Helgarpósturinn - 13.03.1997, Blaðsíða 7

Helgarpósturinn - 13.03.1997, Blaðsíða 7
FlMIVmJDAGUR 13. MARS1997 7 Hjónin Eva Þorkelsdóttir og Steinn Þór Jónsson lentu T klóm byggingar- nefndar Reykjavíkur þegar þau hugðust klæða hús- eignina við Skipholt 7 með steindum plötum. Nefndin krafðist þess að hjónin notuðu sléttar plötur en formaður byggingarnefnd- ar og forstjóri Gluggasmiðj- unnar, Gunnar L. Gissur- arson, flytur inn slétta veggklæðningu. Hörð af- staða byggingarnefndar til hjónanna er byggð á hug- lægum sjónarmiðum. Gagnvart stórfyrirtækjum sér nefndin í gegnum fing- ur sér þó að almanna- hagsmunir séu í húfi. tillansamir vom varla komnir upp við kipholt 7 þegar byggingarfulltrúinn í eykjavík krafðist þess að framkvæmdir ðu stöðvaðar strax. Þrátt fyrir að nær I húsalengjan sé með steindri áférð afðist byggingarnefnd sléttrar klæðn- gar á útveggina. Fagurfræðilegur nekkur byggingamefndar og flárhags- gir hagsmunir formanns nefndarinnar ra saman. Hjónin Steinn Þór og Eva erðu afgreiðslu byggingamefndar. spurði hvers vegna hann samþykkti ekki steinda klæðningu og svaraði formaður byggingar- nefndar því til að sér fyndist steind klæðning ljót. Smásmuguleg vinnu- brögð byggingarnefndar stinga í stúf við þjónust- una sem stórfyrirtæki fá. í síðasta tölublaði HP er greint frá samþykkt byggingarnefndar á byggingarleyfi til Istaks þrátt fyrir að fyrirhugað fjölbýlishús við Sóltún 30 standist ekki opinber- ar kröfur um hljóðvist. Nefndinni var í lófa lagið að krefja ístak um frekari upplýsingar og fresta af- greiðslu umsóknarinnar á meðan unnið væri að því að tryggja hljóðvist í fjölbýlishúsinu. Það var ekki gert. Gluggasmiðjan, fjöl- skyldufyrirtæki for- manns byggingarnefnd- arinnar, flytur inn slétta klæðningu^ en ekki steinda. í auglýsing- apésa frá Gluggasmiðj- unni er sagt að fyrirtæk- ið taki að sér að útvega slétta álklæðningu fyrir útveggi. ■ Evu og Steini Þór fannst það skjóta skökku við að Gunnar L. Gissurarson tæki þátt í afgreiðslu málsins. Gunnar Borgarsson arki- tekt tók undir sjónarmið þeirra og skrifaði álit þar sem sagði að óeðlilegt væri að aðili sem flytur inn og selur byggingar- efni sæti í byggingar- nefnd. - Okkur fannst þessi vinnubrögð minna á maf- íuna, segir Eva. Þau hjónin kærðu af- greiðslu byggingar- nefndar og setu Gunnars L. Gissurarsonar í nefnd- inni til umhverfisráðu- nejdisins. Blekkingar byggingarfull- trúa Umhverfisráðuneytið fékk umsögn frá Skipulagi ríkisins og byggingarnefnd Reykjavík- ur. I umsögn Skipulagsins var talið að byggingarnefnd hefði heimild til að veita ekki leyfi Gunnar L. Gissurarson, formaður byggingarnefndar Reykjavíkur og forstjóri Gluggasmiðjunnar, skarar eld að eigin köku — og hefur til þess umboð frá Reykjavíkuríist- anum. 1V G-.ý.i,-. l uTANHÚSKLÆ-ÐNING fyrir framkvæmdum en það gagnrýnt að nefndin hefði ekki þegar í upphafi krafist sléttrar klæðningar í stað þess að láta það bíða þangað til í þriðju af- greiðslu nefndarinnar. Skipu- lagið tók ekki afstöðu til hæfis Gunnars L. Gissurarsonar. í umsögn byggingarnefndar er vísað til tveggja ákvæða í byggingarreglugerð, annað tekur til klæðningar á útveggj- um og hitt til smekksatriða eins og lita og áferðar. Embætti byggingarfulltrúa var í kúnstugri aðstöðu þegar kom að vanhæfi formanns byggingarnefndar. Lögfræðing- ur umhverfisráðuneytisins, Ey- vindur G. Gunnarsson, fór fram á að byggingarfulltrúinn gæfi umsögn um yfirmann sinn. Eins og samviskusömum undirmanni sæmir skrifar Magnús Sædal Svavarsson byggingarfulltrúi svohljóðandi bréf: „Fyrir 5-6 árum flutti Glugga- smiðjan hf. inn 2 mm þykkar álplötur. Hér var ekki um að ræða klæðningakerfi heldur einungis plötur og voru þær seldar Ármannsfelli hf. og not- aðar til klæðningar á húsunum Lindargötu 57-61 og 64-66... Plöturnar voru ekki sérstak- lega ætlaðar til klæðningar ut- anhúss og hafa ekki verið seld- ar öðrum aðilum né notaðar í öðrum byggingum síðan. Gluggasmiðjan hf. hætti inn- flutningi þeirra fyrir nokkrum árum.