Helgarpósturinn - 17.11.1994, Side 23

Helgarpósturinn - 17.11.1994, Side 23
FIMMTUDAGUR 17. NÓVEMBER 1994 MORGUNPÓSTURINN SPORT 23 JZiins og kom fram í máli Arnórs Guðjohnsen í morgunpóstinum á mánudag, er töluvert um að sænskir þjálfarar setji sig í samband við hann og spyrjist fyrir um góða ís- lenska knattspymumenn. Arnór sagði greinilegt að mikill áhugi væri vaknaður fyrir íslenskum mönnum til að leika erlendis og mætti búast við að atvinnumönnum fjölgaði mikið á næstunni... Vi, itað er af áhuga Örebro á að full- komna íslendinga- þrennuna með því að fá landsliðs- fyrirliðann Guðna Bergsson í vörn ina. Vitað er að ÁgOst Gylfason í Val og Guðmundur Benediktsson í Þór hafa fengið fyrirspurnir og svo mun vera um fleiri leik- menn... P étur Ormslev hefur verið ráðinn sem þjálfari 2. deildarliðs KA fyrir næsta keppnis- tímabil. Pétur er ekki með öllu ókunnugur þjálfun, hann þreytti frumraun sína með 1. deildarlið Fram fyrir þremur árum en náði þá ekki góðum árangri... P á var reyndar farið hratt af stað og kröfurnar voru miklar. Engu var til sparað og Pétur ásamt Ómari Torfasyni áttu helst að skila titli á sínu fyrsta ári sem þjálfarar. Press- an var of mikil og nú hefur Pétur greinilega ákveðið að gera aðra til- raun við öllu þægilegri aðstæður... Tippið með Birni Inaa Látið Björn Inga segja ykkur hvernig á að vinna pottinn Eiður Smári og PSV Vért að hann á eftir aðstandasig segirAmór, faðirhans. Samningur hins efnilega Eiðs Smára Guðjohnsen og hollenska stórliðsins PSV frá Eindhoven hef- ur vakið nokkra athygli bæði hér heima og erlendis. Milljónaliðið PSV (PSið stendur fyrir Philips fyr- irtækið sem á liðið) er þekkt fyrir afar sterkt uppbyggingarstarf sem skilað hefúr mörgum alþjóðlegum stórstjörnum. Arnór Guðjohnsen, faðir Eiðs I Viðskipti liðsins Komnir: Nafn Frá Ronaldo Cruzeiro Marciano Wink Genóa Luc Nilis Anderlecht Stan Walcks Sporting Vampeta Victoria Stanley Menzo Ajax Farnir: Nafn Til G. Popescu Tottenham Klas Ingeson Sheff. Wed. Jules Ellerman FC Twente Jerry De Jong Caen A. Tiggelen Dordrecht Erwin Koeman Groningen Nii Lamptey Aston Villa H.Breukelen Hættur Wim Kieft Hættur Smára, segir samninginn vera ein- stakt tækifæri fyrir drenginn. „Kunnugir segja mér að mjög fátítt sé að svo ungir leikmenn fái svo hagstæða samninga,“ segir Arnór. „Þetta segir manni einfaldlega að menn hafi mikla trú á stráknum og mér segir svo hugur um að hann eigi eftir að fá tækifærið og nýta það. En hann á auðvitað eftir að læra heilmargt og ég held að þetta sé einmitt rétti staðurinn. Þeir eru duglegir við að gefa mönnum tæki- færi og gera venjulega góða menn betri," sagði Arnór. Aðspurður um hvort samningur Eiðs væri ekki hagstæður sagði hann ekki vafa að svo væri. „Samn- ingurinn er til þriggja ára og að þeim tíma liðnum hafa þeir for- gang að áframhaldandi samning- um. Þetta þýðir að ef hann stendur sig, eins og þeir eiga von á, mun hann koma mjög vel út úr þessu peningalega." Margir frægir kappar I liði PSV eru margar heims- kunnar stjörnur og saga félagsins undanfarin ár er afar glæst. Allir þekkja Romario, Brasilímanninn frábæra. Hann var seldur til Barcel- ona frá PSV þar sem hann lék í mörg ár og náði að skapa sér nafn Fótboltafeðgar Arnór Guðjohnsen og Eiður Smári sonur hans eru nú báðir orðnir atvinnumenn í Evrópu. Arnór er á seinna skeiði afar glæsts ferils og hlotnaðist nýlega nafnbótin Leikmaður ársins í Svíþjóð en Eið- ur Smári á framtíðina fyrir sér og hefur nú gert samning við eitt fræg- asta og ríkasta lið Evrópu. Ronaldo Pelé sjálfur segir hann vera arftaka sinn. Eiður Smári og þessi drengur munu verða samherjar hjá PSV og hrella