Helgarpósturinn - 13.03.1997, Blaðsíða 10

Helgarpósturinn - 13.03.1997, Blaðsíða 10
FIMMTUDAGUR13. MARS1997 HELCARPÓSTURINN Útgefandi: Lesmál ehf. Framkvæmdastjóri: Árni Björn Ómarsson Ritstjóri: Páll Vilhjálmsson Prentvinnsla: Prentsmiðjan Oddi hf. Markaður og almannahagur Enginn stjórnmálaflokkanna er lengur á móti markaðs- væðingu hins opinbera. Aðeins er deilt um hversu langt eigi að ganga. Alþýðubandalagið streittist hvað lengst gegn þeirri hugmynd að atvinnurekstur og þjónusta væru best komin í höndum fyrirtækja á meðan Alþýðu- flokkurinn var einna fyrstur til að taka undir boðskapinn sem barst hingað úr austri frá Margréti Thatcher, for- sætisráðherra Breta, og úr vestri frá Ronald Reagan Bandaríkjaforseta. Hugmyndafræði markaðarins sækir sín vopn til þjóð- félaga á Vesturlöndum sem glímdu á áttunda áratugnum við langvarandi efnahagssamdrátt samtímis sem vaxtar- möguleikar velferðarríkisins virtust þrotnir. Ráðstefnur Friðriks Sophussonar fjármálaráðherra síðustu ár, þar sem erlendir fyrirlesarar ráðleggja einkavæðingu hins opinbera, og skrif margra íslenskra hægrimanna á síð- asta áratug eiga það sammerkt að byggjast sjaldnast á greiningu á íslenskum aðstæðum heldur á pólitískri sannfæringu sem gaf sér að almannahag væri best borg- ið á markaðstorginu. í umræðu hægrimanna síðustu tvo áratugi voru hag- kvæmni og arðsemi efst á blaði. Sóun átti að fylgja ríkis- rekstri eins og nótt degi en einkarekstur skyldi að sama skapi skila mestum arði. Núna þegar markaðsvæðingin er óskoruð renna tvær grímur á suma áköfustu talsmenn hennar. Hannes Hólm- steinn Gissurarson talar fyrir ríkisrekinni fjölmiðlun og Morgunblaðið furðar sig í Reykjavíkurbréfi á því að fá- keppni ríki á sumum sviðum markaðarins sem þó á að heita öllum opinn. Fyrir utan það að viðurkenndir hagfræðingar, t.a.m. John Kenneth Galbraith, hafa fyrir margt löngu sýnt fram á fákeppnishneigð markaðarins, þá vill það gleym- ast að ísland stóð ekki frammi fyrir viðlíka vanda og þau þjóðfélög þar sem hugmyndafræði markaðarins varð ráðandi. Ríkisrekstur hér á landi náði aldrei sama um- fangi og á Norðurlöndum og á Bretlandi. Þrátt fyrir að ísland sé í sambærilegri stöðu og sjúk- lingur sem fengið hefur ranga sjúkdómsgreiningu, og þar af leiðandi vitlaus lyf, er ekki við því að búast að horfið verði í bráð frá þeirri stefnu að markaðsvæða hið opinbera. Ekki er fyrirsjáanleg breyting á núverandi ástandi fyrr en þróaður verður pólitískur. valkostur við ríkjandi stjórnmála- og efnahagshugsun. Sá valkostur getur ekki byggst á andófi gegn jafn sjálfsögðum hlut og markaðs- hagkerfi eða afturhvarfi til saklausari fortíðar. Til grund- vallar þarf að liggja greining á íslensku þjóðfélagi, hvar það stendur og hvert það stefnir, og skynsamlegt mat á því vali sem þjóðin stendur frammi fyrir. Það er verkefni stjórnarandstöðunnar að leggja drögin að endurnýjun stjórnmálaumræðunnar. Og ráðist hún ekki í verkið af alvöru verður stjórnarandstaðan varanleg. Heigarpósturínn Borgartúni 27, 105 Reykjavík Sími: 552-2211 Bréfasími: 552-2311 Bein númer: Ritstjórn: 552-4666, símbréf: 552-2311, fréttaskotið: 552-1900, tæknideild: 552-4777, auglýsingadeild: 552-4888, símboði (augl.) 846-3332, dreifing: 552-4999. Netfang: hp@this.is Áskrift kostar kr. 800 á mánuði efgreitt er með greiðslukorti, en annars kr. 900. ú eru allir að tala