsku með Eker- en í Belgíu þar sem hann hafði bar- ist við meiðsli langtímum saman. Guðmundur þótti standa sig mjög vel í liði Þórs sem náði sér þó aldrei á strik og þrátt fyrir að liðið félli niður í 2. deild var Guðmundur valinn í lið ársins af leikmönnum deildarinnar. Undanfarið hafa verið háværar raddir um að hann hyggist skipta um lið fyrir næsta sumar og Guð- mundur er ýmist sagður vera kom- inn í raðir KR, ÍA eða Fram. „Ég er búinn að tala við öll þessi lið og ég á eftir að ákveða mig. Ég hef einnig heyrt af áhuga tveggja sænskra liða en það kom upp nú nýlega og er allt á byrjunarstigi,“ sagði Guðmundur í samtali við MORGUNPÓSTINN en vildi þó ekkert gefa upp um hvaða lið það væru. Hann var þó eldci búinn að útiloka að hann léki með Þór í 2. deildinni næsta sumar. „Ég þarf fyrst að sjá hvernig fer í máli senr er í gangi úti í Belgíu í sambandi við samninga Ekeren og Þórs,“ sagði Guðmundur en Eker- en hefur ekki staðið við þær greiðslur sem þeir lofuðu þegar að kappinn hélt út í atvinnumennsku. „Þetta mál er ekki komið í lögfræð- inga en er komið í sendiráðið úti og verið að ræða málin. Þetta ætti að skýrast í næstu viku,“ sagði Guð- mundur en hann taldi að Ekeren gæti ekki hindrað að hann færi á milli liða hér á landi. „Ég hef elcki trú á því en það væri þá bara ef ég færi út í atvinnumennsku. Þá gætu þeir farið fram á greiðslu. Ég hef elcki trú á að það gildi í áhuga- mennskunni hér innanlands," sagði Guðmundur, sem er ekki samningsbundinn við Þór og gerði munnlegt samkomulag við félagið í taldir vera með sterkan mannskap. Guðmundi var þó hrósað mikið í fjölmiðlum og talinn einn af mjög fáum leikmönnum deildarinnar sem náðu að skemmta áhorfend- um. „Við Þórsarar erum náttúrlega hundóánægðir með frammistöð- una, það er elcki annað hægt,“ sagði Guðmundur sem þrátt fyrir slæma frammistöðu liðsins var valinn í lið ársins af leikmönnum deildarinnar. „Ég er ekki alveg nógu ánægður með eigin frammistöðu en sáttur samt.“ Þórsarar í 2. deild Eins og flestir vita féllu Þórsarar niður í 2. deild í haust og kom það mörgum á óvart þar sem þeir voru Meiðslin Guðmundur er fæddur 3. sept- ember 1974 og er því tvítugur. Fljótt kom í ljós að þarna var mikið efni á ferð, bæði í knattspyrnu og hand- knattleik. Guðmundur lék með yngri flokkum Þórs ef undan eru skilin tvö ár í herbúðum Framara þegar fjölskylda hans var búsett í Reyjavík. Eins og oft gerist með efnilega leikmenn þá var milcið álag á Guðmundi á þessum árum þar sem hann lék gjarnan einnig með eldri flolcknum en aldur sagði til um. Sumarið 1990 lék hann með þriðja og öðrum flokki Þórs, drengja- og unglingalandsliðum ís- lands auk þess sem hann lék sína fyrstu leiki í 1. deild með Þór. Hann setti met þegar hann kom inn á sem varamaður í leik gegn Val á Akur- eyri og var þá yngsti leikmaður sem leikið hafði í 1. deild. Guðmundur var þá 15 ára og 289 daga gamall og frammistaða hans þetta sumar vakti áhuga erlendra liða á kappan- um. Ekeren í Belgíu og þýska íiðið Stuttgart fengu hann til æfinga um veturinn og var allt útlit fýrir að hann ætti bjarta framtíð fyrir sér í atvinnumennskunni en þá byrjuðu vandræðin. „Ég meiddist fyrst hérna heinra á æfingu með Þór í febrúar og fór í smáaðgerð. Þá voru krossböndin á hægra hné aðeins rifnuð og ég átti að vera orðinn góður í maí og spilaði þá í úrslita- keppni Evrópumóts landsliða með drengjalandsliðinu í Sviss og þá sleit ég liðböndin. Það gerðist strax í fyrsta leik, eftir 20 mínútur. Þá var ég búinn að æfa í tvær vikur fyrir Þýskaland Beckenbauer forsetí Bayem Munchen „Keisarinn“ Franz Becken- bauer var á mánudag kosinn for- seti þýska íþróttafélagsins Bayern Munchen. Beckenbauer tekur við forsætinu af Fritz Scherer sem gerist nú varaforseti félagsins. Beckenbauer hefur lengi verið viðloðandi sögu þessa stærsta knattspyrnufélags Þjóðverja. Sem táningi var honum gefið tækifæri til að leika með mönnum í fremstu röð og þegar ferill hans reis sem hæst var hann fyrirliði félagsins. Síðar gerðist hann landsliðsein- valdur Vestur-Þýskalands og í fyrra gerði hann Munchenarliðið forseta utan tíu sem töldu ekki rétt að víkja Scherer úr embættinu. Hann sagði aðspurður um kjörið að sér þætti mikill heiður að því að víkja fyrir jafn mikilhæfum manni. Franz Beckenbauer að meisturum sem þjálfari. Allir 2928 félagsmenn liðsins voru einróma í vali sínu á nýjum Fyrir kjörið höfðu félagsmenn óttast töluvert úrslit og afleiðingar kosningarinnar og var haft á orði að hún gæti skaðað félagið. Annar fýrrum Bayern- og landsliðsfyrir- liði, Karl- Heinz Rumenigge, hafði einnig gert tilkall til krún- unnar en lét að lokum undan og var kjörinn varaforseti ásamt Scherer í rússneskri kosningu. mótið og allt virtist í lagi en það er tvennt ólíkt að æfa eða spila. Þarna kom í ljós að þetta var langt frá því að vera í lagi,“ sagði Guðmundur og bætir við að erfitt sé að segja til um hvers vegna hann hafi svona oft verið meiddur. „Það geta verið margir þættir sem koma þar inn í. Álag, óheppni, vitlausar æfingar og þess háttar.