Helgarpósturinn - 17.11.1994, Qupperneq 12

Helgarpósturinn - 17.11.1994, Qupperneq 12
12 MORGUNPÓSTURINN SKOÐUN FIMMTUDAGUR 17. NÓVEMBER 1994 Útgefandi Ritstjórar Fréttastjóri Framkvæmdastjóri Markaðsstjóri Miðill hf. Páll Magnússon, ábm Gunnar Smári Egilsson Sigurður Már Jónsson Kristinn Albertsson Þórarinn Stefánsson Setning og umbrot Filmuvinnsla og prentun Morgunpósturinn Prentsmiðjan Oddi hf. Verð í lausasölu kr. 195 á mánudögum og kr. 280 á fimmtudögum. Áskriftarverð er kr. 1.300 á mánuði fyrir tvö blöð í viku. Þeir sem greiða með greiðslukorti fá 100 króna afslátt. Sjúklingar notaðir sem vígvöllur I vor lörnuðu meinatæknar meira og minna allar sjúkrastofnanir í landinu. Nú eru það sjúkraliðar. Þar áður hjúkrunarfræðingar, röngentæknar á undan þeim og læknar þar áður. Það er gott ár fyr- ir íslenska sjúklinga ef aðeins tvö verkföll dynja á þeim. Vanalega eru þau fleiri. Þetta ástand er að sjálfsögðu fáránlegt. Þrátt fyrir að íslendingar hafi þurft að lifa við þetta árum saman getur enginn fengið þá til að trúa því að sjúklingum sé ekki nóg að vera sjúkir, gamlir eða las- burða heldur verði þeir sí og æ að vera vígvöllur endalausra verk- falla. Það er til lítils að byggja hér upp hátæknivædda heilbrigðis- þjónustu ef mönnum er fyrirvarið að reka hana. Það geta verið tvær ástæður fyrir því að ekkert tiltökumál þykir á íslandi að heyja verkföll á kostnað sjúklinga. Annars vegar getur verið að heilbrigðisstéttunum sé haldið niðri í launum langt um- fram aðrar stéttir og sú staðreynd réttlæti þá hörku sem þær beita í kjarabaráttu sinni. Það er ekki bara að verkföll heilbrigðisstéttanna séu alvarlegri en annarra stétta heldur eru þau tíðari - hugsanlega þó með einni undantekningu, flugmönnum. Önnur ástæða getur verið sú að heilbrigðisstéttirnar hafi - á sama hátt og flugmenn - einfaldlega betra verkfallsvopn í höndunum og nýti sér það oftar þess vegna. Það skapast ekki neyðarástand á fyrsta degi þótt prestar eða trésmiðir fari í verkfall, enda beita þessar stéttir verkfallsvopn- inu af stakri sparsemi. En hvort sem ástæða þessara tíðu verkfalla er svívirðilega lág laun innan heilbrigðiskerfisins eða sannfæring heilbrigðisstéttanna um að verkfallsvopnin þeirra bíti svo vel að þau muni uppskera vel eff- ir hvert verkfall, er ljóst að þessu ástandi verður að linna. Sjúkling- ar á íslandi hafa ekkert til þess unnið að vera sendir fram og til baka og sviptir sjálfsagðri þjónustu vegna átaka fólks sem þeir hafa ekki gert neitt mein. Það er reyndar freistandi að koma með eina tilgátu í tilefni af verkfalli sjúkraliða. Sem kunnugt er er þetta kvennastétt og í gegn- um tíðina hefur það verið helsta vopn kvennastétta til að hækka launin að taka á sig auknar menntunarkröfur. Með því að lengja nám úr tveimur árum í fjögur hafa þær talið að laun þeirra myndu hækka til samræmis við þær stéttir sem eiga að baki fjögurra ára nám. Og þegar fjögur árin hafa ekki dugað hefur námið verið lengt í sex. Nú er það ekki endilega svo að laun séu í beinu samhengi við menntun, það hefur aldrei verið svo og mun sjálfsagt aldrei verða. Laun miðast oftast við hæfni, effirspurn, reynslu, afköst, kostnað - þetta allt í samkrulli og meira til. Skólagangan ein og sér getur aldr- ei ráðið launum. Sjúkraliðar eru dæmi um stétt sem farið hefur í gegnum þessa þróun. Hlutverk þeirra hefur ekki breyst mikið á sjúkrastofnunum undanfarna áratugi, þeir hafa ekki tekið yfir verkefni frá læknum og hjúkrunarfræðingum. Sjúkraliðanám hefur hins vegar lengst heil ósköp á sama tíma og það hefur haff áhrif á kröfur sjúkralið- anna til launa. Það er hins vegar ekki að sjá að launagreiðendur þeirra fallist á þessar kröfur. Þrátt fyrir aukna menntun eru þeir mikið til að fá sömu vinnu frá sjúkraliðunum. Hvort sem eitthvað kann að vera til í þessu eða ekki verða þessir aðilar - sjúkraliðar og launagreiðendur þeirra - að leysa deilur sín- ar án þess að þær bitni á sjúklingum. Ef heilbrigðisstéttirnar halda áfram linnulausum verkföllum hlýtur sú krafa að koma upp að verkfallsréttur þeirra verði skertur. Eða að heilbrigðiskerfið allt verði skorið upp til að komast fyrir þetta mein sem verkföll heil- brigðisstéttanna er. Gunnar Smári Egilsson Miðill hf., Vesturgötu 2, 101 Reykjavik, sími 2 22 11 Beinir símar eftir lokun skiptiborös: Ritstjórn 24666, tæknideild 24777, auglýsingadeild 24888 og dreifing 24999 Simbréf ritstjórnar 22243 - Símbréf auglýsingadeildar22241 - Símbréf afgreiöslu 22311 Fyrst sparkar hann i rassinn á Lindu og kærir hana svo „Sé mér ekki annaðfœrt en að kœra hana“ Óþekkti lögregluþjónninn. Kratar höfinuðu honum áð- ur en fiiann náði að spillast „Ég vœnti alls góðs afsamstarfi við Jón Scemund; hatm erflekklaus af stjórnmálamanni að vera ogáfar- sœlanferil að baki.“ Sigurður Pétursson krataveiðimaður. Snortinn afi þingsæti „Ég er mjög snort- inn afþvt sem þarnaferfram ogákaflega hrifinn. Jón Sæmundur Sigurjónsson væntanlegur frambjóðandi. Og þess vegna streymdu; ídu auglýsingamar í Alþýðublaðið „Þetta voru ekki fyrirmœli hjá ein- um né neinum heldur gekk þetta bara athugasemdalaust ígegn. “ Sigurður Þórðarson ríkisendurskoðandi. Raunalistinn „Þessi raunalisti er raunasaga þvíþar sem R- listar stjórna munu deilurnar snúast um hvað hverflokkur eigi eins og ofangreind dœmi sanna. Valdaþráin verður stefnu ogframtíð- arsýn yfirsterkari. “ Þótt einhver kunni að halda að fyrirsögn þessa greinarstúfs sé af- bökun á nafni R-listans þá er það ekki svo. Hér verða rakin fjögur skeið sem R-listinn hefur nú þegar runnið. Sá listi er sannkallaður raunalisti. Afneitunarskeiðið fyrir kosningar Gömlu vinstriflokkarnir afneit- uðu beinni aðild að R-listanum fyr- ir kosningar. Þeir földu sig á bak við grímu forsvarsmanns Kvenna- listans, en skoðanakannanir höfðu sýnt að þar væri besti felustaðurinn fram yfir kosningar. Þeir vildu ekki kannast við að þeir ættu kröfur á hendur R-listanum, þegar tilhuga- lífið stóð sem hæst. Þeir vildu sem minnst kannast við „leynisamn- inga“ um „kvóta“ fyrir hvern flokk, þegar fjölmiðlar gengu á þá. Þá voru flokkarnir á sínu fyrsta afneit- unarskeiði. Sumum þótti þó erfitt að afneita sínum eigin flokkum en þeir áköfustu um R- listasamstarf bentu á að heimssagan segir okkur frá mönnum sem það höfðu áður gert og þeim var fyrirgefið. Þeir vissu líka betur en kjósendur, því þeir ætluðu aðeins að afneita flokk- um sínum tímabundið, fram yfir kosningar. Þeir völdu að fela þá einstaklinga sem þóttu gefa of mik- ið vinstriflokkabragð í munn kjós- enda. Þannig var Ólafi Ragnari, Jóni Baldvini og Steingrími haldið baksviðs ásamt ýmsum öðrum. Stærilætisskeið í kjöifar kosninga Gömlu vinstriflokkarnir köstuðu grímunni á kosninganóttina. Ingi- björg Sólrún birtist á sviðinu með R-listafélögum sínum Ólafi Ragn- ari, Steingrími og Jóni Baldvini. Augljóst var að vinstri flokkarnir höfðu náð eina takmarki sínu, að koma sjálfstæðismönnum frá völd- um. Nú voru leynisamningar dregnir upp. I kjölfar kosninganna var tekið til við að skipta herfang- inu eftir fyrirfram umsömdum kvótum. Þessi embætti og nefnda- sæti fóru til Framsóknar, þetta trl Kvennalista, þessum nefndum skyldi Alþýðubandalagið stjórna og þetta fengi Alþýðuflokkurinn út úr Þungavigtin ÁRNI SlGFÚSSON , % BORGARFULLTRÚI Hu Sjálfstæðis- skiptum á herfanginu. Hundrað daga gagnrýniskeið Nú voru stjórnmálaflokkar komnir til valda í Reykjavík sem höfðu í kjölfar vinstristjórnar- skeiðsins í Reykjavík 1978-1982, sagt að aldrei skyldu þeir reyna slíkt aftur. Svo slæm var reynslan að mati forsvarsmanna þeirra á þeim tíma. Nú skyldu menn vanda sig betur, aldrei að gefa höggstað á R- listanum. Fjölmiðlar áttu ekki að koma auga