“ irýnislaus athugun ineytisins Lögfræðingur umhverfis- ráðuneytisins trúði skýringum byggingarfulltrúa eins og nýju neti og gerði ekkert til að sann- reyna þær. Hefði hann t.d. hringt í Gluggasmiðjuna, eins og blaðamaður HP gerði, og spurt um klæðningu á útveggj- um myndi starfsfólk svara honum því til að Gluggasmiðj- an útvegaði álklæðningu á út- veegi. I auglýsingapésa Glugga- smiðjunnar, sem liggur frammi í afgreiðslu fyrirtækisins, er ut- anhússklæðning kynnt og sagt að meðal þeirra verkefna sem fyrirtækið hefur tekið að sér á þessu sviði séu Landsbankinn í Mjódd og skrifstofuhús Búr- fellsvirkjunar, auk íbúða aldr- aða við Lindargötu sem getið er um í bréfi byggingarfulltrúa. Byggingarfulltrúinn og Gunnar L. Gissurarson láta að því liggja í bréf- inu að Glugga- smiðjan hafi ekki síðustu fimm til sex ár- in komið ná- lægt sléttum utanhúss- klæðningum. Vegna þess hversu slótt- ugt orðalag bréfsins er er ekki hægt að hanka tví- menningana á beinum lygum. Þótt Gluggasmiðjan hafi „hætt innflutningi" fyrir „nokkrum árum“ er fyrirtækið ennþá boðið og búið að útvega utan- hússklæðningu með því að panta hana erlendis frá. Aug- lýsingapési Gluggasmiðjunnar staðfestir einnig að fyrirtækið hefur selt utanhússklæðningu á fleiri hús en þau við Lindar- götu sem getið er í bréfinu. Niðurstaða lögfræðingsins er eins og til var sáð. „Að framan er gerð grein fyr- ir því að fyrirtæki það, sem for- maður byggingarnefndar er í fyrirsvari fyrir, flytur ekki inn klæðningu sem heppileg getur talist fyrir kæranda að klæða hús sitt með. Verður því ekki Ír, A 'tfam O •-.v.iW-S iv>-' i 'H&QSI* «má Wpfe&WK;; V tiiSfe 4& fít tótf ÍV 11 \!,’ i I Lt,’rV >?’ VA ■..tf ái «V,. WirViiiiifu rr á.VVl SJ ii 1 ivV trMnemfo WAv t tSm ým «ftia% $■■ ,{ ? ;ii»r, W'^VtÍA VW'tV Wwió, jr ■jtym ixsm & «4 tódtósj? ■ •, i.v'.ii: i 'tj'? Shv. itV ii jwM iwyjvi, feW a’oViíás* rWftsiS Auglýsingapési frá Gluggasmiðjunni afhjúpar blekk- ingar byggingarfulltrúans í Reykjavík, sem reyndi að draga flöður yfir þá staðreynd að fyrirtæki formanns byggingarnefndar selur klæðningu sömu tegundar og byggingamefnd krafðist að yrði sett á Skipholt 7. Um- hverfisráðuneytið lét blekkjast og úrskurðaði for- manninn hæfan. sögn Gunnars Borgarssonar, arkitekts að breytingunum, verður Skipholt 7 klætt sléttri plastklæðningu. Húsið mun ekki falla vel að umhverfi sínu þar eð flest húsin við götuna eru með steindri áferð. - Ég er mjög ósáttur við af- greiðslu byggingarnefndar. Spurningin um það hvort slétt eða steind klæðning á að vera á Skipholti 7 er fagurfræðileg. Ég sé ekki að byggingarnefnd hafi faglegar forsendur til að ákvarða um smekksatriði, seg- ir Gunnar. Eins og nærri má geta höfðu hjónin ekki mikinn áhuga á að versla við Gluggasmiðjuna. Þau pöntuðu klæðningu hjá Húsasmiðjunni. -pv talið, eins og atvikum er háttað í þessu máli, að Gluggasmiðjan hf. hafi haft hagsmuna að gæta við ákvörðum byggingarnefnd- ar Reykjavíkur í máli kæranda. Samkvæmt þessu verður ekki á það fallist með kæranda að formaður byggingarnefndar hafi verið vanhæfur til þess að fjalla um umsókn um leyfi til að klæða húseignina að Skip- holti með steindum plötum.