varnarmenn mótherjanna. sem einn allra besti knattspyrnu- maður heims. Sömu sögu má kannski segja um brasilíska táning- inn Ronaldo Luiz Nazario de Lima, betur þekktan sem Ronaldo. Hann leikur nú með liði PSV, að- eins átján ára að aldri og þykir hafa allt það til brunns að bera sem þarf til að komast í allra fremstu röð. Og þá erum við einmitt komin að aðalatriðinu með samning PSV og Eiðs Smára. Þetta er ekki bara einn af þessurn samningum milli frægs liðs og efnilegs drengs sem kannski fær tækifæri. Öðru nær. Hróður Eiðs Smára sem knatt- spyrnumanns hefur farið víða og vitað er að hann var undir smá- sjánni hjá mörgum frægustu liðum álfunnar. Samningur félagsins og hans mun vera afar hagstæður og sumir vilja ganga svo langt að segja að sá eini sem hefur betri samning hvað umfang varðar og miðað við aldur, en Eiður sem er aðeins sex- tán ára gamall, sé Brasilíumaðurinn Ronaldo sem þó er talinn vera „næsti“ Pelé eins og Pelé sjálfur komst að orði. Auðvitað getur framtíðin ein skorið úr um hvort úr Eiði Smára verði knattspyrnumaður í allra fremstu röð. Það er hins vegar ekk- ert launungarmál að helstu „út- sendarar“ stórliða Evrópu eru sannfærðir um að svo verði og megi sú spá þeirra rætast. Bih 1. Nottingh. Forest - Chelsea 1 Forest hefúr verið í feiknaformi á leik- tíðinni og vinnur leiki sína oftast mjög sannfærandi. Framheijarnír Stan Collymore og Hollendingurinn Brian Roy eru afar beinskeyttir og fljótir að grípa tækifærið. Chelsea, undir stjórn Glen Hoddle, hefur staðið sig ágætlega en félagið á í fjárhagserfiðleikum og Hoddle hefúr hótað uppsögn ef ekki verður bætt úr ástandinu. 2. Southampton - Arsenal 2 Eftir stórkostlega byrjun Southampton virðist liðið nú vera að ná meira jafn- vægi og festu í leik sinn. Miðjumaður- inn Matthew Le Tissier og Daninn Ronnie Ekelund fara off á kostum i leik sínum og þegar þeir ná saman verða úrslitin liðinu hagstæð. Arsenal hefur eitthvað örlítið verið að rétta úr kútnum en leikur eff ir sem áður nokk- uð þunglamalegan fótbolta. Þeir vinna þó þennan leik á seiglunni. 3. Man. Utd. - Crystal Palace 1 Rauðu djöflamir hefðu nú einhvern tímann talið þennan leik auðunninn en eins og enska deildin hefur þróast upp á síðkastið er ljóst að ekkert stig er gefið fyrirfram. Þar að auki hefúr Pal- ace verið töluvert að sækja í sig veðrið að undanförnu. Samt sem áður held ég að lið sem hefur menn eins og Andrei Kanchelskis, Roy Keane, Paul Ince, Peter Schmeichel, Ryan Giggs, Eric Cantona, Lee Sharpe, Mark Hug- hes og Gary Pallister innan sinna vé- banda geti ekki tapað fyrir Palace. 4. Ipswich - Blackburn 2 Þessi leikur verður sýndur beint í Sjónvarpinu og kætast þá líklega aðdá- endur beggja liða hérlendis. Milljóna- lið Blackburn gefúr lítið eftir í topp- baráttunni og ef svo fer að Rúmeninn Gheorghe Hagi verði keyptur til liðs- ins verður það illviðráðanlegt. 5. Wimbledon - Newcastle X Eins og glögglega má merkja af spá minni tel ég þennan leik allt annað en öruggan. Auðvitað er fáum blöðum um það að fletta að Newcastle-liðið er betra en Wimbledon. Heimamenn eru hins vegar ótrúlegir baráttuhundar og sætta sig aldrei við tap, sérstaklega ekki á heimavelli. 