um hásk- ann af svokallaðri fá- keppni eða einokun á fjöl- miðlaappíratinu. Mogginn er að kaupa Stöð tvö, sem á DV, sem á Dag-Tím- ann, Alþýðublaðið og fleiri stórveldi á fjölmiðlasviðinu. Og allt þetta góss ku vera á leiðinni í gáma Eimskipafélags- ins og endar því trúlega sem strandgóss á andlausum sönd- um tómleikans. Eða sekkur bara í þögn hafs- ins. Lengi vel óttuðust margir svokallaða yfirburði Morgun- blaðsins. Fannst það „bera höf- uð og herðar" yfir aðra fjöl- miðla landsins. Töluðu jafnvel um „Ægishjálm" í því sam- bandi. Og herðarnar ber Mogginn að vísu hátt yfir önnur dag- blöð. Gæfa okkar er bara sú að á herðum Moggans situr ekk- ert höfuð. Mogginn er eins konar höfuðlaus Mökkurkálfi sem stendur álengdar með Ægishjálminn sinn í hendinni. Smám saman hefur fólk van- ist þessari stöðu Moggans fjærri átökum dagsins. Og það hefur gleymt því (eða kannski ekki vitað) hvers vegna hann setur Ægishjálm sinn aldrei upp. Finnst bara að Blaðið sé að taka ofan fyrir öllu og öllum. Sjálfum finnst mér það nokk- uð heppilegt að Moggi skuli ekki hafa neitt höfuð til að bera sinn Ægishjálm. Úr því fólk lætur sér almennt nægja andríki fasteignaauglýsinga, atvinnutilkynninga og eftir- mælagreina fyrir kr. 125,- á dag. En Moggi er löngu hættur að blanda sér í neitt háskalegra. Það vantar semsé í hann all- an lífsháska, eins og Steinn sagði forðum daga um skálda- kynslóð Matthíasar Johannes- sen í frægu viðtali við „Líf og list“. Nóg um það. Þorgeir Þorgeirson skrifar Tilefni þessarar greinar er komið beint úr seinasta tölu- blaði Helgarpóstsins. Eins og vera ber í nútíma blaðamennsku á samkeppnis- markaði. Á blaðsíðu 4 blasir frú Margrét Frínitmnsdóttir, for- maður Alþýðubandalagsins, við lesandanum, stássleg og nýlitgreind, og segir að ís- lenskur fjöímiðlaheimur sé á klafa einokunar. Hún virðist trúa staðfast- lega á lausnarorð samkeppn- innar eins og títt er um nútíma- sósíalista. Vill láta Samkeppn- isráð stöðva braskið með fjöl- miðlana og tryggja eðlilega fjölbragðaglímu á milli dag- blaða, útvarpsstöðva og sjón- varpsstöðva. Þannig vill hún færa okkur frelsið og tryggja opna um- ræðu í samfélaginu. - Samkeppni getur verið ágæt að vissu marki, segir hún. En dokum nú aðeins við og spyrjum nokkurra spurninga: Hvað hefur samkeppnis- markaðurinn gert fyrir fjöl- miðlana hér? Er þjóðfélagsumræða opn- ari og frjórri í seinni tíð? Er fréttaflutningur skilvirk- ari? Er meira samhengi í starfi fjölmiðlanna? Gegna þeir betur hlutverki sínu sem „fjórða valdið" í sam- félaginu? Blaðamenn og sumir pólitík- usar fengjust vafalaust til að svara þessum spurningum ját- andi, en við hin mundum að minnsta kosti hika. Vel má líka rifja það upp að forðum daga (meðan pólitísku flokkarnir einokuðu alla dag- blaðaútgáfu hér og Rúv sat eitt að ljósvakanum) gat maður skrifað grein í Morgunblaðið eða Þjóðviljann og fengið við- brögð við henni í Tímanum eða Alþýðublaðinu. „Frú Margrét FrTmanns- dóttir, formaður Alþýðu- bandalagsins, blasir við lesandanum, stássleg og nýiitgreind, og segir að íslenskur fjölmiðla- heimur sé á klafa einok- unar. Hún virðist trúa staðfastlega á lausnar- orð samkeppninnar eins og títt er um nú- tíma-sósíalista.