“ Slétt plastklæðning í húsa- lengju með steindri áferð Eftir úrskurð lögfræðings umhverfisráðuneytis var ekki um annað að ræða fyrir þau Evu og Stein Þór en að klæða húsið sléttri klæðningu. Að Kína ekki lengur „öruggt svæði“ Rússneska útgerðarfélagið UTRF er gríðarlega skuldsett fyrirtæki. Frum- ástæða þess að UTRF fékk íslendinga í lið með sér var einfaldlega sú að fyrir- tækið hafði ekkert rekstrarfé. Allir pen- ingar sem inn komu fóru í skuldahítina og ekkert varð eftir til að kaupa olíu og veiðarfæri á skipin, greiða starfsfólki laun eða sjá fyrir nauðsynlegum viðgerð- um og viðhaldi. Skip félagsins mega heldur ekki koma til hafnar neins staðar nema í Rússlandi af þeirri einföldu ástæðu að í öllum öðr- um löndum eru þau tafarlaust gerð upp- tæk og seld upp í skuldir UTRF. Kína var þó talið „öruggt svæði“ og þangað voru tveir nýir frystitogarar sendir í slipp í haust. Ekki tókst þó betur til en svo að erlendir lánardrottnar UTRF, sem höfðu veð í skipunum, komust á snoðir um þetta og fengu skipin kyrrsett og síðan seld. Samningar íslenskra sjávarafurða og UTRF ganga í meginatriðum út á það að ÍS leggur til fjármagn til að kosta rekstur útgerðarinnar og sér um sölu aflans en fær á móti ákveðinn hluta af söluand- virðinu. Tii að tryggja að peningarnir fari í rekstur og fiskur náist úr sjó þarf ÍS að hafa allfjölmennan hóp starfsfólks á Kamtsjatka, bæði í landi og einnig um borð í fiskveiðiflotanum. Það eru einnig starfsmenn ÍS sem sjá um markaðsmálin. IS selur afurðirnar og afhendir síðan UTRF að lokum sinn hluta andvirðisins. Reksturinn er þannig al- gjörlega í höndum íslenskra sjávarafurða og UTRF hefur einungis hluta andvirðis- ins til að greiða upp í gamlar skuldir. Annað meginatriði í samstarfi þessara fyrirtækja er að sjálfsögðu sú þekking sem íslendingarnir hafa upp á að bjóða og jók strax á fyrsta ári verulega við verðmæti aflans. Frystitogararnir tveir langbestu skipin Þvert gegn því sem látið var í veðri vaka í fréttum hér heima var það veru- legt áfall fyrir íslenskar sjávarafurðir þegar frystitogararnir tveir voru gerðir upptækir í Kína. Þetta voru nýjustu og langbestu skip rússneska fyrirtækisins, smíðuð í Noregi fyrir tæpum áratug, en höfðu að vísu aldrei verið greidd, nema þá að litlum hluta. Það mun þó ekki hafa verið norska skipasmíðastöðin sem átti harma að hefna gagnvart UTRF, heldur fjárfestar sem lánuðu UTRF til kaupanna, gegn veði í skipunum. Þekking, reynsla og hugvit sem íslend- ingarnir hafa lagt rússnesku útgerðinni til hafa að sögn gagnast mjög vel til að auka aflaverðmæti rússnesku skipanna, en frystitogararnir tveir sem boðnir voru upp í Kína gáfu þó langmesta möguleika í því sambandi. Afli var unninn um borð og frystur í flökum. Rússarnir munu ekki hafa haft yfir að ráða nægri þekkingu til að gera sér virkilegan mat úr möguleik- um þessara skipa, en forsvarsmenn ÍS sáu fyrir sér möguleika á gríðarlegri verðmætaaukningu aflans með réttri nýt- ingu þessara togara. Það er til marks um þetta að þegar samningar IS og UTRF voru endurnýjaðir í nóvember í haust gilti aðalsamningur- inn til tveggja ára en um þessa tvo frysti- togara mun hafa verið samið til þriggja ára. Þriggja ára samningurinn reyndist þó skammgóður vermir eftir að sú áhætta var tekin að senda togarana í slipp til Kína. Þeir áttu aldrei afturkvæmt úr þeirri för. Benedikt Sveinsson, forstjóri ís- lenskra sjávarafurða, vildi ekki tjá sig um málið þegar HP hafði samband við hann. einleikari Efnisskró FIMMTUDAGINN 13. MARS KL. 20.00 Jerzy Maksymiuk 3 JónNordal: Bjarkamál Edward Elgar: Inngangur & allegro James McMillan: Veni, veni Emmanuel SINFÓNÍUHLJÓMSVEIT ÍSLANDS Háskólabíói við Hagatorg, sími 562 2255 .J MIÐASALA Á SKRIFSTOFU HLJÓMSVEITARINNAR OG VIÐ INNGANGINN Evelyn Clennie

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.