á sundurþykkju. Ráðið sem dugði þeim fyrstu hundrað dagana var eina ráðið sem þau hafa hingað til kunnað. Þau héldu áfram að gagnrýna sjálfstæð- ismenn í borgarstjórn. Þau gleymdu sér í því hlutverki, tóku sér væn sumarleyfi og hugðu ekki að loforðunum sem þau höfðu sett fram á prenti. Þeim til sárra von- brigða urðu þau fljótt uppiskroppa með gagnrýniefni. Fjölmiðlum fannst hróp þeirra þreytt og lúin, því sömu hróp höfðu heyrst mörg undanfarin ár og urðu háværust fyrir síðustu kosningar. Þess vegna var áhugi fjölmiðla lítill og sjálf- stæðismönnum nægði að benda á að ekkert kæmi fram í niðurstöð- um rannsóknardómstóla þeirra. Þessi átakanlegi skortur á gagnrýni- efni á störf okkar sjálfstæðismanna hlaut að ieiða til innvortis blæð- inga. Sá sem þrífst á neikvæðni endar í eigin sálarkreppu. Nýtt afneitunarskeið hafið Rétt rúmum hundrað dögum eftir kosningar urðu innanmeinin áberandi. Þá gátu menn ekki lengur setið á sér. Helgi Pétursson, vara- borgarfulltrúi á kvóta Framsóknar í R-listanum og Gerður Steinþórs- dóttir á kvóta Framsóknar í menn- ingarmálanefnd, afneituðu Fram- sókn og sögðu sig úr flokknum. Oddviti R-listans á kvóta Fram- sóknar, Sigrún Magnúsdóttir, af- neitaði Helga og Gerði og taldi rétt að þau skiluðu af sér framsóknar- kvótanum og hættu í trúnaðar- störfum sem Framsókn hafði út- vegað þeim. Sama skoðun kom ffam hjá Pétri Jónssyni, krata. Pét- ur taldi sanngjarnt að þeir sem hættu í flokkum skiluðu bitlingum sem þeim væri úthlutað af sömu flokkum. Þannig hafa leikreglurnar allavega alltaf verið. Spurningar fjölmiðla til Péturs komu í kjölfar þess að þegar Helgi og Gerður hættu rifjaðist upp að tekist hafði að fela annað óánægju- efni innan R-Iistans. Þetta var óánægja krata með að Ólína Þor- varðardóttir, fulltrúi krata, skyldi áfram sitja í stjórn Strætisvagna Reykjavíkur, þrátt fyrir að afneita Alþýðuflokknum. Það leyndust sem sagt fleiri manns á kvóta gömlu flokkanna sem höfðu afneit- að þeim, en ekki skilað sæti sínu. Þau þrjú neita enn og borgar- stjóri R-listans styður varnarræður þeirra bæði gegn oddvita R-listans og varaforseta borgarstjómar. Eru vinstri flokkarnir að undirbúa uppgjöf í pólitík? Nú er gömlu vinstriflokkunum mikill vandi á höndum. Flokks- mennirnir eru hver af öðrum að taka þessa gömlu flokka sína kverkataki og sveitarstjórnarum- ræða þeirra er að koðna niður. Þetta er að gerast á þeim umróts- tímum í stjórnmálum þegar pólit- ísk vigt er að færast frá ríki til sveit- arfélaga. Sumir getspakir vinstrimenn segjast sjá að svokallað R- listasam- starf muni þar með gangá af gömlu flokkunum dauðum. Þeir segja að þar sem ekki sé lengur hægt að halda úti virku flokksstarfi í sveitar- stjórnarmálum hjá Framsókn, Kvennalista, Alþýðubandalagi eða krötum, sé brostinn grundvöllur til að halda uppi pólitískri umræðu í flokkunum. Stjórnmálaflokkar sem dæma sig þannig úr leik í sveitarstjórnarpól- itík framtíðarinnar eru að dæma sig út úr stjórnmálum, svo einfalt er það. Það mun gerast á örfáum ár- um. í Reykjavík verða því valkostirnir skýrari. Til hliðar við Sjálfstæðis- flokkinn verða mislanglíf kosninga- bandalög, gamlir kjarnar frá Fram- sókn, krötum, kommum og Kvennalista sem langar að vera með en þurfa til þess grímur eins og R-listann. Þessi raunalisti er raunasaga því þar sem R-listar stjórna munu deil- urnar snúast um hvað hver flokkur eigi eins og ofangreind dæmi sanna. Valdaþráin verður stefnu og framtíðarsýn yfirsterkari. Þungavigtarmenn eru meðal annars: Árni Sigfússon, Geir Haarde, HalldórÁsgrímsson, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, Jóhanna Sigurðardóttir, Jón Erlendsson Jón Steinar Gunnlaugsson, Óskar Magnússon, Páll Kr. Pálsson, Svavar Gestsson, Ógmundur Jónasson, Össur Skarphéðinsson.

x

Helgarpósturinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.