“ Umræða sem stofnað var til fann sér leið til allra. Og það var jafnframt nokkuð tryggt að fjölmörg sjónarmið hvaðan- æva úr samfélaginu fengu að- ild að mikilsverðum málefnum. Eins var þetta með fréttir. Þær fengu margháttaða um- fjöllun í hinum ýmsu blöðum. Nú orðið skiptir það öllu að vera fyrstur með fréttina. Hafi annar sagt hana á undan er sjaldnast leitað að nýjum fleti eða breyttri áherslu. Frétt sem annar hefur sagt er ónýt markaðsvara. Einkanlega ef hún er sláandi og óvænt. Eins er þetta með greina- skrif um málefni samfélagsins. Hafi samkeppnisaðili krækt sér í eitthvað bitastætt á því sviði verða hinir að láta eins og ekkert sé. í nafni samkeppn- innar er bannað að vitna í slíkt nema það hafi birst í eigin mál- gagni. Og samkeppnisaðilinn er settur því lengra út í myrkur þagnarinnar sem hann skrifar betur og hefur réttara fyrir sér. Allt hefur þetta orðið til þess að rýra gildi blaðanna, útvarp- anna og sjónvarpanna og þrengja að opinni umræðu. Skríbentarnir eru eins og fangar, hver í sínu búri, og mega ekki tala við fanga í öðr- um búrum þó þeir fegnir vildu. Það endist enginn lengi til að ræða við sjálfan sig og klefa- félagana. 011 þessi innilokun hefur leitt til hnignandi fagmennsku. Blöðin eru verr skrifuð, það er verr talað í útvarpsstöðvun- um en sjónvarpsfólkið hefur raunar aldrei lært að hugsa eða vinna að neinu gagni. Margt af starfsfólki fjölmiðl- anna er miklum hæfileikum gætt. En hæfileikar þess fá bara ekki að njóta sín. Við þessar kringumstæður eru þeir beinlínis óæskilegir. Niðurstaðan af þessu braski öllu er smám saman að verða eins konar andleg klónun á fjölmiðlafólki. Þannig hefur samkeppnis- hugsunin rúínerað fjölmiðlana okkar. Heiðarleg, einbeitt, fagleg blaðamennska er orðin að hlutskipti einmanans. Meðan sjálft þyngdaraflið situr þannig í flugmálastjórn fjölmiðlaheimsins hér er held- ur ekki von á mjög upplyftandi ástandi. Spurningin er bara þessi: Fyrst dagblöðin, útvörpin og sjónvörpin hér þola sam- keppnina svona illa er þá fá- keppni eða einokun lausnin? Eða er kannski engin lausn? Nema þá sú að keppast við að læra önnur tungumál svo við getum nýtt okkur erlenda fjölmiðla, sem víða hafa varð- veitt þó nokkurn lífskraft? Frá lesendum ■ Ágúst Sverrisson, fram- kvæmdastjóri Veitunnar, vakti athygli á því að sýnishorn sem birtist með frétt í síðasta tölu- blaði HP um símaklám er ekki úr þjónustusíma Veitunnar heldur Rauða torgsins. Beðist er vel- virðingar á þessum mistökum. ■ Guðjón Sigmundsson, Gaui litli, skrifaði til ritstjóra HP: „í blaði þínu á fimmtudag er greint frá því að ég hafi látið lögmann minn hóta konu málsókn vegna misnotkunar á nafni mínu. Það er rétt að lögmaður minn gerði samkomulag við Hafrúnu Maríu Zsoldos leirvafningsinnflytjanda um að hún notaði ekki nafn mitt í auglýsingar. Ástæða þess að ég ljæ ekki máls á því að auglýsa leirvafninga er að þeir virka ekki til lengdar, í mínum huga eru þeir drasl. Það kann að vera rétt hjá HP að ég geti ekki stöðvað notkun á nafninu „Gaui litli“ því ég hafi ekki skráð einkaleyfi á því. Öllum hlýtur hinsvegar að vera ljóst að það er sanngirnis- krafa að því nafni sem tengt er persónu manns sé ekki klínt á auglýsingu á hverju sem er af hverjum sem er. Það er hinsveg- ar ágæt hugmynd hjá HP að ég sæki um einkaleyfi á „Gauja litla“ sem firmamerki og hyggst ég gera það strax í dag. Megi svo blað þitt halda áfram að seljast sem best svo frumleg og lífleg blaðamennska tóri áfram.“

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.