“ Þrátt fyrir meiðslin voru Stuttg- art og Ekeren tilbúin að semja við strákinn en hann valdi belgíska fé- lagið. „Það hjálpaði nrikið til að þeir buðu mér í aðgerð hjá Dr. Martens, sem er einn virtasti lækn- irinn í Evrópu í dag og margar helstu stjörnurnar leita til hans. Einnig taldi ég mildu meiri mögu- leika á að ég fengi að spila hjá þessu liði en Stuttgart,“ sagði Guðmund- ur. Það kom líka á daginn að strax og hann var búinn að ná sér af meiðslunum var hann farinn að keppa um sæti í aðalliðinu. „Á fýrsta árinu spilaði ég fjóra leiki og var aðeins kominn inn í þetta. Þetta voru síðustu leikirinir á tímabilinu og síðan fór ég heim í sumarfrí og þá slitna ég aftur og þá á hinu hnénu. Ég fór því aftur út til að fara í aðgerð og endurhæfmgu og þá var maður aftur frá í sex mánuði þegar maður var rétt að komast af stað.“ Enn hélt sjúkrasagan áfram því þegar hann var nýfarinn á stað aft- ur og byrjaður að skora reglulega með varaliði félagsins meiddist hann aftur á vinstra hné í leik nreð varaliðinu í lok janúar 1993. Eftir að hafa barist við meiðslin það sem effir var vetrar fór hann í aðgerð um sumarið þar sem skipt var um krossbönd í vinstra hné og var þá búið að setja belgísk krossbönd í bæði hnén. Ekeren var elcki tilbúið að gefast upp á honum þrátt fyrir öll meiðslin. „Ég gerði fýrst tveggja ára samning við félagið og fram- lengdi honum síðan um eitt ár. Þeir voru ótrúlega þolinmóðir til að byrja með en í lokin var þolinmæð- in á þrotum,“ sagði Guðmundur sem var aftur kominn á ferðina um miðjan vetur en var þá ákveðinn í að halda aftur til Islands. „Ég hef verið heill ffá því í janúar og spilaði nolckra leiki með varaliðinu. Það kom einnig fýrir að þeir leyfðu mér elckert að spila. Ég var settur á bekkinn hjá varaliðinu þar sem þeir vissu að ég hafði ákveðið að fara heim. Þeir voru með svolítil leið- indi, settu mig á bekkinn og létu mig kannski hita upp án þess að setja mig inn á,“ sagði Guðmundur sem þó sagðist elcki sjá eftir dvöl- inni í Belgíu. „ Það var ágætt að vera þar. Það hefði þó sennilega verið betra að vera þar til að spila en elclci alltaf í meiðslum. Það var gaman að prófa þetta og ég sé ekki eftir því en það var þó mjög tak- markaður áhugi hjá mér að vera þarna áfram. Þeir sögðust tilbúnir að leyfa mér að vera eitt ár í viðbót en áhuginn var ekki mikill og þeir buðu ekki eins gott og maður vildi fá. Maður gat þó ekki farið fram á „Atvinnumennskan kitlar óneitanlega. Það er aðalmálið í þessu að geta lifað afknattspyrn- unni. Það er engin spurning að hugurinn stefnir þangað. “ mikið eftir að hafa verið meiddur allan tímann,“ sagði Guðmundur. Aftur í atvinnu- mennsku? sagði Guðmundur og aðspurður segist hann vel geta hugsað sér að fara þangað aftur, sérstaklega þar sem ég kann málið. Belgía og Hol- land eru mjög góðir kostir en auð- vitað eru fleiri kostir sem eru mjög góðir líka,“ sagði Guðmundur, sem veit að hann þarf að sýna sig á er- lendri grundu til að koamst aftur út. „Það væri mjög gott að vera í liði sem er í Evrópukeppni en aðal- málið er að vera í landsliði, því það er mest tekið eftir því,“ sagði Guð- mundur sem hefur enn elcki leikið heilan landsleik með A- landslið- inu. Hann kom inn á sem vara- maður gegn Sameinuðu arabísku furstadæmunum í sumar og skor- aði þá sigurmarkið. Honum var síðan kippt út úr liðinu aftur og settur í U21 árs liðið að nýju. „Ég er alls ekkert svelcktur með það. Það var frekar óvænt sem ég kom inn í liðið og átti alls ekki von á því. Það var bara gaman að fá að prófa þetta og koma inn í hópinn. Þetta var að- allega út af því að atvinnumennirn- ir voru ekki með og því skiljanlegt að ég væri tekinn út aftur,“ sagði Guðmundur sem nú er staddur í Sviss þar sem hann keppti á þriðju- dag með U21 árs liðinu í Evrópu- keppninni.

x

Helgarpósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.