6. QPR- LeedsX Heimamenn eru enn að jafna sig effir afsögn framkvæmdastjórans Gerry Francis og erfitt er að spá um hvaða áhrif þetta hefúr á leik liðsins. Leeds hefúr einnig verið í dalaklifri og skýst á milli góðra leikja yfir í mjög vonda á afar skömmum tíma. Þetta verður baráttuleikur og stigum skipt að lok- um. 7. Tottenham - Aston Villa 1 Af undanförnum leikjum liðanna að dæma er fullljóst að þetta verður mik- ill markaleikur. Tottenham spilar dá- samlegan sóknarbolta og fjölmargir ieikmenn liðsins eru afar hæfileikarík- ir. Þegar þetta er ritað er liðið enn án ffamkvæmdastjóra og það sama er að segja um Yjjja enda voru báðir fram- kvæmdastjórar liðanna látnir fjúka í síðustu viku. 8. Sheff. Wed. - West Ham X Undirritaður hefur sætt miklum mót- mælurn frá hinum fjölmenna hóp West Ham-aðdáenda hér á landi effir að hafa skotið á þá á þessum stað urn daginn. Hafa mörg orð fokið í hita leiksins og ófá tárin sést blika á hvörmum mestu manna fyrir vikið. Því tel ég ljóst að affærasælast er að spá útisigri í þessum leik. 9. Coventry - Norwich X Hinn þeldökki Dion Dublin hjá liði Coventry hefur aldeilis verið í bana- stuði að undanförnu og hefur sannast að liðið gerði rétt í að kaupa hann frá Manchester United fyrir tvær milljónir punda um daginn. Norwich er aldrei auðvelt viðureignar og líklega verður fengnum bróðurlega skipt í þessum leik. 10. Tranmere - Charlton 1 Irinn John Aldridge hjá Tranmere er með seiglumeiri mönnum og fáir eru markheppnari á Bretlandseyjum en einmitt hann. Félagar hans í liðinu hafa gert sér grein fyrir þessari stað- reynd og gefa nú á hann í auknum mæli. Þetta hefur leitt til fjölmargra glæsimarka og þau virðast vera að skila liðinu sæti í úrvalsdeiidinni að 11. Southend - Reading 1 Það er ekki hlaupið að því að spá um þennan leik í Ijósi sögunnar. Stað- reyndin er nefnilega sú að liðin hafa ekki mæst í deild í mörg herrans ár og í mínum kokkabókum er hvergi getið um viðureign þeirra. Svíar telja líklegt að um jafntefli verði að ræða en ég giska á heimasigur. 12. Luton - Portsmouth X Heimamenn hafa söguna, gengið og styrkleikann á bak við sig í þessum leik og hafa því sigur. 13. WBA - Oldham 2 Heimamenn hafa verið í verulega vondum málum að undanförnu og hver ósigurinn á eftir öðrum hefur ekki bætt skap þessara annars dagfars- prúðu manna. Oldham er reyndar neðarlega í deildinni en þeir hafa þó betra lið en WBA og vinna því leikinn. ISLANDSMOTIÐ ÍTIPPI 7. umferð 46. leikvika Islandsmótið í tippi Stjaman heldur toppsætinu Stjörnumenn eru enn efstir að loknurn sex umferðum í íslands- móti MORGUNPÓSTSINS í tippi. Þórsarar frá Akureyri halda öðru sætinu en FH- ingar skutust upp í þriðja sæti eftir frekar dap- urt gengi í fyrstu umferðunum. KR-ingar verma hins vegar botn- sætið. Ottó Ottós- son var tippari Stjörnunnar í 6. umferð og náði hann sjö leikjum réttum, sem var þriðji besti árangur umferðarinnar, en Daði Lárusson úr FH náði níu leikjum réttum og Guðmundur Steinsson Framari var með átta. Ottó festi þar með Stjörnumenn enn í sessi á toppnum þar sem Sveinn Torfi Pálsson Þórsari var aðeins með fimm leiki rétta. Árangur Daða skaut FH upp í þriðja sæti, sem er það hæsta sem liðið hefur komist hingað tih Stjarnan er með samtals 43 leiki rétta' að loknum sex umferðum, sem eru að meðaltali rúmir sjö leik- ir réttir. Þór hefur 40 rétta, sem gerir 6,7 að meðaltali og FH hefur 38 leiki rétta, eða um 6,3 að meðal- tali. Á botninum sitja KR-ingar, enn sem fyrr, með 29 leiki rétta, eða tæpa fimm rétta að meðaltali. Islandsmótið í tippi heldur áfram og hér til hliðar er spá lið- anna fyrir sjöundu umferð móts- ins. Leikirnir þrettán eru allir ensk- ir, níu úr úrvalsdeild en fjórir úr þeirri fyrstu. -RM 1. Man.Utd. - Chrystal P. Ipswich - Blackburn Nott.Forest - Chelsea 2. Southampton - Arsenal 3. 4. 5. 6. 7. 8. 9. TÖ. 11. 12. Wimbledon - Newcastle QPR - Leeds Tottenham - A. Villa Sheff.Wed. - West Ham 13. Coventry - Norwich Tranmere - Charlton Southend - Reading Luton - Portsmouth WBA - Oldham Samanlagður árangur

x

Helgarpósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.